Spegillinn - 01.12.1956, Blaðsíða 15

Spegillinn - 01.12.1956, Blaðsíða 15
ypecýillinn 279 penninga í Norðurálfu, og stórum betri en silfrið Koðráns. Utanstefnur miklar á árinu og kölluðu sumir met. Fór fyrrum formaður fjárans- ráðs í selskap komma alla leið til Sín- lands austur og kynnti sér menningu þjóð- ar og stjórnarfar, en eigi lét hann uppi álit sitt á þessum lilutum, að ferðalokum. Þá reisti sjálfur biskupinn til Garðaríkis, og í friðsamlegum og friðasamningaerind- um, er þar hafði þá verið ófriðlegt um skeið og skyldi klerkdómur landanna nú freista ef um yrði bætt. Hitti biskup alla helztu erkibiskupa landsins og preláta og þá af þeim upplýsingar um kirkjumál; var það merkast, að klerkar þarlendir máttu eigi ganga að eiga utan meyjar, en eigi var getið um viðurlög ef út af þessu var brugðið. Fleira sá hann þar, er til fyrirmyndar mátti telja, svo sem hræ Stal- ínusar bónda, er þar hafði urðað verið í steinhýsi miklu og enn eigi á haug kast- að, er stjómmálahorfur vóru enn ótryggar í ríkinu og eigi að vita, hver ofan á yrði að lokum. Þótti för þessi öll hin merkasta og talin mundu efla samúð og skilning millum þessara öndvegisríkja heimsins. Fleiri vóru utanstefnur, er hér verða eigi taldar; þó margar' merkar. Hófust hvalaveiðar á sjálfan livítasunnu- dag, þótti guðliræddum vafasamt uppátæki og létu af illa, en þetta reyndist ið ábáta- samasta tiltæki, er hvalir veiddust fleiri en fyrr og þó hetri. Var ákveðið að hefja veiðar þessar framvegis á jóladag og alls eigi utan á stórhátíðum þjóðkirkjunnar. Færist Mjólkursamlag Þingeyinga mjög í aukana á árinu og jók nú afurðir sín- ar meir en áður liafði spurzt. Varð þetta skósvertugerð KEA til mikils uppgangs og ábata, er landsmenn fengu eigi smjör etið, sökum ofurverðs og skömmtunar. Heimsókn vísindamanna á krabbamein, erlendra. Töluðu til lýðsins og kváðu meinsemd þessa í lungum manna stafa af tóbaksreykingum einvörðungu og liefði kvilli sá ferfaldast á landi hér á fáuin árum. Vóru út fluttir að forlagi Tóbaks- einkasölu ríkisins, er sá sér voða búinn og svo landinu, ef þeim héldizt öllu leng- ur uppi starfsemi þessi. Listamenn ríkisins, er lengi höfðu orð- ið búa við hlut skarðan, komust í upp- gang mikinn á árinu, mest fyrir forgöngu foringja síns, Jóns Leifsar, er barðist fyrir hagsmuni þeirra, líkt og leó grenjandi, og heimtaði aukin réttindi þeim til handa, er þeir héldi uppi menningu þjóðarinnar og áliti hennar meðal þjóða framandi. Var af skyndingi stofnsettur félagsskapur og með undarlegum hætti þó, er þar skyldi limir vera, er eigi höfðu til forna verið við listir kenndir, skyldi þessir hafa þarna öll réttindi en engin peningaútlát, en kostnaður allur skyldi uppi berast af liin- um öðrum, er miður vóru fjáreigandi. Skyldi félagsskapur sá hefja starfsemi sína á matarveizlu fyrir forseta Islands. Þótti mörgum nóg um og varð eigi úr fram- kvæmdum, er inir félitlu umsneru sjálfum sér svo og pyngjum sínum. Þó var félags- skapurinn endurvakinn síðar á árinu í nokkru lýðræðislegra formi. Fírar Skálaholtsstóll cm ára afmæli sitt með samkomu mikilli þar á staðnum. Hafði sá verið prýddur og sópaður að mannvirkjum, svo að eigi sá stein yfir steini standa. Eru síðari tíma fræðimenn einróma um það, að þarna hafi verið sam- an komin in mesta svakaglás presta, er á Is- landi liefur sén verið fyrr og síðar. Komu þó eigi utan lúterskir, en kaþólskir, er þó höfðu boð fengið, sátu heima í fýlu, er athöfnin öll skyldi á lútersku fram fara, enda mun kristilegt umburðalyndi hvergi kennt vera í þeirra kokka- og bæna- bókum. Á samkomu þessari fór fram guðs- orðalestur mikill og söngvar, einnig var uppfærður einn skopleikur og sungið verð- launakvæði, er ort hafði Sigurður klerk- ur Einarsson, gerðist hann umsvifamikill um verðlaunaskáldskap, milli þess er hann þeyttist landshorna á milli, boðandi íhald; hafði hann áður verið svarinn fjandi alls slíks, en síðar fengið góða iðran. Síðar ið sama sumar fíraði Hólastóll einnig afmæli, var þó að aldri 1 árum miður en Skálaholts. Var þar einnig góð skemmt- an, þótt eigi væri með slíkum rausnarbrag sem in fyrri. Vísitázia Danakóngs, Friðriks ins niunda með því nafni. Var viðbúnaður mikill og veizluhús höfðingja upppússuð og póleruð. Bágt heilsufar með landsmönnum þeim, er snobbar vóru nefndir, liverra höfuðgirnd það var að gerast af þessu tilefni dana- fánumenn, en nokkrir þeirra áttu slíka í ættum sínum og hugðust nú restítúera heiður ættanna. Vóru jöfri og drottningu hans görvar veizlur miklar, með gnægð mjaðar og mungáts; eigi bragðaði jöfur brennda drykki, er þar vóru á boðangi, en afþakkaði með blíðu, urðu vonbrigði mikil snobbum, er hlakkað höfðu til dús- drykkju við slíkan höfðingja, en urðu nú verr en sneyptir. Drekktu síðar sorg þeirri á kostnað ríkis síns; urðu margir vel- drukknir. Utanfarir íþróttamanna á vit frænda sinna í Danmörk, unnu frægan sigur og var lítt yfir látið þar í landi, er fyrrum bíland hafði bannig sigrað móðurlandið. Hugðust nú Islendingar fylgja eftir sigri þessum og reistu til Niðurlanda af skynd- ingi, urðu þar fyrir móttökum óríflegum, svo og rangindum af liendi innborinna, er gerðu för þeirra alla ina háðulegustu og læstu gjörvöll séneverbotél landsins nið- ur rambyggilega, en þau hafa þeir annars á lofti er góða gesti ber að garði, en svo þótti eigi bér. Viðsjár allmiklar með þjóðinni um stór- mál, þegar á öndverðu ári. Var þar fremst- ur í flokki sá er Iíermann liét, kappi mik- ill, kominn af fornmönnum. Hafði hann þá um nokkurt skeið allsendis valdalaus ver- ið í landi sínu og þótti allillt landsins vegna, er það bar eigi gæfu til að hlíta forustu jafnágæts manns meðan íhaldið kýldi vambir sínar og stóð báðum fótum í jötu. Hafði hann af þessu áhyggjur þungar, en fékk eigi að gert um sinn. Þá segja samtíma ritningar, að honum hafi, nótt eina, birzt í svefni liermaður einn mikill og ófrýnilegur. Var sá grár fyrir járnum og lét ófriðlega; skynjaði þá jafnskjótt, að ef hann heimtaði alla her- menn á brott úr landinu, utan sjálfan sig, myndi slíkt lionum til framdráttar þéna mega. Safnaði nú fylgjurum sínum og lét þá viðtaka brottrekstur alls herliðs úr landi, gekk þó eigi armæðulaust, er nokkr- ir hans fylgjarar liöfðu auðgazt vel af hér- vist ins erlenda herjar; fengu þó eigi rönd reist við ofurkappi höfðingja síns. En sem Hermann liafði sigur þenna á heimavíg- stöðvum unnið, lagði hann brátt undir vald sitt annan flokk manna, er kratar vóru nefndir, en sá flokkur liafði þá um margt ár alls vesæll verið og lítils meg- andi, sökum íhalds- og flibbamennsku for- ingja sinna og hékk nú á horrim. Hugði Hermann flokk þenna nægja mundu til valdatöku, en svo reyndist þó eigi. Var þá gengið á vit þjóðhöggvinga, er nú vóru kommar nefndir; vóru þeir harðsnúnir í ræðu og riti og liatursmenn allra herja

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.