Spegillinn - 01.12.1956, Blaðsíða 44

Spegillinn - 01.12.1956, Blaðsíða 44
308 Margföldunarvélar Nei, þetta er ekki margföldunar- vélin, sem sjá má á mörgum skrif- stofum og notuð er til að margfalda álagninguna, enda er ekkert merki- legt við hana lengur. Hér er um að ræða vélar, sem ekki margfalda töl- ur, heldur margfalda þær sjálfar sig. Þessar nýju afurðir hugvitsseminn- ar eru ættaðar frá Kananum, en auðvitað skulu þið ekki verða hissa, þó að þið heyrið austan úr sovétti, að þar hafi þær verið þekktar í marga áratugi, en þá geta sovétting- ar bara sjálfum sér um kennt að vera ekki búnir að segja frá því fyrr. Jæja, þessi vél, sem hér er um að ræða, er fundin upp af einum lim kjarnorkuráðsins í Ameríku, svo segja má, að góður sé að henni naut- urinn. Enn sem komið er, má telja það galla á vélinni, að hún gerir ekki annað en margfalda sjálfa sig og þar sem hún gerir ekki annað, er viðbúið, að markaðurinn verði fljót- lega yfirfullur, og ef þetta er eilífð- arvél, eins og sumir halda, getur hún beinlínis verið hættuleg, því að ef hún heldur áfram að margfalda sig í það óendanlega, verður að lok- um ekkert pláss í heiminum, hvorki fyrir menn né skepnur, að ekki sé talað um aðrar vélar. Þetta er því meira til gamans, og jafnvel það gaman getur farið af, eins og fyrr er sagt. Lifandi verksmiðja. Öllu hagnýtari væri þá að minnsta kosti „lifandi verksmiðjan", sem svo er kölluð. Hún hagar sér eins og jurtirnar að því leyti, að hún vinn- ur þau efni, sem hún þarfnast, úr jörðinni og auk þess úr hinum höf- uðskepnunum, lofti, vatni og eldi. Þessa vél er hægt að stilla upp á það að soga til sín viss efni, hverju sinni og svo fer framleiðslan auð- vitað eftir því, hvaða efni eru sog- uð. Líka má smíða sérhæfða verk- smiðju fyrir hverja einstaka grein, þannig getur ein framleitt eintómt viskí, önnur skrúfur, þriðja víra o. s. frv. Vitanlega verður viskíverk- smiðjan að vera staðsett í Skot- landi, til þess að koma ekki óorði á framleiðsluna. • Heimasjónvarp. Allir kannast við stálþráðinn, sem nú orðið má segja, að gangi eins og rauður þráður gegn um dag- legt líf manna. Því að það er ekki einungis ríkisútvarpið, sem notar hann, heldur hafa prívatpersónur einnig notað hann með miklum á- rangri, t. d. stillt hann á samtöl þau, er fram fara í saumaklúbbum, með- an húsmóðirin bregður sér út að snerpa undir katlinum. En þetta sem menn þekkja almennt núna, er smáræði móti því, sem koma skal. Nýi stálþráðurinn, sem þeir eru nú sem óðast að finna upp, tekur jafn- framt ljósmyndir — og það kvik- myndir — af þeim, sem talar. Þá geta konurnar ekki einungis heyrt það, sem vinkonurnar hafa sagt um þær á bak, heldur geta þær líka séð á þeim svipinn og kunnugir fullyrða, að það sé minnst tvöföld ánægja móts við að heyra bara talið. V asapr en tsmið ja. Það hefur lengi verið óskadraum- ur bóka- og blaðaútgefanda að geta haft prentsmiðjuna sína í vasan- um, og svo virðist nú loks sem nokkur drög hafa verið að því lögð, að óskadraumur þessi geti rætzt. Það er auðvitað hugvitsmaður vestan hafs, sem hefur fundið upp pretsmiðju, sem mundi komast fyr- ir í venjulegum skókassa nr. 42, engu að síður er hægt að setja og prenta á hana 2500 línur á mínútu — en ekki er þó getið um, hversu langar línur þessar eru. Leyndardómurinn liggur í því, að fyrirmyndin — þ. e. handrit og myndir — er gert segulmagnað, hinsvegar er engin venjuleg sverta notuð, heldur sér segulmagnið fyr- ir öllu saman, en pappírinn er hit- aður, og svo þegar hann er kældur aftur, kemur letrið fram. Ef mönn- um líkar ekki það, sem þeir lesa, hita þeir bara pappírinn upp aftur og hverfur þá letrið samstundis. Fyrir 200 krónur getið þér fengið síðustu sex árgang.a SPEGILSINS (1950— 1955). Sumir þessara árganga fást ekki einstakir. Utan Reykjavíkur þarf greiðsla að fylgja pöntun; þá eru blöðin send burðargjaldsfrítt. Pósthólf 594 — Reykjavík. Afgreiftsla SPEGlLSIISiS Ritstjóri: Páll Skúlason — Teiknari: Halldór Pétursson — Ritstjórn og afgreiðsla: Smára- götu 14, Reykjavík — Sími 2702 — Árgangur- inn er 12 blöð; um 220 bls., efni — Áskriftar- verð kr. 85.00 — erlendig kr. 95.00; greiðist fyrirfram — Áritun SPEGILLINN, Pósthólf 594, Reykjavík — Rlaðið er prentað í lsafoldar- prentsmiðiu h.f.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.