Spegillinn - 01.12.1956, Blaðsíða 6

Spegillinn - 01.12.1956, Blaðsíða 6
270 ÍDÆGURLAGAHÖFUNDAR hafa, eins og margir aðrir, orðið snortnir af frelsishreyfingum þeim, sem nú eru uppi á álfunni og velt Freymóði úr valda- stólnum, en það er sagt gert til þess, að hann sé ekki framvegis bæði keppandi og dómari, þegar samkeppni er liáð í fé- laginu. Má því vænta margra dægurlaga af hendi Freymóðs á næstunni og er vel farið. Jafnframt hefur lieyrzt, að Her- mann verði bráðum heiðursfélagi vegna fyrirtaks afkasta í dægurlagagerð, þ. e. bráðabirgðalaga. 1 HELLI EINUM langt austur í Tékkóslóvakíu hefur ný- skeð fundizt falsmyntaraverkstæði eitt, sem eftir framleiðslunni að dæma, er frá 15. öld. Herma fornar ritningar, að ein- mitt á þessum slóðum hafi á þeim tíma verið tveir fátækir bændur, sem urðu snögglega forríkir, og eru ættfræðingar nii önnum kafnir að finna afkomendur þeirra, svo að hægt sé að koma lögum yfir þá. Því má bæta við, svona rétt til gamans, að myntirnar, sem þarna fundust, voru mjög frumstæðar og vesældarlegar — einna líkastar núverandi íslenzkri krónu. MOLOTOFF sem undanfarið hefur látið lítið á sér bera, meðan þeir Búlganín og Krúséff hafa stundað vodkadrykkjuna með fulltrúum annarra þjóða, er nú kominn upp á yfir- borðið aftur og það sem yfirráðherra, en sá skal sjá um, að liinir ráðherrarnir svindli ekki á ráðherradómi sínum, held- ur fylgi fram ákvörðunum æðsta ráðsins og annarra öndvegismanna. Heyrzt liefur, að stjórnin hér ætli að fara að koma þess- ari skipun á, og langi Hanníbal ósköp til að verða yfirráðherra. 1 NOREGI hafa bændur komizt að þeirri niðurstöðu, með hjálp búfræðinga sinna, að búmanns- klukka dragi stórum úr nythæð kúa og heimta nú klukku þá afnumda með öllu. Þegar búmannsklukka var innleidd í Dan- mörk fyrir 40 árum, voru bændur þar í landi það hreinskilnari, að þeir sögðu eins og satt var, að þeir yrðu að fara nógu s ni mn sneinma á fætur til að gefa kúnum, og væri ekki við bætandi. 1 RITDÓMI um nýja bók Vilhjálms Finsens í Tíman- um fyrir nokkru segir, að höfundur liafi með bók þessari „goldið tarfalögin“. Oss finnst, að þegar lagabálkar eru nefndir op- inberlega, eigi að geta númers þeirra og ártals í löggjöf þjóðarinnar. Alltaf er þetta gert í útvarpinu, þegar jafn gamalþekkt fyrirbæri og skömmtunarseðlarnir er auglýst, og væri ríkissjóði þó vafalaust hollara að eiga fimmkallinn, sem orðið kostar í þeirri lesningu. 1 BÚLGARlU liandtók lögreglan fyrir nokkru menn, fyr- ir að tala um ástandið í Ungverjalandi í kaffiliúsi, en síðar var þeim sleppt, þó eftir að hafa útstaðið harðar áminningar fyrir þetta framferði sitt. Ekki hefði oss í fljótu bragði dottið í hug, að Búlgaría væri svona mikið menningarland. I öllum menningarlöndum eru kaffihúsapólitíkus- ar lands- og lýða plága, en þetta er í fyrsta sinn sem vér liöfum lieyrt um nokkra tilburði til að blaka við þeim. í ÁSTRALÍU skeði það um svipað leyti og Ólympíu- leikarnir hófust þar, að rússneskur kven- maður að nafni Nína týndist af skipi, sem lá í höfninni í Melbourne. Var 6amstundis safnað leitarliði og gekk fljótt, því að allir héldu, að þarna væri Hattá-Nína týnd og fýsti að sjá kvenmanninn. Loksins fannst Nína (sem var bara skipsjómfrú) og var berhausuð. Þóttust Ástralíumenn þá gabb- aðir og fóru að skrifa vinnureikninga fvrir þátttöku sína í leitinni. FR AMLEIÐSLUS J ÓÐ vantar 60 milljónir, lesum vér í blöðunum og það með, að stjómin okkar sé nú alveg í vasagati með að skaffa þetta fé. Hingað til hefur oss alveg sézt yfir þennan sjóð innan um alla hina, sem ríkið hefur stofn- að, síðustu árin (og allir eiga það sam- eiginlegt að vera skítblánkir), en nú sést, að þetta hlýtur að vera nokkuð merkileg- ur sjóður, úr því að hann vantar svona mikið. Ætti að nota þá fáu aura, sem í lionum kunna enn að vera, þrátt fyrir allt, til þess að framleiða seðla sem uppliæðinni svarar. ALÞtDUBLAÐIÐ er eitthvað kampakátt yfir því, að sigur- hátíð, sem kommarnir í MÍR liöfðu boðað til, 7. nóvember, og puntað með Laxnessi og fleiri glæsinúmerum, hafi farizt fyrir. Oss finnst blaðið ætti að geyma lilakk sitt, þar sem það getur varla nein bréf fyrir því liaft, að hátíðin hafi ekki farið fram í kyrrþei. BÍLAR GÖRINGS voru. fyrir nokkru seldir á uppboði, en eigi er getið um verð, enda trogin gömul, þótt ef til vill liafi þau verið með skot- gler í rúðum og fleiri öryggistæki. Meðal bíla þessara var einn, sem einhver vitlaus safnari keypti og reyndist við nánari at- hugun vera módel 1950. ÞJÓÐFÁNA SOVÉTTSINS var stolið skömrnu fyrir byltingarliátíðina 7. nóvember og er látið illa yfir þessu af öllum flokkum. Oss finnst nú frekar upp- sláttur fyrir Sovéttið, ef fáninn gerir svo mikla lukku, að menn stela honum heldur en eiga hann ekki. KRUSTSHOFF hinn gerzki hélt í síðastliðnum mánuði svo magnaðar ræður í vodkapartíum ráðstjórn- arinnar, að sendiherrar vesturveldanna, sem þarna voru staddir, höfðu ekki við að ganga út. Reyndu þó félagar Krúsa að þagga niður í honum ofsann, en fengu eigi rönd reisl við honum og vodkunni. Það síðarnefnda fengu áðurnefndir sendi- herrar lieldur ekki, því að jafnskjótt sem Krúsi hafði lokið máli sínu, flýttu þeir sér inn aftur og fengu sér einn í viðbót.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.