Spegillinn - 01.12.1956, Blaðsíða 19

Spegillinn - 01.12.1956, Blaðsíða 19
283 ^peqiííinn ekki fyrr en þau væru búin að koma í útlendum blöðum. Þvo hárið ? — Nei, þakka þér fyrir, ekki núna. — Það var gott. Ég þarf heldur að haska mér, til að komast niður í Listamannaklúbb. — Ertu nú orðinn meðlimur þar? Þá skal ég trúa þér fyrir því, hverjum það er að þakka, sem sé sjálfum mér. Ég lét það út úr mér um daginn, svo að Jón Leifs heyrði, að þú værir listamaður í þínu fagi og hann sagði, að þá vantaði einmitt rakara í klúbbinn. — Stendur heima. Jón var hér inni um daginn, en ekki bauð hann mér nú að verða meðlimur, þó að það hefði verið klóklegra og bill- egra fyrir þá, heldur er ég þar sem einskonar þjónustusamlegur andi og verð að mæta á hverjum fundi, hvað svo sem umræðuefnið er. — Og til hvers ? — Þú veizt, að þessir listamenn eru oft heldur óræktarlegir og ó- tútlegir í framan, svo að ég verð að vera þarna reiðubúinn til að snurf- usa þá, svo að þeir séneri ekki fínu gestina; þarna er alltaf eitthvað slangur af fínum gestum, svo sem í auglýsinga skyni fyrir stofnunina, og vitanlega dugar ekki að fæla þá burt; allra sízt ef þeir gætu nú spýtt einhverju x byssuna. — Þú hefur þá verið á Færey- ingadansinum ? — Ojá, heldur betur og það hef ég orðið hrifnastur af úthaldi, þeg- ar þeir syngja án þess að draga andann í klukkutíma samfleytt. Ég vona bara, að dægurlagasöngvar- arnir fari ekki að apa það eftir þeim. — Vel á minnst dægurlögin. Það virðist ætla að fara að draga til tíðinda hjá dægurlagahöfundum. — Já, hvað finnst þér. Ég var einmitt að lesa átakanlega grein um það í Mánudagsblaðinu. Það virðist helzt af henni, að Freymóð- ur gangi með smá-Stalín í magan- um. — Já, ég hef heyrt hina segja, að hann ætti heldur að heita Hof- móður, eins og hann hefur hagað sér undanfarið. Sérstaklega finnst mér þetta með „Akranesskóna" ganga nokkuð langt, ef hann hefur laumað þeim inn í keppnina eftir að búið var að fella þá frá. — Þetta er ekki meira en ein- ræðisherrar hafa gert á öllum tím- um. Og nú hafa þeir líka stór orð um að steypa honum af stalli. — Þeir mega nú stinga upp í sig bæði einum og tveimur áður en þeir gera það. Freymóður er búinn að koma sér svo vel fyrir í S. K. T., að þar verður engu um þokað. — Vitanlega er hann það. En ég hef heyrt, að þeir óánægðu ætli að stofna annað félag og bjóða hin- um til bardaga. — Ekki þó í Listamannaklúbbn- um? — Jú, einmitt, og þú skalt al- deilis bölva þér upp á, að það verður betri skemmtun en þegar málararnir og arkítektarnir voru að skemmta þar um daginn. En nú verð ég að fara að flýta mér. Tuttugu og tvær, takk. Þú varst heppinn að koma fyrir gengislækk- unina. LOKOMOTIV, hið ágæta knattspyrnulið, sem hér var á ferðinni í sumar, og burstaði landann eft- irminnilega, gerði nýlega félaginu DYNA- MO sömu skil, en hefur annars liingað til staðið langt að baki því félagi. Eru uppi getgátur um það, að Lókómótívið hafi lært hér einhver leynibrögð, sem liin- ir fengu ekki staðizt og megi nú búast við fjölda knattspyrnubeimsókna hingað á næstunni. -—o— - Ég er tilbúin, sagði konan við mann- inn sinn. — Ég hélt, að þú værir tilbúinn og biðir eftir mér. — Já, ég er alveg tilbúinn .... nema livað ég þyrfti lielzt að raka mig aftur. — Þú ættir að gifta þig. —- Já, ég hef einmitt verið að óska þess síðustu vikurnar, að ég ætti konu. Hún myndi sennilega eiga saumamaskínu, og þá mundi hún líka eiga olíu, og hana vant- aði mig einmitt á hurðina þá arna. Það ískrar í hjörunum á henni.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.