Spegillinn - 01.12.1956, Blaðsíða 18

Spegillinn - 01.12.1956, Blaðsíða 18
282 ^pecýiíli inn Rakarinn mínn sngði... — Velkominn, vinur og sjald- séðir hvítir hrafnar og eitthvað fleira í svipuðum dúr, þegar ég rakst inn til hans í öndverðum þessum mánuði, uppá jólaklipp- inguna til að gera. Ég bjóst nú varla við, að þú gæt- ir svo mikið sem litið við mér, auk heldur snoðað mig. Ertu ekki á kafi í Alþýðusambandsþinginu ? Eða öllu heldur að ná þér eftir krata- og kommaklippingarnar fyr- ir það ágæta þing. — Ha, ha! Rakarinn minn hló kuldahlátur, svo að ég fann kalt renna niður eftir bakinu á mér. Þeir hefðu ekki gert betur í Þjóð- leikhúsinu. — Nei,kall minn, ekk- ert Alþýðusambandsþing handa rakaranum þínum í ár og ekki tvö þau næstu. Og hefði ég ekki mætt þar, ásamt nokkrum vinum mín- um, hefðu árin orðið fjögur? Nei, svo er honum Hanníbal fyrir að þakka, að sá bisniss rann út í sand- inn í þetta sinn. — Hvað segirðu, maður? Eruð þið komnir uppá kant? Reyndar getur maður ekki svarið fyrir neitt á þessum óvissu tímum. ' — Það er alls ekkert persónu- legt við mig, sagði rakarinn minn, -r— kollegarnir fengu ekkert heldur. En Hanníbal var með á prjónun- um svo loðnar tillögur í Ungverja- landsmálinu, að hann vildi ekki rísíkera að þingheimur væri ný- klipptur ef þær ættu að ná fram að ganga, og skipaði svo öllum að mæta í öllu reifinu. — Og þú hefur auðvitað orðið fornemaður og strækað á þingið fyrir bragðið? — Ekki var það nú svo vel, að maður gæti það. Það er eins og stendur í stjórnarskránni, sem ekki er til: „Hver sem embætti hefur á hendi, hann gæti þess . . .“ Og eins og ég var að segja áðan, þá sætum við sennilega með Hanníbal & Co. í fjögur ár í stað- inn fyrir tvö, ef ég hefði ekki mætt. — Jæja, var dálítið fútt í tusk- unum? Hermann hefur auðvitað verið mættur? — Hermann? Nei, hann er nú formfastari en svo. Vitanlega lét hann alls ekki sjá sig þarna, úr því að hann var ekki kjörinn full- trúi, og þegar einhver fór að for- vitnast um, hversvegna, sagði hann, að þeir hefðu ekki haft svo mikið við að bjóða sér. — Já, það er eins og ég hef allt- af sagt, að enginn frýr honum vits. Svo þið hafið þá orðið að láta ykkur nægja Lúðvík sem full- trúa þeirra fínu? — Lúðvík? Nei, hann mætti vit- anlega heldur ekki, og það get ég vel skilið; hann hefur vitað sem var, að þeir myndu fara að spyrja hann eitthvað um umbæturnar í efnahagsmálunum, og þá er við- búið, að honum hefði getað orðið svarafátt. — En er það nú ekki hálf-grun- samlegt og jafnvel hættulegt fyrir mann í hans stöðu að gefa frat í þingið ? — O, nokkuð svo. Hann veit sem er, að ef núverandi flokks- bræður hans fara eitthvað að ybba sig, getur hann boðið sig fram við næstu kosningar sem íhald, og flogið inn. En annars var þetta al- veg óþarfi, því að hann gat sagt sem svo, að auðvitað væru úrræð- in tilbúin, en hann mætti bara ekki segja frá þeim strax og helzt ÞU GEMK í>V0 VE.L 0&5LÍTUR EkiKl FUNOl FYR£kí„ EG- HtF kOH(€> MEÐ TMÍÓGU UM \>f\£>)" ÍLiTlO „ ÞA VFR.Ðt;p HOMUM BARr- ALDRÉi lh Ofbeldi kommúnista á Alþingi. forseti Nebri deildar, kommúnistmn Ernar Olgeirsson, synjar OSafi Thors að taka til méls utan dagskrár.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.