Spegillinn - 01.12.1956, Blaðsíða 21

Spegillinn - 01.12.1956, Blaðsíða 21
^pecjiiíinn 285 Meiri menning Eystristjórnin er nú búin að vera að halda þing í stífa tvo almanaks- mánuði, og hafi landslýðurinn bú- izt við einhverju fútti, hefur hann orðið fyrir sárum vonbrigðum. Vafalaust hefur hann verið farinn að kurra við foringjana, og til þess að gefa fyrrverandi háttvirtum kjósendum einhverja úrlausn og koma af stað einhverjum svolitl- um hása, framdi Einar forseti það gerræði að slíta fundi áður en Ólaf- ur gat komið fram með tillöguna um að slíta honum. Þennan eina dag virtist ætla að færast svolítið líf í tuskurnar, en alla aðra daga hefur þingið verið eins og væng- skorin rjúpa, sem búið er að eitra fyrir refinn. Það má nærri geta, hvort það er ekki kvalræði fyrir unga og framgjarna þingmenn, sem þarna sitja í fyrsta sinn á ævinni, að taka þátt í svona dauðamóki. Því var það, að Æskulýðsfylking íhaldsins á þingi tók sig til einn slæman veðurdag — því að góðir veðurdag- ar fyrirfundust ekki í nóvember — og bar fram þingsályktunartillögu um stofnun óperu á Islandi. Það er gleðilegur vottur um æsku þess- ara þingmanna, að þeir skyldu ein- mitt stinga upp á einhverju sem gerir hávaða, og úr því að þeim datt ekki í hug loftvarnarflauta, því þá ekki að stinga upp á óperu, sem gengur henni næst að gæðum, þó að hún sé kannske ofurlítið dýrari. Maður skyldi nú ekki halda, að jafn viðamikið apparat og heil ópera yrði stofnuð með einni þings- ályktunartillögu, jafnvel þótt sam- þykkt yrði. Flestir myndu halda, að til þess þyrfti frumvarp og það stjórnarfrumvarp, sem færi gegn um sex umræður minnst. En nú sýnir það sig, að þingsályktunar- tillaga ein nægir, og er gleðilegt til að vita. Það hefur einmitt tafið framgang margra mála, að flytj- endur hafa haldið, að þau þyrftu að velkjast gegn um báðar deildir og vera orðin úrelt, að því ferða- lagi loknu. En þetta var nú útúr- dúr, eins og þið hafið kannske tek- ið eftir. Það framgengur af greinargerð, sem tillögunni fylgir, að tilgangur- inn er fyrst og fremst sá að ráða bót á atvinnuleysi hins ört fjölg- andi söngfólks í landinu. Þetta fólk hefur flest lært í útlöndum með ærnum tilkostnaði, kemur svo heim, fær kannske að reka upp eitt og eitt bops 17. júní eða á ein- hverri slíkri stórhátíð, en að öðru leyti verður það að leggja fyrir sig söngkennslu, sem má vera óþol- andi atvinnuvegur, nema helzt fyr- ir heyrnalausa menn. En skítt veri nú með meðferðina á veslings fólk- inu sjálfu. Það er þó aldrei nema lítill hópur. Hitt er verra og sann- kallaður þjóðarvoði, að þegar stundir líða fram koma nemend- urnir í brúkið og verða auðvitað allir að fara í söngkennslu, og svo koll af kolli. Það er til að stemma þessa á að ósi, sem tillagan er sam- in og flutt á Alþingi. Um framgang málsins mun lít- ill vandi að spá. Auðvitað eru kommarnir stútfullir af listrænu- áhuga, en hvort þeir samþykkja tillögu, sem kemur frá íhaldinu, er svo annað mál. En það eru framsóknarmennirnir, sem væntan- lega verða því hættulegastir. Þeir vcjru auðvitað boðnir á óperusýn- ingarnar, sem hér voru í fyrra og er haft fyrir satt, að þeim hafi ofboðið öskrin og glumrugangur- inn, og eftir einum er haft, að gott væri, að svona nokkuð væri ekki uppi í sveit, því að þar myndi hver belja beiða upp, ef hún heyrði svona djöflagang. Sem sagt, ennþá svífur þetta menningarmál í lausu lofti. Þó er vonandi, hver sem afdrif þess verða í þetta sinn, að það eigi eftir að komast í framkvæmd og geti orð- ið gott familíufyrirtæki, ef vel gengur.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.