Spegillinn - 01.12.1956, Blaðsíða 35

Spegillinn - 01.12.1956, Blaðsíða 35
S^pegiiíi mn 299 Við fórum inn og mér til mestu undr- unar borgaði hann bjórinn með kopar- skildingum, sem hann veiddi upp úr 5—6 vösum, með mikilli fyrirhöfn. — Fyrirgefðu, að ég tef þig, sagði liann, — en ég verð að komast í samt lag eftir að hafa verið eina mínútu með þessari penpíu, honum Jóa. Hugsa sér, að al- mennileg stelpa eins og hún Jonna frænka, skuli geta bundið trúss við svona reka- drumb. — Já, Jói er dálítið formfastur, varð ég að játa. — Formfastur, þó þó! Mannandskotinn er steingerður. Áriægður með sjálfan sig, þvær sér og rakar sig fimm sinnum á dag. Híerónýmus skellti í sig fimm sopum með ósegjanlegum viðbjóðssvip, og ég horfði á þá stingast niður hálsinn á honum. — Það er verst, sagði hann, — að Jonna er að passa uppá mig eins og stóra systir. Og þó gott að vissu leyti, því að ég er ómögulegur til allra húsverka. En ég er búinn að sjá gegn um Jóa. Og, guð minn góður, þegar þau eru gift. Þá skipar hann mér að ganga með harðan flibba og láta klippa mig reglulega. Úff! Eg yfirgaf veslings manntegundina, svo að hann gæti gefið sig á vald sorgarþönk- um sínum og gekk heim, hugsandi. Morguninn eftir hringdi ég í Jonnu og bauð henni til liádegisverðar. Hún hikaði. — Ég ætlaði iit í búðir . . . ætlaði að kaupa peysu handa honum Híerónýmusi frænda. •— Hann notar hana til að þurrka pensl- ana sína, sagði ég. — Það er betra að koma með mér. Hittu mig á horninu. Og það gerði hún, því að, sem betur fór, var Jói á einhverjum fundi. Jonna stxmdi, svo að boðaföll komu á kokteilinxx. — Hann Jói er svo leiðinlegur út af grey- inu honum Híerónýmusi, kvartaði liún. Þú skilur, að Jói hefur hvert smáatriði í öllu sínu lífi skipulagt. Hann skilur ekki, hvað það er að vera villtur og vinalaus í stórborg, og svo þegar ég skýzt til að hjálpa greyinu eitthvað ... — Reyndu að losa þig við Híerónýmus, sagði ég. — Hans manntegund verðxir ekki breytt með neinum ráðstöfxmum. En ráð- ið liggxir í augum uppi. Láttu hann giftast. — Hann er of ungur, svaraði Jonna hik- laust. — Vitleysa! Listamenn gifta sig í vögg- unni. Það fylgir þeirra fagi. — Hann á enga peninga. — Láttu þau éta veggfóðrið. — Og hann á enga stúlku, sagði Jonna og þóttist máta mig. Auðvitað var þetta bara fyrirsláttur, til þess að tefja framgang málsins. Þessar móðurlegu kvenpersónur vilja ekki missa af skjólstæðingxim sinum. — Mér dettur eitt í hug, sagði ég. — Þú þekktir fullt af þessum listaskepnum, þegar þú varst í skóla. Haltu nú veizlu og bjóddu þeim og svo Híerónýmusi, og fleygðu honum svo í faðminn á einhverri álíka ískyggilegri kvenpersónu. Ykkur kvenfólkinu verður aldrei skotaskuld úr svona smáræði. Ann- aðhvort gerirðu þetta, eða allt fer í hund og kött milli ykkar Jóa. — Þú ert elskulegur, sagði Jonna. — Ég geri þetta. Og liún gerði það. Auðvitað var Jói boðinn í veizluna og fór sárnauðxxgur. Ég fór líka -—- af for- vitni. Jonna bjó í smáíbúð með annarri stúlku og nú var þarna liver ferþumlungur þakinn af einkennilegasta fólki sem ég hef séð. Þarna voru alskeggjaðir náungar og að svitna, en þér vitið það ef til vill ekki, að svitalykt stafar af bakt- eríugróðri, sem dafnar og grær í svitanum og veldur hinni óþægilegu lykt. Sé 1313 sápan, sem inniheldur „G—11“ notuð að staðaldri, ræður hún niðurlögum um 90% þessara baktería. Með því að nota 1313 sápuna, sem er mild og góð handsápa, tryggið þér yðxxr ekki aðeins full- komið hreinlæti heldur og þá ör- yggiskennd sem hverri konu er nauðsynleg. ym/NS 1313 S/JP4N /NNWFIDUB »<311« G-ll-55

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.