Spegillinn - 01.12.1956, Qupperneq 29

Spegillinn - 01.12.1956, Qupperneq 29
Tiinburmenn. Flestir munu viðurkenna, að næst rukkurunum eru timburmenn einliverj- ir hvimleiðustu menn, sem lirjá með- bræður sína. Eigi mun liér gerð nein tilraun til að rekja sögu þeirra aftur til Adams og Evu, enda munu þau ekki liafa þekkt þá nema móralska. Nei, lítum lieldur fram í tímann, því að allt bendir til þess, að nú séu merki- legir lilutir að gerast á þessu sviði. Síðan Hippokrates fann upp penicil- línið, liafa fáar nýjungar á sviði læknis- fræðinnar vakið jafn gífurlega inikla eftirtekt og fregnir þær, er oss bárust fyrir nokkru frá Svíþjóð. Þar er til læknisfræðidósent einn? Gold- berg nefndur, sem líklega hefur ein- Og eftirtektar vert er það, að þær stjörnurnar, sem minnsta hafa sál- ina fá auðvitað hæsta reikningana frá sálfræðingnum sínum. Misskipt er veraldarláni. Þetta spakmæli datt mér í hug, þegar ég heyrði, að þær væru farn- ar að gildna allar samtímis, frú Gregory Peck (sú nýjasta), Mari- lyn Monró og Greis Kellí. Það er nú allt í lagi með frú Peck og Greis; þær eru báðar á döfinni, en hvað Marilín snertir, reyndist þetta vera magaþemba. Þó er þetta að því leyti merkilegt, að þetta er í fyrsta sinn sem kvikmyndastjarna fær magaþembu, sem gerð hefur verið að blaðamáli. hverntíma þegar hann var lítill orðið fyrir barðinu á þessari lmútasvipu mannkynsins, víst er um það, að undan- farin ár hefur liann lagt mikla stund á timburmenn og baráttuna gegn þeim. Og þá reis fyrst spurningin: Hvar eru timburmennirnir? Hér varð ógreitt um svör, því að skoðanakönnun um málið leiddi í ljós, að einn hafði þá í kverk- unum, annar í maganum, þriðji í lieil- anum, en sumir höfðu þá um sig alla °g hjá flestum voru þeir á ferð og flugi um líkamann og jafnvel sálina líka, eins og landafjandi. Það sýndi sig líka, að eina ráðið til að losna við þá, var að drekka sig fullan aftur og leggja sér með því til aðra timburmenn, sízt betri. Það sem fyrst lá því fyrir hjá Goldbergi þessum var að innikróa timburmenn- ina og komast að því hvert væri þeirra raunverulega heimkynni í mannslíkam- anum. Og þarna fór Goldbergur með sigur af hólmi, því að nú hefur liann sannað, að mennirnir hafa aðsetur sitt, lögheiinili og varnarþing í hlustunum. Þær verði fvrir áverka af sprúttinu, segir hann, og af því stafi mennirnir. Þessi væntanlegi velgjörðarmaður mannkynsins vonar þó, að uppgötvun sín sé ekki nema svo sem eins og byrj- un eða formáli að frekari aðgerðum. Þegar lu'iið sé að handsama sökudólg- inn, liggi næst fyrir að refsa honum á viðeigandi liátt, segir hann. Nú situr hann því með sveittan skallann og reynir meðöl við meininu og í því skyni 293 auglýsti liann eftir nokkrum rónum, til að gera tilraunir á. Fyllir hann þá að kvöldi og experímenterar svo með þá að morgni, og er sagt að hann hafi fengið tilboð um 50 sjálfboðaliða í þessu skvni, fyrir bvern einn, sem liann þarf að nota. Eins og nærri má geta, fylgir allur almenningur í Svíþjóð — og um flest önnur lönd, eftir að þetta er lesið — tilraununum með óskiptum áhuga og jafnvel eru getraunir og vteðmál um, hvaða læknisdómur verði notaður. Flestir geta upp á eyrnasprautum, sem svo verði bornar fram um leið og góð- gerðirnar í kokteilpartíum, svo að gest- irnir geti sprautað sig um leið og þeir kjaga burt og vaknað svo stálslegnir að morgni og farið í annað partí samdæg- urs. Getur þetta liaft geysilega þýðingu fyrir þá, sem snapa upp hvert kokteil- partí, sem guð gefur yfir. Þetta ineð sprauturnar og notkun þeirra er orðin svo útbreidd skoðun í Svíþjóð, að ein- stöku bjartsýnar fabríkur eru farnar að framleiða sprauturnar í stórum stíl og meira að segja hefur ein verksmiðjan búið til risasprautu, sem hún ætlar að gefa Krúséff ef hann kemur til Sví- þjóðar. Tekur hún hálfan annan pott. Flestir munu þó liafa mestan áliuga á málinu að því leyti sem það snýr að öllum almenningi og þar með alþjóðar beill, og engin furða, því að segja má, að takist það, verður þessi hvimleiði fylgikvilli siðmenningarinnar setttur á sinn stað í sögunni, við hliðina á liinum og þessum úreltum sjúkdómum. Hvað oss íslendinga snertir, er svo hitt annað mál, að þetta myndi liafa í för með sér ýmislegt, sem telja má miður æskilegt. Setjum svo, að splæs- ingar að morgni dags liverfi algjörlega úr sögunni, þýðir það allverulega tekju- rýrnun fyrir Ríkið, sem heldur uppi ríkinu. Getur þá Eysteinn orðið neydd- ur til að stofna enn eina nýja mynt, Splæsingagjald, á mannskapinn, í við- bót við öll hin einkar vinsælu gjöld, sem fyrir eru. Er viðbúið, að þetta geti orðið óvinsælt lijá gútemplurum og öðrmn þeim, sefh þykjast aldrei verða timbraðir.

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.