Spegillinn - 01.12.1956, Blaðsíða 33

Spegillinn - 01.12.1956, Blaðsíða 33
297 ^ioeqiíiinn — Má ég kynna þig honum Hieróným- usi? sagði Jói. Einhver tók læpulega í hendina á mér, og sleppti lienni síðan kæruleysislega, og ég sá unglingsmann með langa liöku, eitt- hvað tuttugu ára gamlan — tuttugu hall- æra, fannst mér. — Gleður mig, sagði ég og bað um leið guð að fvrirgefa mér svona stórlýgi. — A-a, og hvernig líður yður, sagði unglingurinn. — En þér skuluð ekki segja mér það; mér finnst svo átakanlegt að heyra, hvernig fólki líður, eða finnst yð- ur það ekki líka? Ég glápti orðlaus á þetta eintak af mann- kyninu. Hann var í einhverskonar grænleitum jakka lir einhverju strigakenndu efni, skellóttum buxum, uppbrotslausum, peysu, áður hvítri, sem hafði verið stoppuð með fírtommunagla, eða einhverju þvíumlíku, sprungnum ilskóm og svo var liann með alskegg. Kannske hefur liann safnað því í fjallaferð, hátt uppi, þar sem smádreg- ur úr gróðri eftir því sem ofar dregur, svo að hann verður loks að mosa. —- Hvað má bjóða yður? spurði ég. Það sýndi sig, að þessi utanjarðneska vera vildi fá ölkollu, rétt eins og venju- legur jarðarbúi. Ég borgaði. Og svo gaf Jói annan umgang. Og svo stóð Híeró- nýmus upp — eftir að liafa drukkið úr kollunum eins og maður, en það var nú reyndar það eina, sem hann minnti á mannlega veru — og hvarf út í myrkrið. Þögn. — Þessi nýi vinur þinn gleymdi að gefa sinn umgang, sagði ég. — Hann er enginn vinur minn, sagði Jói stuttaralega, — og hann á engan aur. — Hvers vegna á liann það ekki? — Vegna þess, að hann er listnemi. önnur þögn. Samtalið í þessum klúbb okkar er stundum dálítið dauflegt. Loks sagði ég; — Ef hann er ekki vinur þinn, livers vegna varstu þá að kynna mér hann? — Vegna þess, að annars hefði ég orð- ið að gefa dónanum tvær kollur. ' Þetta virtist fullnægjandi skýring, og ég var enn að hugsa nánar um hana, þegar gremja Jóa loksins sprengdi af sér flóð- gáttir sínar og hann hvæsti: — Elsku Hí- erónýmus!! Ég vildi helzt rífa úr honum lifrina og láta hann éta hana soðna! —- Hún er betri steikt, sagði ég. En mein- ingin er góð hjá þér engu að síður. Segðu mér meira. — Já, það skal ég gera, sagði Jói. — Þú veizt vitanlega, að ég lief undanfarið stöð- ugt verið að spássera með indælis stúlku, sem heitir Jonna? Ég vissi þetta og eins hitt, að Jonna var allra geðugasta stúlka. Þó er það nokkuð smátt orð. Það eru til geðugar stúlkur, sem eru eins og gasstöðin í laginu og aðrar, sem eyða öllum frítíma sínum í að prjóna háleista fyrir gamlar frænkur sínar. En Jonna var af livorugu taginu. Hiin var bæði falleg og fjörug og góð stúlka, að minnsta kosti allt of góð handa Jóa. Hann er livorki né verður annað eða meira en stundvís skrifstofublók, sem leggur sjálf- an sig til hliðar klukkan fimm á hverjum degi. — Þessi ókind, liann Híerónýmus, sagði Jói, — er frændi hennar Jonnu. Hann liefur lært — ef lærdóm skyldi kalla -— í einhverjum ómerkilegum handíðaskóla, og er nú kominn til höfuðhorgarinnar til að vinna sér frægð og frama og nafn. Já, ekki þar fyrir, ég gæti fundið mörg nöfn á hann! Hann sefur á gasapparati í ein- liverju þakherbergi. Mér fannst ég skilja, hvernig allt var í pottinn búið. — Sérhver fjölskylda í land- inu á svona listrænufrænda, Jói sæll, sem er látinn vera öðrum fjölskylduhneykslum til skemmtunar. En þú ætlar nú annars að giftast Jonnu en ekki Híerónýmusi, ef út í það er farið. — Ég efast um það, livæsti Jói. — Auð- vitað er Jonna indælis stiilka. En sagði ég þér, að hún er stútfull af skyldurækni? Þegar þessi moldaræta, hann Híerónýmus, kom til borgarinnar, fékk hún bréf frá fólkinu hans, þar sem hún var grátbeðin að sjá um, að liann fengi einstöku sinn- um að éta og þvæi sér öðru hverju. Og livað skeður svo? Á mánudagskvöldum stoppar hún í sokkana lians. Á þriðjudög- um tekur lnin til í kompunni lians og fleygir tómu flöskunum. Á miðvikudögum gefur hún honum að éta ... og ég sé liana aldrei. — Þú gætir boðið þeim báðum út. — Ég? Ætti ég að láta sjá mig á stöð- um eins og „öldnu Rækjunni“ og öðrum slíkum, með náunga, sem mokar í sig súp- unni með linífnum, til þess að sýna, hvað hann sé frjáls og óliáður? — Það virðist sem Jonna geti þolað hann. Jói leit á mig harmþrungnum augum. — Ef þetta væri ekki nema svo sem um mánaðar tíma, skyldi ég ekkert segja. En drengpíslin getur orðið hér að flækjast ár- um saman. Þegar við Jonna erum gift, verðum við að bjóða honum á heimili okk- ar, sem bæði verður rúmgott og fínt. Og þar hittir hann vini okkar, og þú skilur hvað það getur þýtt fyrir mann í minni stöðu .. . Ég afsakaði mig og bauð Jóa góða nótt. Ég fékk velgju af að heyra hann tala um fína heimilið væntanlega, þeirra Jonnu, og uppstífuðu vinina! Svei mér ef fyrir- bæri eins og Híerónýmus gátu ekki eftir allt saman, átt nokkurn rétt á sér! Og ég rakst á hann sjálfan, þrem mín- útum seinna skammt frá „Rauða Ljón- inu“. Hann var að stara yfir auðan blett, yfir að gasstöðinni, í tunglskininu. — Ætlarðu að mála þetta? skríkti ég. — Gæti liugsast, sagði hann. En þá þyrfti ég bara að fá hérna flýgil forsviðs með saltaðan þorsk á nótnaborðinu, skil- urðu? — Það segir sig sjálft, sagði ég, og ætl- aði að halda áfram, þegar Híerónýmus greip í liandlegginn á mér. — Inn hérna, sagði hánn, — fá bjór.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.