Spegillinn - 01.12.1956, Blaðsíða 42

Spegillinn - 01.12.1956, Blaðsíða 42
306 S, rer inn — Aumingja skinnið hann Halli hefur átt svo erfitt uppdráttar og aldrei haft af ást að segja, allra sízt í stórstraumum, eins og hjá Fínu Felsenborg. Þetta er alveg nýtt fyrir hann .. . Þegar liún var farin sagði Kobbi: — Það vantaði ekki, að við sæjum gildruna, Ljót- ur, en hún var bara helmingi magnaðri en okkur hafði dottið í hug. Auðvitað von- ar Gunnsa, að Halli taki hana í sína sterku arraa, þegar hann er búinn með skrudduna, og það er vitanlega allt í lagi hvað okkur snertir, ef við bara fáum okk- ar hluta af ábatanum. Daglega heimsóttum við Halla og reynd- um að reka á eftir honum. Og það var ekki eins og hann vildi vera seinn að lesa. Þarna stóðu glyrnurnar út úr hausnum á honum og varirnar gengu í sífellu, um leið og fingurinn færðist eftir línunni. — O, það er alveg ógurlegt, hvað þessi spillta kona getur gert til þess að draga saklausu sti'ilkxma niður í svaðið . . . Tíunda morguninn tjáði húsmóðir Halla okkur, að hann hefði farið með lestinni til Vatnsleýsu. Við urðum vitanlega ösku- VÍSITÖLUBRÉF ERU TRYGGASTA EIGN B-flokkur 2 SEM VÖL ER Á. er með grunnvísitöluimi 180 Kaupið vásitölubréf Nú er til sölu annar flokkur vísitölubréfa Landsbanka íslands. Eru bréfin skattfrjáls og ríkistryggð. Vísitölubréfin eru í tveimur stærðum, tíu þúsund kr. og eitt þúsund kr. Þau bera 5 Vz% vexti og verða dregin út á 15 árum og greidd með fullri Vísitöluuppbót. Bréfin eru til sölu í öllum bönkum og sparisjóðum í Reykjavík svo og hjá öllum verðbréfasölum. Utan Reykjavíkur verða bréfin til sölu í útibúum Landsbankans og helztu bankaútibúum og sparisjóðum annars staðar. tahífábahki ýMahfó vondir, slógum okkur aura fyrir farmiða og eltum hann. Það var sýnilegt, að hann ætlaði að sitja einn að krásinni. En þar skjátlaðist okkur bara. Við komum að hús- inu og heyrðum mannamál út um garð- gluggann. Við læddumst undir húsvegginn og gátum séð og lieyrt það, sem fram fór. Inni í stofunni stóð hávaxin og fyrirmann- leg kona og frammi fyrir henni Halli . . . á fína gólfteppinu, íklæddur beztu görm- unum sínum og með hárið gljákembt. Und- ir liandleggnum á honum var böggull, sem við könnuðumst við í sjón. — Hún hefur sýnt mér fram á villu míns vegar, frú . . . fröken . . . Hún hefur gjörbreytt lífsskoðun minni . . . Nú sé ég, að það er ástin, sem heldur heiminum í gangi og glæpirnir, sem rugla rás hlut- anna. En . . . segið þér mér aðeins, hvað gerist í seinasta kapítulanum . . . Við Kobbi löbbuðum í burt eins og vankaðar kindur. Þessir viðburðir skeðu fyrir nákvæmlega einu ári, en svo var það í kvöld, að Kobbi segir við mig: — Þú verður að hafa mig afsakaðan í kvöld, Ljótur, en ég þarf að fara á stefnumót. Ég ætla að bjóða henni Gunnsu veslingnum xit. Aumingja stelpan, þetta var voðaleg ákoma fyrir hana. Halli Hnefaréttur er orðinn frelsaður og í þann veginn að ganga að eiga ungfrú Fínu Fels- enborg. Ég þarf að reyna að hugga Gunnsu veslinginn . . . Ég sagði ekki neitt. Gaf honum rétt einn á trantinn, svo að hann leið út af, og lokaði hann svo inni í kompunni hans. Ég vissi hvað klukkan sló. Og ég veit líka, að ástarsögurnar ganga eftir föstiun regl- um. Piltur hittir stúlku. Piltur losnar við stúlku. Og allir eru ánægðir um alla fram- tíð.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.