Spegillinn - 01.12.1956, Blaðsíða 24

Spegillinn - 01.12.1956, Blaðsíða 24
288 ^peaiiíinn Sæl og blessuð, vinkona! Eg ætla nú að byrja á því á meðan ég man, að óska þér gleði- legra jóla og góðs nýárs, og þakka fyrir allt gott á gömlu árunum; nú get ég sko ekki skrifað þér fyrr en einhvern tímann eftir ára- mót. Jæja, héðan er allt sæmilegt að frétta, mamma er sæmilega hress og pabbi vel frískur og belj- urnar eru í ágætri nyt, en kindur höfum við sko engar núna. Pabba finnst nú ansi tómlegt að hafa ekki kindurnar, og svo finnst hon- um ekkert vera að gera, þótt hann hirði þessar þrjár mjólkandi belj- ur og tvo kálfa; síðan Gvendur fór á sjóinn. (Hann fór nú reyndar víst ekki á sjóinn, heldur bara til sjós, eins og sagt er). Svo datt pabba í hug um daginn að nú væri rétt að nota tímann til að taka bílpróf, það væri ómögulegt að keyra jeppa skrattann próflaus alla sína tíð, þótt það væri nú bara landbúnaðarjeppi, og rússneskur í þokkabót. Annars er pabbi ekkert nálægt því eins vondur út í Rúss- ann og þeir í ísafold; hann talar helzt ekkert um heimsmálin núna, að minnsta kosti ekki svo mamma heyri til. Jæja, það var þetta með bílpróf. Pabbi var lengi að velta því fyrir sér, hvort hann ætti held- ur að fara til Reykjavíkur eða bara Sauðárkróks, til að taka próf- ið; ég mælti eindregið með Reykja- vík, en mamma studdi Sauðárkrók. Loks varð úr, að pabbi ákvað að fara til Sauðárkróks og taka bíl- prófið þar. — Heldurðu, að þú kunnir nú nógu mikið, til að ná prófinu? spurði ég. — 0, ætli ég slampist ekki á það, ég er nú bú- inn að keyra talsvert svosum, þótt það hafi kanski ekki alltaf verið eftir kúnstarinnar reglum, sagði pabbi. Samt fékk hann nú strák- inn Hermannsbóndans til að segja sér dálítið til og kenna sér að tví- kúpla, áður en hann fór. Eftir að pabbi var farinn, sagði strákurinn mér, að hann væri viss um, að kallinn félli á prófinu, og kallinn var auðvitað pabbi; hann kynni sko bara ekkert í umferðareglun- um og vildi miða allt við hægri hendina, en ekki þá vinstri, og svo þekkti hann alls ekki neitt inn á vélina. Jæja, svo kom nú pabbi til Sauðárkróks og fór að tala við þá. — Ertu búinn að útvega þér vott- orðin ? spurðu þeir. — Ha, vott- orð? Og, upp á hvern fjandann? spurði pabbi. — Þú þarft að fá hegningarvottorð, sjónvottorð og fæðingarvottorð, það ætti að duga. — Það er mikið, að ég þarf ekki bæði trúlofunar- og giftingarvott- orð líka, sagði pabbi; — ég hélt að fullorðinn maður þyrfti nú ekki vottorð upp á, að hann væri fædd- ur, nú og hegningarvottorðið; ja, ég hef aldrei tekið út neina hegn- ingu. — Það gerir ekkert til, þú þarft bara að fá vottorð upp á það, sögðu mennirnir. Svo fékk nú pabbi þessi vottorð og fór í prófið. Honum gekk sæmilega í keyrsl- 1(þAf) NAUMAST JA, þElR. ERD Aí> SvíNAjAE> ftRENNlNMVl© ít ÓW'KH Os í austur-„ríki“ meðan efri hæð hússins logaði.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.