Spegillinn - 01.12.1956, Blaðsíða 13

Spegillinn - 01.12.1956, Blaðsíða 13
'peqillinn 277 sinni og svo fénu, svo mikil var gæfa Ey- steins. Lauslæti mikið og þó vaxandi með sauð- fé í Eyjafirði norður. Hafði slíks áður gætt og þó lítillega, en nú brá svo við, að ær létu fallerast og báru um jól. Birtu aviser fregn þessa að vonum og bættu því við, að ærnar hefði borið lömbum. Vóru þess- ar nýjungar í ræktun sauðpenings þakk- aðar Framsóknarflokknum. Innbrot með meira móti á árinu. Fund- ust ei utan fáir innbrotsmanna, flestir um- komulitlir og vóru samstundis réttaðir. Göfugur maður úr Nóregi, Jón nefndur frá Súlu, liersir og lénsmaður úr Veradal kemur til landsins og kveður dyra að Bessastöðum. Hittir forseta og kveðst liafa meðferðis gjöf eina litla, ef forseti vildi eigi aldeilis forsmá. Var þetta trédrumb- ur mikill og myndverk nokkurt á, skyldi fyrirstilla einvíg þeirra Gunnlaugs Orms- tungu og Skáld-Hrafns, er Jón kvað liafa barizt, sem frægt er orðið að kvíabóli sínu þar lieima í Veradal. Treystist enginn þessu að mótmæla, flutti forseti Jón og svo tréverkið upp til Borgarfjarðar og kvað maklegast, að sýslungar Gunnlaugs heitins hefði ánægjuna af þessu minnis- merki. Var hún hengd þar í skóla einn og notuð til að liræða með börn þau er óspök vóru. Velrýndur maður, Finnur nefndur, lagði í leiðangur á Hofsjökul þeirra erinda að rannsaka lífsliætti lieiðargásarinnar, en þeir böfðu þangað til þótt dularfullir í meira lagi. Hafði sér til fulltingis stríðs- menn erlenda; létu þeir sér fátt um finn- ast og kváðu óþarft að hlaupa á liáfjöll slíkra erinda. Sat mosaþing á rökstólum að vanda. Kom þar í ljós, að tekjur þingflokksins liöfðu á afliðnu ári numið cc þúsundum króna kúrant. Spurðist einn sveitamaður forvitinn fyrir um það, livaðan flokknum kæmi svo mikið fé, og varð fátt um svör af hálfu forustumanna. Efnt í sjálfum höfuðstaðnum til svo- nefndrar Bindindis- og Áfengismálasýn- ingar. Hugðu landsmenn þeir, er rónar vóru nefndir, gott til glóðar og böfðu uppi ráðagerðir stórar að tæma öll botél, er þarna yrði saman komin, sér til hress- ingar en Áfengisvarnarnefnd til stríðs og ama, og í blóra við erkiféndur þeirra gúttapela. En er til skyldi taka, vóru botél þessi full með vatn, flest litað en fæst með kjarnabragði. Fengu rónar forðað sér á skiþulegum flótta og liöfðu orð stór um að sækja nefndina að lögum, er tíma þeirra var þannig eytt til ónytju einnar. Merk stofnun, er sig nefndi Samvinnu- tryggingar og liafði þann tilgang einan að greiða mönnum fé fyrir hverskyns slys og háskasemdir, fíraði sitt x ára jubileum á þessu ári og útgaf af því tilefni á þrykk eigin æruminningu, hafandi inni að balda lofgerð mikla um stofnimina en þó eigi um of. Tók hún af sama tilefni upp nýja og áður ókennda starfsgrein, er nefnd var snæflóðatryggingar, og vóru verðlaun útsett til lianda hverjum þeim, er sig þann- ig tryggði og eigi varð fyrir snæflóði í v ár samfleytt. Kom mörgum fátækum að liði og var þá tilgangi þessa uppátækis náð. Síldveiði lítil og þó meiri en undan- gengin xi ár, vóru nú við liafðar marg- víslegar vígvélar áður ókenndar og dugði nokkuð. Urðu bankar landsins svo fegnir, að þeir lánuðu útgerðinni xi milliones kúrant, og hlutu maklegar vinsældir með þjóðinni fyrir þetta örlæti sitt. Utanför Ólafs Þórsar og Kristins utan- velturáðgjafa bans á vit Koðráns þess, er þá þótti maður göfugastur í Germania vestanverðri. Sátu stórdrykkjur og annan mannfagnað at Koðráns; var Ólafur drjúg- ur er lieim kom og kvað böfðingja liafa dregizt á það við sig að veita Islendingum lán nokkur, en þeirra eymd og volæði var þá kunnugt orðið víða um beim. Síðar féll Ólafur úr sögunni og með honum láns- vonin, en þjóðhöggvingar þeir, er völdin tóku af lionum, sem enn mun frá sagt, kváðu það eigi saka, er þeir ætti í vænd- um rúblur gerzkar, er nú væri beztar Bandariska blaðið Herald Tribune skýrir frá þvi að Bcnedlkt Gröndal, elnn af full trúum tslands á þlngmanna- fundi NATO-landauna hafi flutt ræðu um dvöl bandaríska vamariiðsins á tsiandi. Benedikt sagöi i ræöu sinni. -að sambúðin miþi íslendinga og vamarliðsins væri ,,ágaet‘‘.i Taldi hann að i samningavið- ræðum þeim sem nú fóru fram um endurskoðun vamarsamn- ingsins myndi fást lausn, sem allir yrðu ánægðir með.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.