Spegillinn - 01.12.1956, Blaðsíða 5

Spegillinn - 01.12.1956, Blaðsíða 5
12. TÖLUBLAÐ DESEMBER 1956 31. ÁRGANGUR FRAMLEIÐSLURÁÐ landbúnaðarins tilkynnti fyrir nokkru, að verð á sviðum niætti liækka lítið eitt og þótti mörgúin sviðaætum súrt í broti og höfðu orð á því, að lítið gerðist nú gagn- ið af verðbindingu stjórnarinnar. Vér höf- um frétt hjá ráðinu, að þetta sé vegna þess, að nú eru sviðin fryst, en við það verða þau verri til átu og liljóta þá að liækka í verði, sainkvæmt alþekktum ís- lenzkum verzlunarvenjum. Hins vegar er fordæmið dálítið hættulegt, svo að nú þarf enginn að verða hissa þótt verð hækki hráðlega á fleiri sviðum. FÆREYINGABÚÐ á nú að fara að rísa í höfuðstaðnum, á horni Frakkastígs og Skúlagötu, á grunni hinna alþekktu sviðaskúra, sem um langan aldur hafa sett svip á bæinn og munu nú setja svip sinn á úthverfin, utan þeir, sem þegar er lniið að brjóta í eldinn. Eigi Iiefur oss tekizt að fregna livort þarna eigi að selja Færeyinga eða selja Færeyingum vörúr, sé það síðarnefnda í bígerð, finn- um vér ástæðu til að votta Ellingsen sam- úð vora. 1 DÖLUM VESTUR hafa menn sem kunnugt er, orðið livað allra mest fyrir barðinti á mæðiveikinni, og mátt horfa upp á hvern niðurskurð- inn á fætur öðrum. Hefur af þessu tilefni komið fram þingsályktunartillaga um aukna atvinnu í sýslunni, og er þar einna helzt hallazt að leiriðnaði, en þarna eru leirnámur miklar, sem þegar hafa verið gerðir úr ýmsir gripir, og þeir góðir, að minnsta kosti hvað efnið snertir. Er trú- legt, að tillaga þessi nái fram að ganga og er þá næst fyrir að finna eitthvert Dalaskáld til að standa fyrir iðnaðinum. SIR ANTHONY EDEN lagðist í ofþreytu í sl. mánuði og tók þá einn andstæðinga hans í þinginu orðið og lauk máli sínu með því að biðja vara- mann hans skila kveðju til forsætisráð- herrans, með ósk um skjótau bata. Þegar farið var að skamma þenna háttvirta þingmann fyrir þessa bölvaða liræsni, svar- aði hann bara, að auðvitað vildi hann fá Sir Anthony sem fyrst á fætur aftur, til þess að geta haldið áfram að skamma liann. v STJÓRN CEYLONS liefur nú, að sögn áfengisvarnarnefndar — sem virðist vera útsmogin hjá öllum rík- isstjórnuin um allan lieim — skipað ráð- herrum sínum að steinhætta að veita pálmatoddý og aðra görótta drykki í veizl- um þeim, er þeir efna til. Tókst þetta með þeim ágætum, að síðan mætir enginn í veizlum þessum. Sumir telja |)ó að þetta sé hara gert til þess að taka mesta stuðið af aunarri ráðstöfun, sem meiru varðar, en hún er sú, að jafnframt hefur verið híinnað að liafa nokkrar vínveitingar þar sem þingmenn eru einhvers staðar nærri. Virðast Jiingmenn vera liver öðrum líkir, hvar í heimi sem er. I ÞJÓÐLEIKHÚSINU varð það slys á einni sýningu á Tehúsi Ágústmánans, að vehiefnt tehús hrundi til grunna, þar eð timburmenn hússins höfðu vanmetið dramatiska þróttinn lijá leikendum og notað spírur í grindina, þar sem þeir hefðu betur notað júfertur. Þess skal getið, að vér höfum þegar verið beðn- ir velvirðingar á þessu, og er ekki nema sjálfsagt að verða við þeirri beiðni, og það því fremur sem slysið skeði rétt undir leikslok, svo að ekkert te fór niður. RlKISST J ÓRNIN hefur orðið fyrir liinu og þessu aðkasti, sitt stutta æviskeið, og þá auðvitað helzt af hendi hinnar hörðu stjórnarandstöðu, en í seinni tíð bregður svo við að fleiri taka þátt í þessu, svo sem Áki, sem geng- ur fyrir skjöldu fram og lieimtar, að kommarnir fari þegar úr stjórninni og hótar reiði sinni ella. Þjóðviljinn tekur þetta illa upp að vonum og segir, að Áki sé genginn í lið með ílialdinu og geti feng- ið hjá því kjördæmi livenær sem hann vilji. Já, kommar sælir, þið ættuð ekki að sleppa ykkar mönnum til kratanna, þá eru þeir orðuir svartasta íhald, áður en þið getið litið við. TÍMINN er eitthvað argur lit í Bjarna Ben. fyrir önugheit hans við andstæðingana, og færir sem dæmi, að Bjarni liafi í ræðu líkt Hallíbali við „rófuna á Ijótu dýri“. Oss finnst ekki nema sjálfsagt, að bændablaðið taki svari dýranna, og sérstaklega finnst oss þetta drengilegt, þegar dýrið er þar á ofan Ijótt.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.