Spegillinn - 01.12.1956, Blaðsíða 22

Spegillinn - 01.12.1956, Blaðsíða 22
286 ^pecjilli mn Háskaleg prentvilla Mér blöskrar hve mikinn usla prentvillur geta gert og bví miður tókst einni skaðlegri að laumast inn í ritgerð mína um Hinn Gró- andi Kraft í síðasta hefti Spegils- ins og hafa þar hausavíxl á því, sem sízt skyldi. Valtýr sagði ekki og hefur víst aldrei dottið í hug að segja, að Guðmundur væri gró- andi kraftur, heldur var það Guð- munda, enda er hún abstrakt og verður umsögnin þá skiljanleg. Að vísu er erfitt að neita því, að Guð- mundur sé kraftur og hefur nú verið listamaður í 40 ár, svosem lesa mátti í Vísi og skapað mörg listmenningarverðmæti og eru þau máske bezt, sem hann hefur enn ekki fengið pöntun uppá, því þegar hann ætlaði að skreyta háskólalóð- ina ætluðu ónáttúrupostularnir að verða vitlausir og því var honum ekki leyft það. Svona er ónáttúran alltaf söm við sig og enn er lóð þessi óskreytt fyrir bragðið. Svo vil ég um leið nota tækifærið og andmæla Þorsteini í Stefni (tíma- riti um menningarmál) varðandi mynd Guðmundar nr. 7, að hún sé alls ótæk fyrir ofan miðju. Mér finnst jafn gróandi kraftur fyrir ofan miðju sem neðan, þótt með öðrum hætti sé og hvaða listræn rök hníga að því, að hornin skuli ganga alla leið út í jaðra? „Komp- ositionin situr á myndfletinum" segir Valtýr og undanskilur ekki nr. 7 og ég tek undir það, svo ekki þarf framar vitnanna við. Þá finnst mér dálítið óviðeigandi af Þorsteini að segja, að Valtýr sjálfur beiti happa- og glappaaðferð í listsköp- un sinni. Ég hef nú aldrei komið auga á annað en happaaðferðina. Þetta er allt gróandi kraftur, Þor- steinn minn, og við skulum ekki reka hornin í jaðrana á honum. Tónatöfrar Mikil eru tíðindin og gleðileg úr músikheiminúm um þessar mund- ir. Sinfónían setur „nýjan og meiri svip“ á bæjarlífið og þá er ekki minna um vert, að hún er tekin að ferðast til að setja einnig nýjan og meiri svip á dreyfbýlislífið. Þá gefa söngvarar vorir ekki sitt eftir, eins og bezt heyrist í hinni ágætu óperu II Trovatore, en þar voru sumir „sem endurfæddir í list sinni“, en aðrir „betri en þeir hafa áður verið beztir“. Haldi svo áfram sem horfir má mikilla afreka af þeim vænta, enda eru nú uppi sterkar raddir um það, að stofna fasta óperu og óperuskóla, þar sem kennt verður að syngja í óperu. AJþýðuíiokfc' Ur'.nn fangi í sínu eigin húsi, tangi Hermanns Jónassonar og stjórna rsamvinnunnar, ITlÞYDÚT i 0 KV< vKÍN^y

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.