Spegillinn - 01.12.1956, Side 39

Spegillinn - 01.12.1956, Side 39
303 ^pecýilli inn Hann Kobbi gamli, kunningi minn, hef- ur alltaf verið slæmur með að koma með hinar og þessar djúpviturlegar athuga- semdir, sem fá meðalmenn til að hnykla brýnnar og einu sinni sló liann fram spak- mæli eftir góðskáldið Chopin, þess efnis, að þau brögðin, sem eru vandlegast út- hugsuð og undirbúin, fari oftast livað mest í hundana. Það er mér ánægja að geta sannað þetta spakmæli. Og engin brögð fara meir í liundana en þau, sem heimskir karlmenn hugsa út, og standa í sambandi við töfra konunnar. Reyndar má vera, að fyrirætlanir kven- fólks á þessu sama sviði fari engu betur, en það verður hver einstakur lesandi að gera upp við sjálfan sig, þegar liann lief- ur lesið það, sem hér fer á eftir. Eitt kalt októberkvöld sátum við nokkr- ir inni lijá Jóa, allt saman fastagestir, ef svo mætti kalla, og hver dundaði við sitt. Halli Hnefaréttur lá lirjótandi fram á borðið. Ivobbi var að lesa neðanmálssög- una í einhverju blaði. Og ég var — af til- viljun — að skrifa eina söguna mína á brauðpappír, sem Jói lætur alltaf liggja þarna, til hagræðis þeim gestum sínum, er kynnu að vera bókmenntalega hneigðir. — Hvað færðu fyrir þessar kjaftasögur þínar, Ljótur? spurði ICobbi allt í einu. — Fimmkall og brauðsneið og bjórglas, vinur. — Það er ekki nóg. — Þú verður að atliuga, að atvinnu- skrifarinn, sem kaupir þær af mér, verður sjálfur að leggja til réttritunina og stílinn og auk þess glás af punktum og kommum, áður en sagan er hjóðandi vandfýsnum les- endum. — Já, og svo þegar liann er búinn að þessu, spókar hann sig í glansandi Kádil- ják. Þú ættir að verða þér úti um ein- hverja menntun, Ljótur. Þá geturðu orðið þér úti urn öll lífsins þægindi eins og liún þarna kelling, hún Fína Felsenborg, sein fær fimmtíu þúsund kall fyrir eina fram- lialdssögu. — Hver er liún? Kobbi drap fingurgómi á slúðurdálkinn í blaðinu, sem hann liafði verið að lesa. — Það er hún, sem sýður saman ástar- vellu fyrir þurfandi jómfrúr, bætti Kobbi við, spekingslega. — Því ef þær ná sér ekki í mann, verða þær lioppandi spinnvitlaus- ar, og nái þær í liann, verða þær fyrir vonbrigðum. Þar af leiðir, að Fína Fels- enborg hefur bundrað milljón lesendur, sem kveina og heimta nieira . .. Halli Hnefaréttur opnaði annað augað. -— Hvað varstu að tala um ástarvellu, Kobbi? — Ekkert. — Það væri þér líka betra, svaraði Halli og sofnaði aftur. Og ef þú, kæri lesandi, ætlar að fara að áfellast Kobba fyrir þetta lítilfjörlega frávik frá sannleikanum, þá leyfðu mér að skjóta inn einu orði, svo sem til skýr- ingar. Einhverntíma í ekki mjög fjarlægri for- tíð, hafði Halli verið að spóka sig á helztu götum borgarinnar með lögulegri og stór- eygðri tátu, sem Gunnsa hét. Halli leit stoltum augum á Gunnsu og liún brennandi ástaraugum á Halla, svo að skoðanakönnun þarna í nágrenninu befði áreiðanlega samþykkt það með 105% greiddra atkvæða, að þarna væri enn ein bjónaleysin að ana út í opið hjónabandið. En svo snögglega fór allt saman upp í loft. Enginn vissi ástæðuna. Sumir sögðu, að Halli hefði séð Gunnsu vera að strjúka skallann á einni löggu ... og það meira að segja leynilöggu. Aðrir héldu því frarn, að það hefði nú bara verið skallinn á Halla, sem hún var að strjúka, en liefði notað múrstein til þess. Hver sem sannleikurinn kann að hafa verið,, var þarna að minnsta kosti ein- hver inisskilningur á ferðinni, og nú var Gunnsa liin fagra orðin ritari hjá ein- hverjum, og Halli Hnefaréttur hafði svar- ið þess dýran eið, að liéðan í frá skyldi hann ekki hreyfa liatt sinn fyrir neinum ein8taklingi af veika kyninu, nema þá hann hefði kjarnorkusprengju í lionum. Nú er það alkunna, að þegar einhverj- um dettur í hug, eða einhver nefnir eitt- hvert nafn, skal það varla bregðast, að eigandi nafnsins birtist innan skamms. Og svo fór þarna, því að varla voru nema tvær mínútur liðnar, áður en en dyrnar opnuðust og Gunnsa sjálf kom inn. Og ekki nóg með það, lieldur spurði Kobbi hana hvað hún væri að garfa, og hún svaraði: -Ég er flutt út í sveit og .er ritari lijá henni Fínu Felsenborg, sem allir kannast við. — Já, satt er það; veröldin er ekki stór! sagði Kobbi. — Hún er að minnsta kosti, djöfullinn hafi það, oflítil fyrir mig, sagði Halli Hnefaréttur, sem nú liafði opnað hitt aug- að, og beindi því nú grimmdarlega að Gunnsu. — Lofið þið mér að komast burt. — Nú, nú, Halli, sagði Kobbi. — Vertu nú ekki vondur. Láttu það gamla vera gleymt. — Kallarðu mig gamla, livæsti Gunnsa, og virtist ætla að fara að verða vond. — Ef þú segir eitt einasta orð . . . sagði Halli, bálöskuvondur. En nú var það Jói, sem sýndi af sér lífsmark, innan við barinn. — Voruð þið að panta eitthvað? Ef ekki, þá eru ókeypis sæti úti í skemmtigarðinum. En þá kom Gunnsa til sögunnar og gaf umgang á allan mannskapinn, enda liafði liún verið upp á kaup undanfarið. Brátt ríkti ró og friður og jafnvel Halli Hnefa- réttur lét sér nægja að smá-urra. Nú tók Kobbi að gerast skrafhreyfinn

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.