Spegillinn - 01.12.1956, Blaðsíða 25

Spegillinn - 01.12.1956, Blaðsíða 25
289 ^joe^iiíi inn unni, nema hvað þeim þótti hann vera of mikið hægra megin á veginum, en pabbi sagði bara, að hann væri nú einu sinni heldur lítið vinstri sinnaður, og það létu þeir gott heita. Svo fóru þeir að spyrja hann út úr umferðareglun- um: — Til hvorrar handarinnar áttu að víkja, ef þú mætir bíl? — Fram, fram, aldrei að víkja, það er mitt kjörorð, sagði pabbi. — Það getur kannski blessast í pólitík- inni, en varla í umferðinni, nei, þú átt að víkja til vinstri. — Það var og, sagði pabbi og glotti. Svo spurðu þeir hann, hvernig raf- magnið og benzínið virkaði, en það vissi pabbi akkúrat ekkert um, og sagðist ekki vera neinn rafmagns- fræðingur. Þá hristu þeir bara höf- uðið og sögðu, að þetta væri nóg, og pabbi hélt, að hann væri búinn að ná prófinu, en það var nú eitt- hvað annað. Hann féll nefnilega á munnlega prófinu og varð að gera svo vel og læra umferðareglurnar utan að, og stúdera vinnubrögð rafmagnsins og benzínsins ræki- lega, áður en hann fékk að reyna aftur. En þá náði hann líka próf- inu og kom heim daginn eftir með ökuskírteini upp á vasann, og ansi drjúgur með sig. — Jæja, þetta hefur gengið vel, sagði mamma. — 0, það hefur nú aldrei verið talið neitt þrekvirki að |R.(/ÍSN€.íKA \ JENCilratslfí éc- ÆTLAAÐ Sf>YRJA ÞA HVOftT I MERIHN MEG-l EKk.1 VEteA / _ HÉRNA kyrr" Hvaft var utanrikisráðherra íslands a5 gera? Hvaða nauður rak! tíl, að hann heimsækti sendiherra Rússa? taka minnapróf á bíl, sagði pabbi hógvær. — Kunnirðu nógu vel um- ferðarreglurnar ? spurði ég. — 0, sei, sei, já; þær byggjast allar á einni höfuðreglu, sem sé: Varúð til vinstri, og þá reglu þurfti eng- inn að kenna mér, Stebba mín. Þá hló mamma og sagði að það væri Hver er lungumaðurinn í Morgunblaðinu I ágætt, að nú þyrfti hún ekki leng- ur að ferðast um sveitina í rúss- neskum jeppa undir stjórn próf- lauss manns, nú hefði hún sko eins konar einkabílstjóra með full- um réttindum, eins og forsetinn og ráðherrarnir. — Ójá, ætli það sé munur, sagði pabbi brosleitur og stakk ökuskírteininu í rassvasann. Svo man ég nú ekki eftir fleiru, nema hvað ég óska þér og þínum gleðilegra jóla og góðs árs, og vertu svo alltaf jafnblessuð, þín vinkona S. J. P. S. Hann Siggi á Brekku (þessi rauðhærði, með freknurnar, þú manst) skrifaði mér bréf um dag- inn, og ég ætla að sýna þér það, þegar við hittumst. Það var voða rómantískt og háfleygt, svo var kvæði í því, afskaplega fallegar vísur um blóðrásina í arminum og ástina í barminum. Sama.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.