Spegillinn - 01.12.1956, Blaðsíða 20

Spegillinn - 01.12.1956, Blaðsíða 20
284 s, ijyecfi inn Rímlistarþáttur Þá skulum við lofa flatríminu að láta ljós sitt skína dálítið einu sinni enn, það hefur hvort eð er skinið í ljóðbókmenntum þjóðar- innar í þúsund ár og munar ekki um að skína nokkru lengur, eða þar til andlegur tunglmyrkvi af völdum atómkveðskapar og sorp- rita leggst yfir veröld andans og menningarinnar. Við heyrum fyrst eina ferskeytlu, sem er svo blátt áfram og yfirlætislaus, að maður skynjar ekki snilld hennar fyrr en seint og síðar meir: „Fljóðin hef ég flíruleg faðmað mörg í vetur. — Sumir kyssa svipað og ég, sárafáir betur“. Maður sér fyrir sér ofsafengin faðmlög og tröllaukna kossa, slíkt er raunsæi vísunnar; og hrynjand- in minnir á gamalt þóðlag eða jafnvel rímnalag eftir Jón Leifs . . . En heyrum meira: „Innan um heimsins vífaval vildi ég ólmur gista, og hoppa þar eins og Hannibal í hafti kommúnista“. Fyrriparturinn lýsir ofurmann- legri kvensemi á einkar þjóðlegan hátt, en síðari hlutinn skírskotar til vinstri samvinnunnar. Næsta vísa er annars eðlis: „Þótt fítonslega um fold og sjá fimbulvindar geisi; komdu nú að kveðast á í kulda og rafmagnsleysi“. Fyrriparturinn er eins og veður- spá: alldjúp lægð við suðurodda Grænlands á hægri hreyfingu suð- suð-austur; veðurhorfur til klukk- an tíu í fyrramálið: sauðaustan hvassviðri með éljagangi í dag, lygnir með kvöldinu, gengur í norð- vestan rok og snjókomu með morg- unsárinu, (sem mest blæddi úr hérna um árið). Seinniparturinn gefur innsýn í veraldlega ástandið í bænum. Hitaveitan hart nær þorrin vegna ofnotkunar, en há- spennustrengur brunninn sundur vegna sjávarseltu austur við Ira- foss; bærinn þar af leiðandi kald- ur og ljóslaus; og fólki ráðlagt að sveipa sig lopateppum og stytta sér vökuna með hinni þjóðlegu íþrótt að kveðast á. En betur má ef duga skal, og heyrum meira: „Barómetið bölvanlega stendur Af Stalínisma þögull því þvæ ég mínar hendur. Veðurofsinn voru striti háir. Vindstigunum tíu, takk, Theresía spáir. Furðulegar fréttir ganga um bæ- inn. Kaupakonan hans Gísla í Gröf gifti sig um daginn. Sagt er, að ýmsir drýgi hór og drekki. Margt er sér til gamans gert, sem guði líkar ekki. Nú skal kýla kvið á steik og tertum. Bláir logar bráðum sjást blakta á Sjafnar-kertum. Flestir gesta voru komnir inn í dór Laxness Nóbelskáld. Sópaði sendiráðið aður en aðgerðir hóf- hann Heimdellingum. frá sér • á ust, en þó var einn utangnrðs, báðar hendur og strunzaði upp sem inn þurfti að konrast, og var tröpput sendiráðsins

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.