Spegillinn - 01.12.1956, Qupperneq 41

Spegillinn - 01.12.1956, Qupperneq 41
S^peqiHiinn og spurði: — Hvemig er annars að vinna hjá Fínu Felsenborg? — 0, stórkostlegt, svaraði Gunnsa. — Hún sem skrifar þessar indælu bækur og allar saman um eintóma ást. — Ást? sagði Halli. — Ha-ha-ka! (Þetta var auðvitað kuldalilátur). — Og svo á hún þessa indælu skrifstofu, hélt Gunnsa áfram. —- öll stútfull að rósavösum og hillum með öllum verkum hennar innbundnum í Ijósrautt lambskinn, og þegar hún er ekki að vinna, má ég hringa mig á fína gólfteppinu og lesa bækurnar, þangað til tárin fossa niður eftir kinnunum á mér. — Þú þarft ekki að lesa þá næstu, þeg- ar þú hefur skrifað liana upp sjálf, sagði ég, réttsi sona. — Það er misskilningur. Fröken Fínu gæti ekki dottið í hug að lesa bækurnar sínar fyrir. Hún skrifar þær með gull- penna á sérstakan pappír brúnleitan. Ég sé bara um bréfaskiptin hennar. Já, þessi handrit á ilmandi pappír geta orðið ómet- anleg til verðs, með tímanum. Ég tók eftir því, að Kobbi var allt í einu orðinn svo liugsandi á svipinn. Og Gunnsa hélt áfram við Halla: — Þú ættir að lesa eina sögu eftir Fínu Felsenborg. Hún myndi mýkja þitt harða hjarta — breyta lífsskoðun þinni —- og gera þig vinveittari inér. — Ég kæri mig ekki um að verða neitt vinveittari neinum en ég er, tautaði Halli. — Og ég kæri mig ekkert um neinar breyt- ingar á lífsskoðuninni. Hún er nógu góð eins og hún er, handa mér. Hryllileg! — 0, Halli! — Áður en þú heldur lengra áfram, tók Kobbi fram í, — skil ég það rétt að fröken Fína Felsenborg hafi skrifað þessa fimm- tíuþúsundkalls framhaldssögu með þessum gullpenna og á skrautpappír? — Jú, víst hefur lmn það. Nú er hún næstum komin að síðasta kaflanum. Þetta er orðinn so-ona þykkur bunki! Og Gunnsa sýndi þykktina með fannlivítum höndun- um. — Og þessi bunki er geymdur í skrif- borðsskúffunni hennar, sem er vandlega læst. Hvers vegna spyrðu? — O, það er sosum ekkert, svaraði Kohbi og neri á sér hökuna. — Mér finnst það bara hæpið að loka svona verðmæti niðri í venjulegri skrifborðsskúffu. §etjum nú svo, að einhver illa innrættur maður fyndi upp á því að stela bunkanum eins og hann leggur sig ? ■— Það væri tæplega nokkur svo vitlaus að gera það, sagði ég liáðslega. .— Eng- inn kærir sig um bók, sem síðasta kapí- tulann vantar í. — Það væri þá helzt Fína sjálf, svar- aði Kobbi. — Þarna er ekki til nema þetta eina eintak, og til þess að fá aftur fimm- tíuþúsundkalls virði, myndi hún alltaf vilja borga fimmþúsund. Ég er nú annars bara að tala um þetta sem fræðilegan möguleika, eins og þú skilur. Gunnsa setti upp hneykslunarsvip. — Að geta látið sér detta annað eins í hug, sagði hún. — En auk þess þýddi ykkur ekki að reyna þetta, því að húsið er allt krökkt af þjófabjöllum, svo að engum nema Halla myndi þýða að bera það við, og hann er kominn alveg út úr öllu stuði, síðan okk- ur lenti saman . . . eða er það ekki, Halli? — Ghrr, umlaði ólundarlega í Halla, enda er það mála sannast, að verra kval- ræði er ekki til en storkunaryrði tátu, sem er nýbúin að rífast við mann. — Og auk þess, hélt Gunnsa áfram, — hvernig ættuð þið að vita, að Fína Fels- enborg á heima í Grænabala rétt hjá járn- brautarstöðinni í Vatnsleysu. En nú verð ég að stinga af og ná í lestina klukkan 8.15. Gefðu mér nú eitt bros áður. Halli minn ... Halli myndaðist við að setja upp eitt- hvert náglott og Gunnsa gekk út úr kránni, en Kobbi sagði bara: —- Þakka þér fyrir upplýsingarnar, elskan! Gunnsa glennti upp augun. — Þetta geturðu sagt, þegar þið eruð búnir að kreista þær út úr manni með liótunum og barsmíð. En munið þið bara, að ef hann Halli hefur alla fyrirhöfnina af innbrot- inu, á hann að fá tvo þriðju af ábatanum. Bless! Ég þarf víst varla að taka það fram, að tveim eða þrem klukkustundum seinna, sníktum við félagarnir okkur far á kart- öflubíl, sem ætlaði út að Vatnsleysu. Klukkan var hér um bil tólf um nótt- ina, þegar við stigum út við afleggjarann sem lá heim til Fínu Felsenborg. — Það þýðir ekki að nefna það . . . ég geri það ekki, sagði Halli Hnefaréttur. — Hvers vegna ekki, þorskliaus? — Reyndu að uppnefna mig og ég skal reka kílómetersstein ofan í kokið á þér. Ég vil ekki gera það, vegna þess, að þetta er gildra og ekkert annað. Gunnsa liefur fundið þetta upp til að hefna sín á mér með því að gera mig að viðundri. — Gott og vel, sagði Kobbi. — Þá er ekki annað að gera en fara heim. Kobbi þekkti allt sitt heimafólk, og vissi mætavel, að Halli myndi aldrei geta stað- izt ábátavonina af innbroti. Enda stóð það heinia, því að andartaki seinna var Halli kominn upp að húsveggnum og brátt heyrðist í glugganum, sem hann var að reyna að opna. Ég gaf Kobba olnbogaskot og sagði: — Vertu viss, þett'a er ekki ann- að en gildra eins og Halli segir. — Vitanlega er það ekki annað, svar- aði Kobbi. — Það ætti að liggja liverjum 305 fábjánanum í augum uppi, nema kannske Halla. Það er allt í lagi með innbrotið, en vitanlega vakti ekki annað fyrir Gunnsu með þessu en að reyna að endurvekja róm- antískar tilfinningar hjá Halla greyinu . . . líttu á! Halli var að veifa glóandi enda á sígar- ettu, en það var merki þess, að allt væri í lagi og öllu óliætt. Klukkan var 1.10. ICIukkan 8.10, þennan sama morgun vor- um við allir að taka úr okkur versta sult- inn inni hjá Jóa, en fyrir fótum okkar lá böggull, er liafði inni að halda handritið af framhaldssögu Fínu Felsenborg — að frátöldum síðasta kapítulanum. — Ég ætla að koma þessu fyrir á ein- liverjum öruggum stað, sagði Kobbi. — Sem stærsti hluthafi í fyrirtækinu, ætla ég að korna því fyrir á öruggum stað, þangað til ég heyri nánar um lausn- argjaldið, sagði Halli, með tvö egg uppi í sér. Við neyddumst til að samþykkja þetta. Það er annars skrítið, hvernig sumir ná- ungar láta stundum tæla sig í gildruna, en hitt er skrítnara, þegar þeir ryðjast inn í hana, gegn um hvaða torfærur sem er. Við samþykktum sem sé ekki, að Halli geymdi böggulinn, fyrr en eftir tveggja tíma umræður. Og allan þann tíma var hann að ánetjast í snörunni. Því það sem skeði, var sem hér segir: Þrem dögum seinna lieyrðum við frá Gunnsu, að Fína Felsenborg væri fús til að hósta upp úr sér fimmþúsundkalli, og gera ekkert frekar í málinu, ef hún aðeins fengi handritið sitt aftur. Svo að við Kobbi vorum ekki lengi að fara heim til Halla. Hann sat upp við dogg í rúmi sínu og var að lesa. Við bárum upp erindi okkar. — Snáfið þið burt, sagði Halli. — Ég er svo seinn að lesa. Ekki kominn nema í 5. kapítula enn . . . þarna sem stúlkan lieldur, að kærastinn hafi svikið hana . . . afskaplega átakanlegur kafli . . . Við skildum þegar — okkur til mikils hryllings -— að Halli var að þrælast gegn um framhaklssöguna hennar Fínu Fels- enborg. Og þar varð engu um þokað. Við báðum hann eins og guð okkur til hjálp- ar að hætta þessu, og það var ekki eins og Halli sýndi lniefapn, lieldur bað liann okkur kjökrandi að lofa sér að ljúka við bókina, eða minnsta kosti að lesa einn kapítula til . . . Gunnsa liafði lofað okkur að koma til borgarinnar og hitta okkur hjá Jóa. Þar hittum við Kobbi hána og gáfum skýrslu um viðburðinn. — Hann vill ekki sleppa henni . . . vældi Kobbi ... — og ég er viss um að hann verður heila viku að klára hana. Gtmnsa virtist ekkert taka sér þetta nærri. — Látið þið liann í friði, sagði hún.

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.