Spegillinn - 01.12.1956, Blaðsíða 26

Spegillinn - 01.12.1956, Blaðsíða 26
290 Anita ísjaki. Þið vitið kannske, að Aníta litla varð fyrst þekkt, sem Miss Svíþjóð, módel 1951, en ekki fyrir neiná andlega hæfileika. Þetta er ein af raunasögunum, sem fegurðarsam- keppnir geta haft í för með sér. Það er varla ofsagt, að Aníta litla sé orðin alræmd fyrir hroka sinn og geðvonzku. Að minnsta kosti er brezkt blað frá 5. nóvember s. 1. fegið, að hún skuli vera farin vest- ur um haf. Undanfarið hefir Aníta verið á 25000 punda samningi við svokallað Warwick Films, og ætl- aði þar sannast að segja, allt að drepa. Aníta er stór og ketmikil, og þessvegna eru sérstaklega litlir menn og magrir afskaplega skotn- ir í henni. En þegar fólk glápir á hana og ljósmyndarar vilja smella á hana, kvartar hún yfir því, að fólk athugi ekkert í henni sálina, en fæstir hafa hingað til haft nenn- ingu í sér til að leggja út í það. Svo er maðurinn hennar, sem áð- ur var ósköp venjuleg og nafnlítil frikadella, orðinn álíka stór upp á sig og hræmontinn. Það er því ekki furða þó að flestir séu fegnir að eftirláta Kananum þessa tvo upp- blásnu hrokagikki og þykir það eitthvert bezta „svar til Hollí- vúdd“,, sem enn hefur verið fund- ið. V ísdómstennur. Haldið þið ekki, að Debbí hafi verið lögð inn á spítala, til þess að láta taka úr sér vísdómstennur. Þykir unnendum Debbíar þetta að vonum afarmikill uppsláttur, því að svona mikinn vísdóm hafa menn aldrei vitað saman kominn í einum kvikmyndaleikara fyrr. Nú er tannlæknirinn, sem aðgerðina framdi, að hugsa um að titla sig framvegis vísdómstannlækni og býst við mikilli aðsókn heimsk- ingja. Rokkí Marsjanó. Rokkí var heimsfrægur boxari, eins og menn rekur kannske minni til, en þó var hann næstum ennþá frægari fyrir það, hvað honum var laus höndin í daglegu lífi hans. Hann ólst upp í fátækrahverfi í Nefjork og náttúrlega bætti það ekki hegðunina. Gerðist fljótt erf- iður í skapi og barði alla, sem honum líkaði ekki við. Þá benti mamma hans honum á það, að úr því hann endilega vildi vera að slást þetta, skyldi hann reyna að hafa eitthvað upp úr því annað en sektirnar (sem hann varð alltaf að brúmma af, fyrir fátæktar sakir). Fylgdi Rokkí þessum móðurlegu ráðum og hlaut heimsfrægð fyrir. Af þessu má sjá, að það borgar sig að gegna henni mömmu sinni, meðan maður er lítill. Svo þegar tími kom til, fór Rokkí í herinn og vann sér það helzt til frægðar þar að berja höf- uðsmann einn til óbóta og hlaut að launum fangelsi og síðan burt- rekstur úr hernum. Fleira hefur Rokkí unnið sér til frægðar, þótt Speqidlinn ekki sé hér talið, enda er hann fyrirmynd ungra og framgjarnra manna, og meira að segja hafa ver- ið stofnaðir Rokkí-klúbbar víða um lönd. Það hefur valdið mestum örðug- leikum í sambandi við þessa kvik- mynd, að illa hefur gengið að fá nokkurn til að leika höfuðsmann- inn, sem Rokkí kjullaði, enda hafði ekki verið sjón að sjá hann á eftir. Gróðinn af kvikmyndunum. Allir hafa heyrt um þær óskap- legu upphæðir, sem Hollívúdd- stjörnunum eru borgaðar fyrir að sýna sig, en samt er það nú svo, að þær þykjast hlunnfarnar af kvikmyndajöfrunum, en þá taka þær oft upp á því að stofna eigin félag, til þess að halda ábatanum í familíunni. Þetta gengur oft hálf- böngulega, eins og nærri má geta, og félögin fara venjulega á hausinn, að stjarnan verður að leita til gamla húsbóndans, en hann snýr þá oftast upp á sig, og vísar þeim til hins neðsta. Eitt neyðarlegasta dæmið um það, hve svikul þessi háu laun geta reynzt, er sagan um hana Elsabetu litlu Teilor, sem var búin að undirrita samning um 190.000 dollara árskaup, en svo skömmu síðar kom það í ljós, að hún var bomm, og það hafði jöfurinn ekki samið um, svo að hann gerði sér lítið fyrir og riftaði samningnum og sagðist í hæsta lagi borga henni barnalífeyri. En þó að stjörnurnar fari oft hálfilla út úr því, er það bót í máli, að eins dauði er annars líf. Til dæmis eru læknar í Hollívúdd af- skaplega dýrir og bera ekki við að líta á neina stjörnu, þ. e. í embættiserindum, fyrir minna en 50 dollara. Og svo er það önnur, tiltölulega ný, stétt manna, sem platar þær óskaplega og það eru sálfræðingarnir, því að nú þykir engin stjarna með stjörnum# sem ekki hefur sinn fasta sálfræðing.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.