Spegillinn - 01.12.1956, Blaðsíða 37

Spegillinn - 01.12.1956, Blaðsíða 37
^peaiiiinn glerperluskreyttar tátur, og orð eins og „Freud“ og „Picasso“, svifu í loftinu, en finnskir og rúmenskir J)jóðsöngvar glumdu í eyrunum. Og innan í þessari liringiðu sá ég sjálfan Híerónýmus, sem snerist á einu ferfeti á gólfinu með kvenpersónu, sem virtist íklædd vöðlum að neðan en strigapoka að ofan. Þetta fannst mér ágætt. Hann hafði sýnilega fundið sál við sitt hæfi. Stundarkorni seinna sá ég, að hann var að kynna vöðluna fyrir Jonnu, en vitan- lega þekkti hún enn ekki helming gest- anna. Og þvínæst sá ég liann kynna liana — eftir ströngustu hirðsiðum — fyrir Jóa . . . Þetta virtist svei mér ætl" að ganga eftir áætlun. Ég gekk heim í íbúðina mína, sem var rúmgóð, kyrrlát og ódýr. Ég dró andann djúpt og samgladdist sjálfum mér. Ég liafði gert góðverkið fyrir þá vikuna. Nokkrum dögum seinna barst mér rödd Jonnu gegn um símann í skrifstofunni. — Halló, elskan, sagði ég. — Þú liefðir ekki }>urft að hringja til að þakka mér. Ég ætlaði að bjóða þér út að borða í dag. — Já, við hittumst í dag, svaraði hún og mér fannst kuldi í röddinni. Og þegar við vorum sezt að matnum, sagði Jonna: — Þú ert einhver mesti erkiasninn og fíflið í allri J)essari stóru borg og er þá mikið sagt. Þú hefur sarna sem rænt mig reglusömum og áreiðanleg- um eiginmanni. Heldurðu ekki, að Jói ætli að fara að verða stóri bróðir vöðlunnar? — Ha? Ég hélt, að Híerónýmus . . . — Jú, })að vantaði ekki, að hann varð hrifinn af henni og ef til vill rugla þau saman reitunum einliverntíma. En í bili er vaðlan ekki annað en veslings saklaus stúlka úr einhverjum afkima landsins, sem er komin hingað til höfuðborgarinnar til að læra tízkuteikningu, og J)að þurfti ekki meira til að vekja manniiðartilfinningarn- ar lijá Jóa og .. . — Þú komst þessu sjálf af stað! livæsti ég. — Þú og öll umhyggjan fyrir Híeró- nýmusi frænda! — Það er allt annað, öskraði Jonna. Og svo, meðan við vorum með það, sem eftir var af dýrum liádegisverði, talaði hún ekki um annað en eittlivert déskotans pólitískt ástand einhvers staðar. — Ég skal tala við Jóa, sagði ég ves- ældarlega, urn leið og við skildumst. Seinna um daginn talaði ég við hann í símanum. —- Þér ferst að tala um Híeró- nýmus frænda, sagði ég. — Mér skilst, að þú sért búinn að taka vöðlustelpuna að þér, sem sjálfskipaður stóri bróðir og gefir henni nú að éta og bjóðir henni í bíó og fylgir henni heim ... — Það er allt annað, svaraði Jói í em- bættistón. Að minnsta kosti á hún livergi heima í borginni. Þessi vesalings einstæð- ingur verður að biia í . . . — Já, í göturæsinu, án þess að þú kærir þig um það. Mér þætti vænt um, að þið Jonna færuð að splæsa vkkur og liættuð að draga mig inn í þessa vitleysu ykkar . . . — Við getum það ekki, svaraði Jói. Við höfum enga íbúð . . . sem liæfir embætti mínu. Ég skellti símanum á. Það var kominn hættutími, hvort sem var. Ég gekk heim í íbúðina mína. Góðu íbúðina mína. Hún var nægilega stór fyrir lijón, en kannske óþarflega rmngóð fyrir mig einan ... Já, enn gæti ég gert Jóa og Jonnu greiða. Eins konar brúðargjöf. Ég hringdi aftur. Ég varð að segja upp með mánaðar fyrirvara og allan þann tíma sá ég ekkert til þeirra. En svo eitt kvöld þegar ég var eittlivað að rangla, mæti ég Híerónýmusi og vöðlustelpunni. Þau voru fínt til fara og báru ferðatöskur. — Við vorum rétt að gifta okkur sögðu þau. — 1 kyrrþei. •— Bravó fyrir ykkur, sagði ég. — Og hafið þið nokkurt þak yfir höfuðið? Híerónýmus glápti á mig. — Víst liöf- um við það. Vissirðu það ekki? Ibúðina, sem þú ert að flytja úr. Jói og Jonna létu okkur hana eftir. Ég er kominn í atvinnu, skilurðu .. . En livað ert þú að flækjasl hérna ? Ég sagði lionum að mér liefði ekki tek- izt að ná í litla íbúð og væri að leita að Iierbergi. — Reyndu herbergið, sem ég var að flytja iir, sagði Híerónýmus. — Það er náttúrlega bölvuð skonsa og ég er hræddur um, að það sé ekki í sem beztu standi eftir mig, en það er númer .. . Stundarfjórðungi síðar var ég að líta á herbergið, ef því nafni skyldi kalla, J)ví aðra eins ruslakompu bef ég aldrei séð á ævinni. Létt fótatak lieyrðist á stigagat- inu og Jonna kom inn. Hún tók skræp- óttan samfesting upp úr tösku. — Ég kom til að laga til hérna, sagði 301 hún. — Það verður síðasti greiðinn, sem ég geri frænda, því að nú hefur liann kon- una til að sjá um sig. — Hvers vegna tókuð })ið Jói ekki íbúð- ina mína, sem ég var að losa beinlínis fvrir ykkur? Jonna brosti til mín. -— Það fór nú svona, að við Jói gátum ekki orðið ásátt, ... og verðum ekki . . . En við skulum ganga frá })essu öllu ... Hvar eigum við að byrja? ' — Hér á staðnum, svaraði ég og greip hana í faðm mér.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.