Spegillinn - 01.12.1956, Blaðsíða 17

Spegillinn - 01.12.1956, Blaðsíða 17
281 ^pecjiflinn Fór Þor- steinn, sem var vel ríðandi á móti hryssunni, en hún tók sprett beint á hann og tókst honum ekki að snúa henni til byggða. Húnvetnsk hryssa næs) ekki fil byggða vegna styggðar Yið hana hefur verið þreyttur mikiil eltingarleikuf EÍr hrysáan sá að iiúft vaf' lnni- króuð, tók hún það til bragðs, að hún hljóp á folaldið, hrinti því út f ána seln var full af krapi, hentist sjálf út í á eftir því og brauzt í gegnum krapahrönglið yfir. Slapp hún þannig undan utan gerzkra. Brugðu þeir við skjótt, er þeir vissu sig liafa mundu ráð Hermanns og manna lians í hendi sér, var þó eigi saknaðarlaust af sumra hálfu, er minnt- ust með angurblíðu vináttu sinnar við Ölaf Þórs, nokkrum árum fyrr, en létu þó gott heita. Vóru nú kosningar ákveðn- ar að Jónsmessu Baptistae og unnu Her- mann og fylgjarar lians frægan sigur á íhaldi landsins og tóku jafnskjótt völd öll í landinu en ráku féndur sína út í in yztu myrkur. Eigi þótti þeim ómaks vert að samankalla ið nýkjörna alþing, leið svo til hausts, að landinu var stjórnað með bráðabirgðalögum, er sumir kölluðu dæg- urlög, og þótti vel takast. Margar nefndir vóru og stofnsettar og þó allar launaðar, en fjárhagur ríkisins þótti í megnasta ólestri. Vóru tveir fræðimenn frá útlönd- um bestilltir, er rannsaka skyldu fjárhag- inn. Unnu þeir hér, við sleitur þó, ii daga; var þá uppi fjárliagurinn. Stjórn Hermanns, er nefnd hafði verið í öndverðu vinstristjórn en síðar eystri- stjórn, gerðist nú umsvifamikil í landinu og niátti féndaflokkur hennar um sárt binda undir forustu þeirra kappanna ól- afs Þórsar, Bjarna ins rama og Sigurðar ins liarða. Tuggðu þessir skjaldarrendur og bölvuðu sér uppá það, að þeirra and- staða og barningur skyldi harður verða og Hermann og kommar lians eigi öfunds- verðir af völdnnum. Urðu þar sannspáir, er frelsishreyfingar hófust síðla árs í Pól- onia og Dacia austur, en Rússar börðu niður með blóðugu vopnavaldi og virtist nú enginn muna Ásmund og friðarvísit lians fyrr á árinu. Gekk svo um lvríð, og bárust hreyfingar þessar út hingað og dró einkum upp ófriðarbliku inn sjöunda dag nóvenibris, en sá dagur er lielgaður Rúss- um og fylgifiskum þeirra, en þessir gengu í verbúðir Rússa og þágu góðgerðir, grat- úlerandi þeim í tilefni af sigrum þeirra eystra. Þetta fengu íhaldsmenn eigi þolað og fylktu liði; börðust þó eigi, er á liólm- inn kom en skáru niður gunnfána sovétts- ins og létu í svaði liggja. Fóru þvínæst til lierbúða sinna og vóru á caffe trakt- eraðir, og þótti för þeirra góð orðin. Rjúpnamergð mikil um Norðurland; gengu sjálfala í kálgörðum manna, í sel- skap hænsa og alifugla annarra, og liugðu bændur sér gott til glóðar að fýra á þær úr frethólkum sínum og bæta sér þannig í búi, svo og kaupfélögum sínum til ábata, en þessi urðu fá við, er þau áttu þegar ii árganga rjúpna, er vóru mjög við ald- ur og lítt eftirspurðar. Skutu þá oft hæns sín í rjúpna stað, en þessum leiddist að lokuin þóf þetta og héldu til fjaRa sinna. Á Jökuldal efra fannst á þessu ári dýr nokkurt, undarlegs eðlis. Var þegar stefnt saman fræðimönnum, er skyldu rannsaka náttúruundur þetta, en enginn kannaðist við það af fræðibókum þeim, er þeir liöfðu numið. Var það ráð tekið að leita uppi elztu menn héraðsins, kómu þeir á vett- vang á kviktrjám og vóru allir sammála um, að liér væri komið skoffín, en það dýr hafði til forna átt miklu og góðu hlut- verki að gegna í íslenzku þjóðlífi, en tald- ist nú löngu útdautt. Var sem inir öldnu menn liittu þarna gamlan og góðan vin, en fræðimenn lofuðu guð og tóku þegar að planleggja ferðir sínar á nokkur al- lieimsmót. En það er af skoffíninu að segja, að það var flutt á vit ríkisstjórnar- innar og virðist þar við góða heilsu enn, þegar þetta er rilað.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.