Spegillinn - 01.12.1956, Blaðsíða 23

Spegillinn - 01.12.1956, Blaðsíða 23
^neaiiíinn Vonandi verður ekki langt þangað til íslenzka óperan getur hafið glæsilega landkynningu. En bæði frá hagrænu og menningarlegu sjónarmiði eru ferðir Þjóðleikhúss vors . og Sinfóníu útá landsbyggð- ina talandi vottur um gróandi kraft með þjóð vorri. Mér finnst semsé að ekki muni einhlítt að skapa Jafnvægi í Byggð Landsins með togfiski einum saman. Fyrst þarf að skapa Jafnvægi í Menningu Landsins, því menningin hér á Suðurnesjum mun eiga gróflegan þátt í að draga til sín mannfólkið úr fjarlægari byggðarlögum. Þenn- an kjarna málsins ætti Alþingi vort að taka til athugunar og úrlausnar með aukinni aðstoð við listræna menningu. Þó fer sumt verr en vera ætti. Þannig barst sú frétt fyrir skömmu, að Freymóður hafi vikið úr forsæti í Dægurlagatón- skáldafélaginu og er því sennilegt að nú horfi báglega með hag þess og framtíð. Ég er þó að vona að Freymóður sé ekki alveg genginn úr vistinni hjá drottningu listanna, því góðir voru Akranesskórnir, en ætli sér bara stærra hlutverk á öðrum og veigameiri vettvangi og fer þá allt vel, þótt sárt svíði í bili. Aftur á móti ber að fagna því, að þýðing þjóðlaga vorra hefur nú verið vísindalega sönnuð fyrir okk- ur, þessara góðu gömlu menningar- verðmæta, sem urðu til í árdaga tónrænnar meðvitundar, en saman- stendur oftlega af 3 langlínum og 2 skammlínum með stígandi frumi. Þessi hljómandi tjáning syngjandi sálar er í fullu gildi enn í dag og vænleg til tónrænnar nýsköpunar. Þessi menningargeymd hefur litl- um breytingum tekið um aldaröð og mætti það vera oss til lærdóms, svo breytingagjarnir sem við erum orðnir og óstöðugir í menningunni, en án slíkrar hneigðar hefðum við þó aldrei orðið svo konkretir, sem raun ber vitni um og góða raun hefur gefið. Hefur þá flest til síns ágætis nokkuð. Jólabókin Svo las ég í ágætu blaði nýlega, að út væri komin í Stokkhólmi á- gæt bók og merkileg, ekki sízt frá okkar landkynningarsjónarmiði. Bók þessi er 180 bls. og fjallar um myndlist, þ. e. a. s. konkret mynd- list og verður okkar hlutur því mikill og glæsilegur, þar sem okk- ar menn eru allra manna konkret- astir og mun á það bent í bókinni, að í þessu séum við öðrúm til fyr- irmyndar. Má því búast við, að málararnir á hinum Norðurlönd- unum fái hér eftir hugmyndir sín- ar frá París via Reykjavík og fari þar með að líta upp til okkar, sem að vísu er ekki vonum fyrr. Bók- in er prýdd fjölda mynda og eru vitanlega margar þeirra íslenzkar og hápunkturinn glæsileg litmynd eftir Valtý, er þannig skipar það virðulega sæti í þessum hópi snjallra konkretmanna, er honum ber. Sá gróandi kraftur, sem nú er svo áberandi í menningarlífi voru, bæði andlegu og líkamlegu, fær ekki lengur dulist umheiminum. Vonandi verður nefnd bók sam- norræna jólabókin í ár. 287 Bráðum koma jólin Engan dóm skal ég leggja á hin ensku orð Gröndals, að ,,the Con- servative party (is) run by the businessmen“, þar sem pólitíkin er ekki mín sérgrein og ég finn eitthvað gott hjá hverri stjórn, en hitt þykist ég vita, að þeir séu fúsir til að selja okkur margvís- legar jólagjafir á þessum tíma árs. En til þess að minna okkur á, að nú sé tíminn kominn gera þeir sitt til að setja menningarbrag á bæinn og lífga gráar göturnar með laufskrúði og ljósadýrð. Að þessu sinni höfðu þeir fyrra fallið á, en stundvíslega í byrjun desember vildi svo illa til, að sjóblautt vest- anrok gekk yfir og truflaði skreyt- inguna eitthvað. En af öllu þessu má okkur vera ljóst, að jólin koma bráðum og að jólakveðjurnar þurfa að berast í tæka tíð. Ég dreg því ekki lengur að óska öllum lesend- um pistla minna gleðilegra jóla, einkum ykkur, sem lagt hafið menningu okkar og landkynningu lið. Ég er sýknt og heilagt ykkar einlægur aðdáandi og samherji Kibbi EG FEREkFET A 5V0NA 5AHK0MU Þingi Alþýðusambándsins lauk þannig, áð hvorki Lúð- vík Jósefsson né Hermann Jónasson töldu ástæðu til að skýra þingheimi frá óstand- inu I efnahagsmáhmum.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.