Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 17.06.1945, Side 5

Stúdentablaðið - 17.06.1945, Side 5
STÚDENTABLAÐ 5 treysta megi og tryggja varanlegt líf hins íslenzka lýðveldis. Það má minna á hið fjárhagslega sjálfstceði, þýðingu þess, að þjóðin sé fjárhagslega sjálfstæð, vel efnum búin, en ekki skuldunum vafin. Það er þýð- ingarlítið að tildra upp sjálfstæði, sem aðeins væri pappírsgagn og nafnið tómt fyrir fjárhagslegan vanmátt, þar sem voldugir erlendir lánardrottnar hefðu öll okkar ráð í sinni gírugu hendi. Það má minna á hið þjööernislega sjálfstœ'ði: verndun íslenzkrar tungu og annarra þjóðlegra verðmæta. Hvort tveggja er nauðsyn, til þess að fullveldið geti staðið föstum fótum. En það er ekki einhlítt. Til þess að öðlast fullveldi, fá viðurkenningu þess, halda því og tryggja það um alla framtíð, nægir ekki að hafa háð sjálfstæðisbar- áttu, að eiga þjóðleg verðmæti og ein- kenni, né heldur hitt, að eiga inneignir í erlendum bönkum og digran ríkissjóð af seðlum og sláttumynt. Fjárhagslegt sjálfstæði er nauðsynlegt, en á því einu saman byggjum við aldrei fullveldi framtíðarinnár. Bárður á Búrfelli var fjárhagslega sjálfstæður. Hann átti skemmu fulla af miklum mat og góðum: gráskjöldótta smjörbelgi, bolaspað og saltaða magála, og hin vænstu föll af sauðum og ám. Og ekki hné dagstjarna nokkur svo í djúpan mar, að hann ekki áður skemmti sér við sjón hinna bráð- feitu sauðarfalla, teldi þau og klipi í þau áður en hann færi að sofa. En Bárður á Búrfelli hafði asklok fyrir him- in, sjóndeildarhringur hans var bund- inn við sýrukerið. Fjárhagslegt sjálfstæði nægir ekki, formlegt sjálfstæði, þjóðleg sérkenni ekki heldur. Til þess að riki fái staðizt, þarf þjóðin auk þess að standa á vissu menningarstigi. Hún þarf að eiga sitt andlega sjálfstœði, sína æðri menning og alþýðumennt. Þegar ágengar þjóðir eru að seilast til yfirráða yfir öðrum þjóðum og leggja þær undir sig, þá er menningarástandið oft notað sem átylla. Hið ágenga ríki þykist skara svo fram úr um menningu, um andlegt og líkamlegt atgervi, að sú þjóð sé borin til brautryðjandahlut- verks og drottnunarvalds yfir öðrum. En hin þjóðin, sem undir skal lögð, er sögð ómenntuð og þroskalaus, svo að varla verði hún með siðmenntuðuin þjóðum talin. Við könnumst við þessa átyllu, frá fyrri og seinni tímum, við höfum nærtæk dæmi eins og undirokun Abessiníu fyrir 10 árum. Ef menning einnar þjóðar stend- ur á háu stigi, þá er hún nokkur vörn gegn undirokun. Þótt til hafi verið of- beldisríki, sem ekki vilja eða kunna að meta slík andleg verðmæti, verður þó undirokun glæsilegra menningarþjóða til þess að vekja í hjörtum annarra þjóða enn voldugri og gremjufyllri andúðar- öldu, heldur en þegar hálfsiðaðir hirð- ingjaflokkar eða alvilltar mannætur em teknar herskildi og settar undir annarra stjórn. Þess vegna er það víst, að menn- ing þjóðar er að vísu ekki óbrigðul, en þó ein styrkasta vörn um sjálfstæði hennar. Þjóðmenningin er oft greind í æðri og lægri menningu. Með hinu fyrra er átt

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.