Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 17.06.1945, Qupperneq 6

Stúdentablaðið - 17.06.1945, Qupperneq 6
6 STtJDENTABL AÐ við vísindi, bókmenntir, listir, — með því síðara við bóklega og hagnýta menntun almennings í landinu. Hvor- ugu má áfátt vera. Æðri menning er ekki einhlít, ef alþýðan er óupplýst og kann’ hvorki á skrift né bók. Ein fjöl- mennasta þjóð veraldar, suður og aust- ur við Indlandshaf, verður að lúta yfir- ráðum margfalt fámennari, framandi þjóðar. Þó á sú þjóð sína glæsilegu æðri menningu, sín yndisfögru og vit- þrungnu ljóð að fornu og nýju, sína djúpu lífsspeki, sína miklu andans mer.n og þjóðskörunga. En allt kemur fyr>r ekki. Okkur er sagt, að almenningur austur þar sé ekki nógu þroskaður til áð meðtaka hinn heilaga anda sjálfstæð- isins, hann standi á of lágu menningar- stigi til þess að þjóðin geti stjórnað sér sjálf. Um sannindi þess skal ég ekki dæma. En — voru ekki svipuð rök notuð gegn okkur í okkar sjálfstæðisbaráttu? Yið íslendingar eigum ótvíræit því láni að fagna, að standa feti framar um alþýðumenntun en flestar þjóðir aðrar. Hér má heita, að allir, sem ekki eru andlega volaðir og vanheilir, séu læsir og skrifandi. Mikill hluti íslenzku þjóð- arinnar hefur af bóklestri öðlazt tals- verða þekkingu á mörgum sviðum mannlífsins. En mörgu er samt áfátt. Það er deilt á barnafræðsluna í landinu fyrir það, hversu henni sé ábótavant. Það er deilt á unglingafræðsluna fyrir það, hversu mjög skorti þar á fast kerfi og samræmi milli skólanna. Það þykir .skorta kennslu í ýmsum nauðsynjagrein- um, svo sem orðsins list. Mörg efnileg xmgmenni verða að hverfa frá fyrirhug- uðu framhaldsnámi vegna fátæktar, skorts á skólahúsum og af öðrum ástæð- um. Það verður að hefja nýja sókn á sviði alþýðumenntunar. íslenzka þjóðin verður að gera sér ljóst, að eirimitt al- þýðumenningin er einn hyimingar- steinninn undir sjálfstæði hverrar þjóð- ar. Vel menntur landslýður er máttar- stólpi íslenzks fullveldis. En hin æðri menning mun ekki síð- ur færa björgin í grunn undir framtíðar- höll hins íslenzka fullveldis. Skáld og aðrir listamenn, vísindamenn, andans menn, eru hinir andlegu sendiherrar ís- lands út um allar álfur heims. Sagnrit Snorra, dýrðarljóð Iiallgríms Pétursson- ar, hafa kynnt öðrum þjóðum andlegt atgervi íslands á himinháu stigi. Skáld- verk íslenzku skáldanna, vísindaverk ís- lenzkra fræðimanna, tónsmíðar tón- skáldanna, söngur söngvaranna, myndir málaranna, líkneski listasmiðanna, —- öll þessi afrek íslenzkra anda og handa flytja þann boðskap út um lönd og höf, að hér yzt á Ránarslóðum búi þjóð, sem eigi þann andlega sköpunarmátt, þá æðri menning, að hún eigi skilið, — eigi heimtingu á að vera sjálfstæð þjóð. Að þessum andlega glæsigróðri þarf að hlúa. 17. júní, á stofndegi hins ís- lenzka lýðveldis, sameinumst við í þeirri von, að á íslandi megi haldast og lifa frjáls þjóð, sem sjálf ræður ein sínu landi. Og að það sjálfstæði verði ekki eingöngu fjárhagslegt og formlegt, held- ur og andlegt og menningarlegt full- veldi, þar sem frjáls og glæstur andi fs- lands svífur yfir vötnurium.

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.