Stúdentablaðið - 17.06.1945, Page 8
STÚDENTABLAÐ
S
ingaverkfræðingar geti lokið fullnaðarprófi
hér á fslandi, má áætla, að um þriðjungur
þeirra stúdenta, sem ijúka fyrra hluta prófi
hér, fari utan til framhaldsnáms í öðrum sér-
greinum. Kennsluna til fyrra hluta prófs verð-
ur því að miða við þau skilyrði, sem hásköl-
ar erlendis kunna að setja, um aðgang stú-
denta frá Háskóla fslands að framhaldsnámi
í verkfræði, stærðfræði, eðlisfræði, stjörnu-
fræði o. fl. Er ekki ólíklegt, að þau skilyrði
geti að einhverju ieyti breytt þeirri tilhögun,
sem nú er á kennslunni, enda hefir á margan
hátt orðið að haga henni eftir óvenjulegum
aðstæðum.
Nú, þegar aftur er opin leið til Norðurlanda,
verður sem allra fyrst að fá úr því skorið,
hvort tekniskir háskólar á Norðurlöndum
taki eins og áður íslenzka stúdenta til náms,
og þá, hvort þeir muni taka gilt fyrra hluta
próf í verkfræði frá Háskóla íslands.
f tekniskum háskólum á Norðurlöndum er
námstími byggingaverkfræðinga 4—4V2 ár og
hefir kennslan hér verið miðuð við tveggja
ára nám undir fyrra hluta próf, og 2 y2—3
ára nám undir siðara hluta próf, eða samtals
41/;—5 ár undir fullnaðarpróf. Að vísu er
erfitt að ljúka verkfræðinámi hér á svo
skömmum tíma, sérstaklega vegna þess, að
kennslutíminn er nokkru styttri á ári hverju
en í hliðstæðum skólum erlendis, en vegna
þeirra stúdenta, sem þrátt fyrir það kynnu
að geta lokið fullu námi á 4 '/2 ári, eins og t. d.
í Danmörku, var ákveðið að miða kennsluna
við sama námstíma og þar. Nú er í ráði að
lengja námstímann undir fyrra hluta próf í
3 ár og kenna þá húsagerð og landmælingu í
fyrra hluta námsins til þess að létta á síðara
hlutann, enda mætti þá gera sér von um, að
fyrra hluta próf yrði fremur tekið gilt við
erlenda háskóla.
Samtals hafa 50 stúdentar. verið skráðir
til verkfræðináms.. Nokkrir þeirra hafa horf-
ið frá námi, aðrir farið til náms í Ameríku,
eða stunda nú annað sérnám. Síðastliðinn
vetur stunduðu hér. verkfræðinám 36 stúd-
entar, en auk þess sóttu .5^-6 stúdentar
kennslu að nokkru leyti, meðan þeir biðu
eftir tækifæri til þess að komast í sérnám
erlendis.
Af verkfræðistúdentunum hafa 8 lokið
fyrra hluta prófi. Einn þeirra hefir farið til
framhaldsnáms í Ameríku, í skipaverkfræði,
en 7 leggja stund á byggingaverkfræði og
munu ljúka burtfararprófi hér við háskólann,
ef þeir fá aðstöðu til þess. Fyrra hluta nám
stunduðu 29 stúdentar, og af þeim ganga nú
9 undir fyrra hluta próf, en að því loknu hafa
nokkrir þeirra í hyggju að leggja stund á
ýmsar sérgreinar verkfræðinnar við háskóla
erlendis.
Fyrstu verkfræðingarnir frá Háskóla Is-
lands ljúka væntanlega fullnaðarprófi á næsta
ári. Má ætla að þá verði hér þörf fyrir 20—
30 byggingaverkfræðinga, auk þeirra, sem
fyrir eru. Er því fyrirsjáanlegt, að á næstu
árum verður vöntun á byggingaverkfræðing-
um. Stúdentar í verkfræðideildinni geta að
nokkru leyti bætt úr því með því að vinna
að sumrinu hin einfaldari verkfræðistörf með
eftirliti verkfræðinga. Síðastliðin þrjú sumur
hafa því nær allir verkfræðinemarnir unnið
við landmælingar og teikningar hjá ýmsum
stofnunum. Hafa þeir með því létt undirbún-
ing ýmsra fyrirtækja og jafnframt fengið
nokkur kynni af viðfangsefnum íslenzkra
verkfræðinga.
Stofnun verkfrœðideildarinnar.
Með lögum frá Alþingi, 14. des. 1944, var
verkfræðideild stofnuð við Háskóla Islands
og jafnframt ákveðið að við deildina verði
3 prófessorar. Lögin kveða ekki á um það,
hvort stúdentum verði veitt kennsla til fulln-
aðarprófs í verkfræði, en greinargerð há-
skólaráðs, ,sem fylgdi frumvarpinu, nær þó
til síðara hluta náms í byggingaverkfræði.
I greinargerðinni eru færð eftirfarandi rök
fyrir stofnun deildarinnar:
1. Með stofnun verkfraeðideildar fengist inn-
, lend miðstöð í mörgum tekniskum fræði-