Stúdentablaðið - 17.06.1945, Page 19
STÚDENTABLAÐ
19
Háskólans, 1 : 0. Keppni þessi hefir síðan verið
fastur þáttur í íþróttalífi stúdenta, enda farið
fram flest árin.
1 febrúar 1932. varð sú breyting á, að nýr
kennari var ráðinn til félagsins, Benedikt Jak-
obsson. Var þá tekin upp sú nýbreytni, að
handknattleikur var æfður með leikfiminni, og
þótti það örva æfingasókn. Hefir handknatt-
leikur ávallt síðan verið ein hin vinsælasta
íþrótt meðal stúdenta. Veturinn 1938 gekkst
Samband Bindindisfélaga í skólum fyrir hand-
knattleikskeppni milli skólanna, og hefir sú
keppni farið fram síðan. Leikir þessir hafa oft
verið harðir og skemmtilegir, og hefir Háskólinn
oftast borið sigur úr býtum.
Árið 1940 tóku stúdentar þátt í landsmóti
í handknattleik og urðu þar aðrir eftir harðan
leik við Val.
Árið 1934, eftir að lokið hafði verið bygg-
ingu Stúdentagarðsins, hóf félagið æfingar í
nýjum sal, þar í byggingunni. Æfðu stúdentar
þar hnefaleika, sem Þorsteinn Gislason kenndi,
auk leikfimi og handknattleiks, sem Benedikt
kenndi eins og áður. Hnefaleikar voru æfðir
öðru hvoru þar til órið 1939, að þeir féllu niður.
I marzmánuði 1938 fór fram í fyrsta skipti
bringuboðsundskeppni milli framhaldsskólanna
í 20 manna sveitum. Keppt var um bikar, gef-
inn af Stúdentaráði. Stúdentar báru glæsileg-
an sigur úr býtum fyrstu árin, en siðan hefir
Iðnskólinn oftast unnið.
Þá hefir einuig farið fram síðan 1940 keppni
í skriðsund'- ooðsundi í 10 manna sveitum.
Keppt var í fyrstu um bikar, sem prófessor
Alexandor Jóhannesson gaf, og vann Iðnskólinn
þessa fyistu keppni og hefir hin síðustu árin
reynzt ósigrandi í báðum þessum boðsunds-
keppnum.
Veturinn 1938—1939 æfðu nokkrir stúdentar
frjálsar iþróttir í íþróttahúsi K. R. við Tjörnina.
Tilefnið vai það, að ráðgerð var keppni í frjáls-
um íþróttum milli Menntaskólans og Háskól-
ans. Keppni þessi fór fram um miðjan maí, og
vann Menntaskólinn. Síðan hafa ýmsir stúdent-
ar getið sér góðan orðstír í frjálsum íþróttum,
en engar skólakeppnir farið fram. Þó hafa stú-
dentar keppt sameinaðir í 4X200 m boðhlaupi
■I. 0Æ.—
fíwnnmync/
rns ^eos ** POS ■tK|íC5 eos .f° eoa
<MOO «ocm||l!!|jj|þ |i |e
LL
|f> |7 |8
íw
!« |« |« 1« (15 1/6 \f7 |e 1» Jeom
197 /PO SP- /90-59-/00 59- /90