Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 17.06.1945, Page 26

Stúdentablaðið - 17.06.1945, Page 26
26 STÚDENTABLAÐ Stúdentar útskrifaðir úr Menntaskólanum í Reykjavík 17. júní 1944. En,“ bætti hann við, „oft daprast sjónin og dofnar áhuginn furðu fljótt.“ Síðara atriðið verður ekki rætt hér, en drepið á hið fyrra. Síðan ég kom heim hefir mér oft orðið spurn: Því er þetta unnið þannig, hvers vegna er þetta látið viðgangast? Ástæðan er sjálfsagt sú, að ég hefi séð samsvarandi hluti unna á virkari og skemmtilegri hátt annarstaðar. En það myndi sennilega sæta litlum vinsældum ef ég stæði á gatnamótum og prédikaði: Þannig vinna Amerikumenn, við skulum fara að þeirra dæmi. Það yrði líklega talið, að ég væri haldinn af ,amerískum própóganda og hroka“, jafnvel þó að ég gæti fært máli mínu rök, sem ekki yrðu hrakin. Fólki getur þannig gramist gagnrýni hins nýlærða manns, enda þótt hún sé fram sett af góðum vilja einum og gagnsýrð af áhuga hans um að nota kunnáttu sína og reynslu í hag þjóðar sinnar. Islendingar hafa jafnan þolað það illa, að þeim sé sagt til syndanna og sízt af ungu fólki. Þeir taka minna tillit til sérfræðimenntunar en aðrar menningarþjóðir, enda er hinn íslenzki leikmaður óvenju fróður um ýmsa hluti og ó- hræddur að fella dóma um flókin efni. Er í þessu sambandi skemmst að minnast þess er kaupsýslumaður einn tókst á hendur að ráða niðurlögum sjúkdóma í sauðfé og naut jafnvel til þess opinbers styrks. Stundum hendir það unga menn og nýút-

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.