Stúdentablaðið - 17.06.1945, Page 28
28
STtJDENT ABL AÐ
l
i
i
VoÁ
mcicji
ucýur
ióteráinó
Úr GLUNTARNE eftir
Gunnar Wennerberg.
Þýtt hefur
EINAR M. JÓNSSON
rithöf.
Gl.: Vinur, á lífinu leiSur eg er,
Ekkert er lengur, sem unaS ber,
lífsnautnir hug minn ei gleSja.
eg vil því heim þennan kveSja.
Deyja eg vil,
verSa ei til,
vita’ ei um sorganna undir.
Mag.: Víst sé því fjœr,
vinur minn kœr!
Vor bíSa sólfagrar stundir.
Gl.: Vinur minn,
flest eg finn,
fjáralega gengur.
Horfna stund
hetjulund
hafS’ eg — en ei lengur.
Báðir: Nú skál!
Mag.: Senn kemur voriS og farfuglar hálda
vœnglétt meS söng yfir hafdjúp og lönd.
Báðir: ísana leysir og létt stígur alda
leikand’ og frjáls mót sinn’ elskuSu strönd.
Mag.: Dalir grænka og sól gyllir sund.
Gl.: Þrestir syngja í blómgandi lund.
Báðir: Þá mun dansaS á gróandi grund
viS hin glóhœrSu, fagnandi sprund.
Dalir grænka og sól gyllir sund,
þrestir syngja í blómgandi lund.