Stúdentablaðið - 17.06.1945, Qupperneq 29
STÚDENTABLAÐ
29
Etnil Björnsson stud. theol.:
T unglskinsblettir
á heiðinni
Það var einmitt rætt um hæfileikamenn,
óskabörn hamingjunnar, sem allir tengja
glæstar vonir við, engir öfunda lengur en
dást aðeins að. Hversu öruggir hlutu þeir
að vera, sælir og óttalausir.
Þetta var um haust dagsbirtan þrotin og
dimmt í vagninum að kalla. En nábleikir
tunglskinsblettir báru fyrir augu hér og þar
út um gráföla heiðina.
Samræðunum hélt áfram, en smám saman
var eins og annarleika bleiku blettanna
þyrmdi yfir okkur þarna inni, yfir tuttugu
saman. Við streittumst á móti þessum álög-
um eins og gegn lokkandi, gínandi hættu, en
árangurslaust. Og svo kom það eins og þegar
linast á taki eða slaknar á stagi, og við tók-
um að njóta þess sem við vildum varast, njóta
þess í titrandi óttablandinni eftirvæntingu.
Og nú lagði einhver orð í belg aftur í vagn-
inum og mér fannst ég í senn aldrei hafa
heyrt þessa rödd og alltaf þekkt hana.
Allir litu við. Ég fyrirvarð mig, en mér
barst svo ógnhlaðið hugboð, að mér var
naumast vært í sætinu. Það var óstöðvandi
þensla og spenningur í líkamanum öllum, líkt
og er fyrir bringspölum á undan uppköstum.
Ég gat þó með herkjubrögðum setið kyrr.
Það var Steinn Steinsson stúdent, sem tal-
aði. Það voru eingöngu stúdentar aftur í vagn-
inum, þeir voru á leiðinni suður að hefja
fyrsta háskólanám sitt og höfðu haldið gleð-
inni hátt á loft um daginn, en nú hafði vart
dottið eða dropið af þeim um hríð, og eins og
af þeim dregið. Steinn hafði verið þeirra fjör-
mestur, allt að ofsaglaður öðrum þræði. En
nú cnart raddhljómur hans mig eins og raf-
straumur lítið skorkvikindi, rændi mig gex'-
samlega öllu jafnvægi. Þennan raddblæ
skynjaði ég ekki framar sem hljóm, heldur lit
og lykt. Og þó var hann ekki í lit, það var
myrkrið sjálft með bleikum blettum, og lykt-
in eins og af sjóðheitu blóði.
Ég hnykkti mér til. Var ég að ganga af
göflunum, eða hver býsn lágu í loftinu.
Auðvitað var það þó einmitt Steinn, sem
hér átti fyrstur að leggja eitthvað til málanna.
undarlegt, að mér skyldi ekki fyrr hafa kom-
ið það til hugar. Ég minntist þess nú glöggt,
sem einn félaga hans hafði sagt mér, áður
en lagt var af stað frá gistihúsinu um morg-
uninn, að engan mann vissi hann jafnast á
við Stein, taldi hann afburða hæfileikamann,
talaði um hann með hreinni lotningu.