Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 17.06.1945, Page 30

Stúdentablaðið - 17.06.1945, Page 30
30 STÚDENTABLAÐ Nú skildi ég, hví stúdentarnir höfðu allir setið hljóðir, þeir biðu eftir íhlutun hans. .........um hæfileikamanninn“ var það fyrsta, sem ég nam af máli Steins. Hann hélt áfram, en ég hafði óstjórnlega löngun til að æpa og yfirgnæfa það, sem ég skynjaði frá honum, þvílíkt ofboð greip mig heljartök- um að nýju. „Ofurmenni, snillingur, listamaður af guðs náð, sonur himinsins, eða hvað þið nú viljið kalla hann. Ég kann sögu af einum“. Nú fyrst kenndi ég óróleika hjá öllum, er hafði legið niðri eins og boði yfir blindskeri, en reis í þessari svipan og féll frá hug til hug- ar í þessum þrönga, lukta vagni. Þó báðum við einum rómi að hann segði okkur söguna þá. En þessi sögubón í myrkrinu? Var hún ekki eins og þegar maður lýgur til að forða lífinu? Var hún ekki kreist og sprengd fram af luktum og bálhvítum vörum eins og blóð undan nöglum? Höfðum við ekki verið hrædd til að brosa við kvalara okkar? Það var dauðhljótt í vagninum, er hann hóf máls. Vélaskröltið lét i eyrum eins og hryglublandinn seiðsöngur undir svipusmell- um orðanna. öðru hverju ókum við yfir tunglskinsblettina í heiðinni, og daufum bleik- um bjarma brá yfir stjörf augu og stirðnaða andlitsdrætti: „Hann þekkti aldrei bernskuna og æska hans var annarleg. En ekki var þó skortinum um að kenna eins og tíðast er. Hann var undrabarn, það var allt og sumt. Það klingdi seint og snemma, en entist þó engan veginn barnsskónum. Löngu áður en þeir gatslitn- uðu, var tekið að nefna hann öllum þeim nöfnum, sem fávist fólk gefur fluggáfuðum mönnum“. ánögglega kvað við hvellur, og það fór bylgjuhreyfing um andlitin öll, eins og þegar skjálfti fer um jörðina undir steinrunninni ásjónu hennar. En þetta var aðeins meinlaust bofs í vagnvélinni og sögumaðurinn virtist ekkert hafa heyrt. „Hann var einbirni og foreldrarnir færðu honum veglegri fórnir en guði sínum fyrir að gefa þeim hann. Með hverri sól birtust honum nýjar vonir, sem við hann tengdust, svimháar vonir. Og það var öldungis sama hverjum hann kynntist, engum duldust hæfi- leikar hans, allir töluðu um þá, enginn reyndi einu sinni samanburð við hann, svo að ekkert varð eftir til að þreyta fang við, ekki einu sinni öfundin og níðið, ekkert, ekkert. Á hinn bóginn gátu honum ekki áskotnazt trúnaðar- vinir, menn nálguoust hann eins og opinber- un, ekki hótinu meir, eða eins og veraldar við- undur. Hann reyndi að nálgast þá. En eld- hnötturinn hcföi eins gctað reynt að velt að óheftum fótum“. Það umdi nístingssárt kvein utan af heið- inni, að líkindum jarmur harmiþrunginnar lambsmóður á blóðvallartíma haustins, og það var eins og bergmál af kveininu í rödd sögu- mannsins, er hann hélt áfram. „Kefði hann aðeins getað ofmetnazt. En það gat hann ekki, þótt hann beinlínis reyndi til þess. Þvert á móti gat hann hreint ekki komið auga á þá afburða hæfileika, sem öll- um öðrum varð svo tíðrætt um, það hafði allt verið of auðvelt til þess að hægt væri að miklast af því, hversu guðsfeginn, sem hann hefði viljað. Menn leituðu hans sín vegna en ekki hans vegna, leituðu hans eins og frama. Einskis

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.