Stúdentablaðið - 17.06.1945, Blaðsíða 32
32
STÚDENTABLAÐ
Raddir íslendinga erlendis um
SJÁLFSTÆÐI ÍSLANDS
í fyrsta hefti Fróns er birt fullveldisræða,
sem Jón Helgason próf. flutti 1. des. 1941.
. .. . Vér höfurn sett oss það mark aö halda
wp'pi menningu, sérstákri islenzkri menningu,
sérstöku blómi, sem fái lit sinn og svip ein-
mitt af því að hafa sprottið upp úr þeim jarð-
vegi, sem land vort hefur að bjóða og þrosk-
azt i því lofti, sem um það leikur.
Þennan íslenzka menningamÁlja má rekja
allt frá því, er sögur hefjast á landi voru.
Stundum hefur hann ekki verið nema fálm-
andi viðleitni, líkastur kulnandi neista, en
stundum liefur hann líka borið glæsilegan ár-
angur og líkzt björtum vita. Það er sá fagn-
aðarboðskapur, sem ávallt skal hljóma fyrir
eyrum vorum, þegar efasemdirnar eru reiðu-
búnar að lcesast inn i hugskotið og lama fram-
takið, að dæmin færa oss heim sanninn, að
íslenzk þjóð hefur stundum eklá aðeins vilj-
að heldur einnig getað. .. .
★
I októberhefti Fróns 1943 segir Jón Leifs
tónskáld í grein, sem hann nefnir Hjáleigu-
mennska og er annars gagnrýni á ýmislegt
það, sem miður fer í þjóðlífi voru:
. . . .Oss hrýs hugur við eymd íslenzku
þjóðarinnar á seinustu öldum. Frásagnir um
það virðast á vorum dögum harla ótrúlegar.
Vér verðum agndofa af undrun, ef vér athug-
um upphaf íslenzkrar endurreisnar og þau
djörfu fyrstu spor, sem t. d. Fjölnismenn og
Jón Sigurðsson stigu, þrátt fyrir alla niður-
(Kaílai úi tímaiitinu r,Fión")
lœgingu og fátækt — jafnvel upphafsmann-
anna sjálfra og stuðningsmanna þeirra. Oss
virðist nærri óskiljanlegt, hvernig þetta upp-
haf gat yfirleitt orðið til og allt það, sem af
því leiddi. Hversu miklu betri er aðstaða vor
nú, þegar heita má að öll nauðsynleg verk-
færi séu lögð upp í hendurnar á oss og vér
þurfum aðeins að sýna að vér kunnum að
nota þau.
Vér sjáum hvernig seinustu kynslóðir ís-
lendinga hafa eins og hlaupið hver fram fyrir
aðra með alls konar framförum, og svo mun
verða enn. Þessir sífelldu framfarakippir með
hverri kynslóð gefa oss miklar vonir og skuld-
binda æsku vora til þess að liggja ekki á liði
sínu. .. .
★
Tryggvi Sveinbjörnsson segir í Fróni í jan-
úar 1944:
fsland er i afstöðu, sem ekki er hægt að
líkja við neitt annað timábil i sögu landsins:
Gnægð auðfengis fjár, en um leið miklar
liættur úr ýmsum áttum, einnig hættur að
innan, úr okkar eigin brjósti. Okkur ríð-
ur þvi á að vera á verði, Islendingum. Okkur
riður meira á þvi nú en nokkru sinni. Nú
verðum við að sanna, að við séum færir um
að bera veg og vanda af að vera ríki, álger-
lega óháð öllum í hvívetna. Hvernig eigum
við að sanna tilverurétt okkar? Mér er aðeins
kunnugt um eina leið, einn möguleika: öfluga
menningu, menningu anda og handar, ástund-