Stúdentablaðið - 17.06.1945, Side 33
STtJDENTABLAÐ
33
un, nœgjusemi, fyrirhyggju í fjármálum, en
fyrst og fremst sívákandi réttlætistilfinningu,
állar þær dyggðir er felast í hugtakinu menn-
ing i viðtækasta skilningi. Undir þeim fána
á islenzka þjóðin að sigla og sigra um ókomn-
ar áldir.
★
17. júní flutti Kristján Albertsson ræðu
fyrir minni Norðurlanda, sem birtist svo í 3.
hefti Fróns 1944:
Þvi hvað sem annars má segja um islenzku
þjóðina á vorum tímum, þá er vist, að liún er
bjartsýn og framgjörn. Hún fagnar ekki end-
urreisn lýðveldisins fyrst og fremst sem loka-
sigri í langri baráttu — heldur sem árbliki
nýrrar áldar, aukins frama, í stórlátri von
um efling íslenzkra krafta óg vaxandi menn-
ingarbrag á öllu, sem er íslenzkt.
> ■
1 septemberhefti Fróns 1944 birtist ræða,
sem próf. Jón Helgason flutti fyrir minni fs-
lands stofndag lýðveldisins. Þar segir m. a.:
. .. . Þó að við tökum ytri tákn sjálfstæðis-
ins í okkar hendur, megum við aldrei telja
okkur trú um að islenzkri sjálfstæðisbaráttu
sé þar með lokið. Miklu fremur ber að líkja
henni við Hjaðningavig, sem einlægt hefjast
á nýjan leik. Við verðum að hálda áfram að
sanna tilverurétt okkar meðál þjóðanna,
sanna að hann með athöfnum og áreynslu,
sanna hann með þvi að leggja sífellda rækt
við þann blett heimsins, sem forsjónin hefur
fálið okkur að yrkja, sanna hann með því að
snúa okkur jafnan að nýju vei'kefni, þegar
einu er lokið.....
LITIÐ TIL LANDSUÐURS
Framh. af bls. 14.
nefni. En ég vil minna þá stúdenta, sem í
haust ætla til Skandinavíu, á það, að aðstaða
þeirra verður nokkuð önnur en þeirra fyrir-
rennara, Þeir munu ekki hitta fyrir í há-
skólasölunum skólabræður úr næstu bekkj-
um á undan, sem geta leiðbeint þeim og leitt
þá í ýmsan sannleika. Flestir þeir íslenzku
stúdentar, sem nú dveljast í Skandinavíu, hafa
lokið prófum og munu hverfa heim í sumar,
ef þess er kostur, þar á meðal eru flestir
þeirra, sem nú skipa stjórn stúdentafélaganna
eða hafa átt þar sæti. Þeir stúdentar, sem nú
fara utan, mega vera við því búnir að taka
virkan þátt í stjórn stúdentafélaganna þegar
frá byrjun og byggja þessi félög að nokkru
upp að nýju. Þeirra er að sjá til um, að sam-
tímis sem þeir yngja upp þessi félög, slíti þeir
þau ekki um of úr tengslum við fortíð og
týni ekki þeirra beztu tradisjónum.
Það hvílir allmikil ábyrgð á þeim ungu
stúdentum, sem verða fyrstu fulltrúar stú-
dentaæsku hins nýja íslenzka lýðveldis hjá
frændþjóðunum í landsuðri. Ég er enginn
spámaður og kann ekki að segja örlög þess-
ara stúdenta. En það get ég sagt þeim í fullri
einlægni, að hvort sem fyrir þeim liggur að
auðga sinn anda á Deichmanske..., Konge-
lige . . . eða Crolina rediviva, hvort sem lífs-
blóm þeirra fær sína vökvun á Gyldene Fre-
den, Röde Mölle eða Ungarsk Vinhus, og
hvort sem Langelinje Strandvágen eða Carl
John verður þeirra Via amorosa, þá öfunda
ég þá af því að eiga eftir að upplifa sín skandi-
navisku stúdentsár.