Stúdentablaðið - 17.06.1945, Qupperneq 34
34
STtJDENTABLAÐ
Ágúst H.
Bjarnason próf.
lætur af störfum
Stofnun Háskóla Islands var að mörgu leyti
stórhuga fyrirtæki og djarflegt og bar ein-
kenni síns tíma og umhverfis þess, er hann
fæddist í. Þjóðin var að rétta sig úr kútnum
eftir margra alda niðurlægingu og vesaldóm
og var gripin eldmóði og hrifningu, sem jafn-
an fylgja miklum breytingum, er miða fram
á við. Háskólinn hefur frá byrjun átt því láni
að fagna að hafa hæfum starfskröftum á að
skipa, mönnum, sem höfðu áhuga fyrir starfi
sínu og vilja til að leggja krai'ia sina frarn til
að það yrði leyst vel af hendi Af þeim, sem
tóku við kenslu í háskólanum, þegar hann
var stofnaður 1911, er aðeins einn enn starf-
andi. Það er próf. Ágúst H. Bjarnason, sem
nú er að láta af störfum eftir 34 ára starf.
Þann tíma, sem Ágúst H. Bjamason hefur
starfað við Háskólann hefur að sögn fróðra
manna aðeins fallið niður ein kennslustund
hjá honum, og má af því marka samvizku-
semi hans og vilja til að vinna verk sitt vel.
Ágúst H. Bjarnarson hefur jafnan verið
hlynntur áhugamálum stúdenta og sýnt þeim
áhuga og velvild. I þágu Háskólans hefur
hann starfað mikið og tvisvar verið rektor
hans. 1 þessu sambandi má minna á afskipti
hans af Garðsmálinu og kunna stúdentar hon-
um þakkir fyrir þátt hans í því, sem öðrum
málefnum þeirra og Háskólans.
Eftir próf. Ágúst liggur margt ritverka og
hefur hann jafnan haft áhuga á að mennta al-
menning. Bera rit hans þess merki, því að
þeim er sýnilega ætlað að vera svo úr garði
gerð, að almenningur hafi þeirra full not.
Stúdentar flytja próf. Ágúst H. Bjarnasyni
og konu hans kveðjur sínar og þakka próf.
Ágústi störf hans í þágu skólans.
STÚDENTABLAÐ
GefiS út í Háskóla Islands.
RITNEFND:
Þórir Kr. Þórðarson stud. theol.
Ásgeir Jónsson stud. polyt.
Ásmundur Sigurjónsson stud. oecon,
Eiríkur H. Finnbogason stud. mag.
Geir Hallgrímsson stud. jur.
AUGLtSINGAR:
Benedikt Antonsson stud. oecon.
Sveinn Ásgeirsson stud. jur.:
Rússasöngur
1944
Lag: Gaudeamus —
: Heill þér gleði, göfga dís,
gakk í tignarsœti. :,:
Dagsins skaltu drottning vera,
demantskrans á höfði bera.
:,: Bacchus brúðar gæti. :,:
:,: Hér er andans efsta svið,
útsýn víð og fögur. :,:
Heiðríkja í háloftssölum,
hillingar í jarðardölum.
:,: — Sœll er sólarmögur. :,:
:,: Hyllum lífið, lesna fólk,
látum Sleipni renna :,:
út um geimsins óráleiðir,
yfir sporin nóttin breiðir.
:,: — Æskueldar brenna. :,:
:,: Höldum. gleði að goða sið,
gullinn mjöður freyðir. :,:
Þór mun annast undirleikinn,
Óðinn blæs í stjörnreykinn,
:,: — Freyja sikling seiðir. :,: