Stúdentablaðið - 17.06.1945, Síða 42
42
stOdentablað
er, getið sér hinn bezta orðstír fyrir afskipti
sín af félagsmálum stúdenta, bæði fyrr og
síðar. Ritstjórinn stakk upp á því, að Stú-
dentafélag Reykjavíkur yrði tekið með inn
í útgáfufyrirtæki þetta, og færi líka vel á því,
þar eð ekki væri ætlunin, að tímaritið yrði
fyrir háskólastúdenta eina, heldur yrði það,
samkvæmt áætlun stúdentaráðsins, málgagn
allra íslenzkra ,,academikera“. Taldi hann, að
grundvöllurinn yrði með þessu móti öruggari
og meiri trygging fyrir velgengni fyrirtækis-
ins.
Stjóm stúdentaráðs sá ekkert þessu til
fyrirstöðu og var nú leitað hófanna hjá stjórn
Stúdentafélagsins um það, hvort félagið
mundi vilja gerast aðili að þessu merkilega
máli og var af hennar hálfu tekið vel í það.
Síðan lagði stúdentaráð blessun sína yfir þessa
breytingu.
Þá æskti ritstjórinn þess, að tveir menn
væm skipaðir, sinn frá hvorum aðila, til að
vera til aðstoðar um efnisval og söfnun o. fl.
Hefur stúdentaráð nú tilnefnt Björn Þor-
steinsson stud. mag. til þessa starfs, en Stú-
dentafélag Reykjavíkur Benedikt Bjarklind
cand. jur. Þess er vænzt, að fyrsta hefti þessa
tímarits geti komið út snemma á næsta
hausti.
Er heitið á stúdenta að leggja sig fram
við útbreiðslu ritsins, en það munu flestir vera
sammála um, að ekki sé með öllu vansalaust
fyrir stúdenta að geta ekki staðið fyrir_ út-
gáfustarfsemi sem þessari, en þetta munu
flestir háskólar veraldarinnar gera. Má og
minnast þeirra fáu íslenzku stúdenta í Höfn,
sem gefa út tímaritið Frón, og ætti okkur
ekki að reynast örðugra um vik en þeim.
Afgreiðslumaður timaritsins hefur verið
ráðinn Árni Garðar Kristinsson, Nýja Stú-
dentagarðinum.
Handbók stúdenta.
Á fundi, sem haldinn var i stúdentaráði
ekki alls fyrir löngu, kom fram tillaga um það,
að hafizt yrði handa um útgáfu nýrrar hand-
bókar fyrir stúdenta. Kom síðasta handbók út
árið 1936 og er því sem vænta má orðin ærið
úrelt. Var ákveðið að mælast til þess við
Lúðvík Guðmundsson forstöðumann Upplýs-
ingaskrifstofunnar, að hann tæki að sér að
sjá um verkið.
Skömmu áður en Lúðvík lagði af stað í för
sína til Mið-Evrópu, barst ráðinu bréf frá
honum, en þar tjáir hann sig fúsan til að sjá
um undirbúning útgáfunnar í sumar og muni
hann í utanförinni afla sér þeirra upplýsinga,
sem kostur er á, og að haldi mættu koma í
slíkri handbók. Er þess því að vænta, að ekki
verði mikill dráttur á þessu nauðsynjamáli
úr þessu.
Embœttispróf.
Eftirtaldir menn hafa lokið embættisprófi
við Háskólann:
Lögfræði: Björn Sveinbjömsson I. eink. 211
stig. Gunnlaugur Þórðarson I. eink 184 stig.
Halldór Þorbjörnson I. eink 211% stig. Krist-
inn Gunnarsson I. eink. 184% stig. Óli Her-
mannsson I. eink. 196 stig. Páll S. Pálsson I.
eink. 181% stig. Ragnar Þórðarson I. eink.
208 stig. Sigurgeir Jónsson I. eink. 211 stig.
Viggó Tryggvason II. eink. 155 stig.
Læknisfrcsði: Björn Guðbrandsson I. eink
170 stig% stig. Einar Th. Guðmundsson 11,1.
eink. 129 stig. Ragnheiður Guðmundsdóttir I.
eink. 164 stig. Þorgeir Gestsson I. eink. 153%
stig.
Guðfræði: Geirþrúður H. Bernhöft I. eink.
129% stig. Guðmundur Sveinsson I .eink. 160
stig. Lárus Halldórsson I. eink. 128 stig. Le6
Júiíusson I. eink. 145 stig.