Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1965, Side 4

Stúdentablaðið - 01.12.1965, Side 4
STÚDENTABLAÐ t ln memoriam Dr. phíl. et |up. Alexander Jóhannesson Fyrrv. háskólarektor, prófessor, dr. phil. et jur. Alexander Jóhannesson andaðist hinn 7. júní sl. Með honum er genginn einn kunnasti háskólamaður á landi hér, vísindamaður, er lielgaði líf sitt allt Háskólanum og íslenzkri vísindastarfsemi. Próf. Alexander kenndi allra manna lengst við Háskólann, og hann gegndi miklu lengur embætti háskólarektors en nokkur annar. Hann verður ávallt talinn einn helzti velgjörðarmaður Háskólans. Dugnaður hans, atorka og ósérhlífni í byggingar- og fjármálum Háskólans mun uppi meðan þessi stofnun stendur, og verður for- ysta hans, lagni og glöggskyggni á fær úrræði aldrei fullþökkuð. Var það vissulega verðskuld- að, er lagadeild Háskólans sæmdi hann doktorsnafnbót 1961 fyrir veigamikil stjórnsýslustörf að uppbyggingu Háskólans. Prófessor Alexander var mikill eljumaður um fræðistörf, og liggja eftir hann mikil rit á sér- sviði hans, sem lengi munu halda uppi nafni hans. Hins er ekki síður að minnast, hver ein- stakur drengskaparmaður hann var, þegnskapar- og höfðingsmaður, sem ekki mátti vamm sitt vita. Um hann eiga við orð Gríms Thomsens „en á bjartan orðstír aldrei fellur44, Vér þökkum leiðsögn hins mikilhæfa rektors og blessum minningu lians. Armann Snævarr Fæddur 15. |úlí 1888 Látinra 7. júní 1965

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.