Stúdentablaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 19
STÚDENTABLAÐ
19
því hverskonar hjálp land það
er aðstoðina veitir á auðveld-
ast með að láta í té og í öðru
lagi eftir þörf og óskum þeirra
landa, er hjálparinnar njóta.
Það er auðvitað ávalt mikil-
vægt skilyrði fyrir því, að
hjálpin komi að tilætluðum
notum, að fyrir hendi sé þekk-
ing á því, hverskonar aðstoð
land. það, sem hennar á að
njóta, hefir mesta þörf fyrir
og bezt getur hagnýtt sér. Það
má ekki gleyma, að ástæðan
til þess, hve hægt hefir miðað
í þá átt að vinna bug á ör-
birgðinni í þróunarlöndunum,
er ekki einvörðungu sú, að um
ónóg framlög hafi verið að
ræða í þessu skyni, heldur
einnig sú, að lönd þau, sem að-
stoðina hafa fengið, hafa ekki
verið þess umkomin, sökum
vankunnáttu íbúanna eða ó-
hagstæðrar aðstöðu að öðru
leyti, að hagnýta sér hina
veittu hjálp, þannig að hún
hafi getað náð tilgangi sínum.
Saga þeirrar hjálpar, sem þró-
unarlöndunum hefir verið veitt
er því miður að nokkru leyti
saga mistaka, þannig að alltof
mörg dæmi eru þess, að hjálp
sem veitt hefir verið þróunar-
landi af góðum hug, hefir jafn-
vel orðið til þess að skapa þar
óvildarhug til lands þess er
hjálpina veitti, þar sem fram-
kvæmd hjálparinnar hefir ekki
byggst á nægilegri þekkingu
og skilningi á þörfum móttöku-
landinu og viðhorfum íbúa
þess.
Miklu varðar því, að aðgerð-
ir til hjálpar þróunarlöndunum
séu vandlega undirbúnar. —
Fjarhagslega séð ódýr hjálp
getur gert miklu meira gagn, ef
henni er skynsamlega ráðstaf-
að, en miklu dýrari hjálp, sem
ráðstafað er af handahófi.
Á Island að gerast þátttak-
andi í aðstoð við þróunar-
löndin?
Það er varla fyrr en eitt til
tvö síðustu árin, að farið hefir
verið að ræða þessa spurningu
hér á landi. Liggja til þess
ýmsar ástæður, að áhugi fyrir
aðstoð við þróunarlöndin hefir
verið takmarkaður hér á landi,
en sennilega hefir þar mestu
valdið um, að svo virðist hafa
verið litið á, að Island væri
sjálft meðal þróunarlanda og
bæri því sem slíku, fremur
að vera þiggjandi en veitandi
í þessu efni. Það leiðir þó af
áðurgreindri skilgreiningu á
hugtakinu þróunarland, að því
fer fjærri að ísland sé í hópi
þeirra. Enda taka margar þjóð-
ir, þar sem þjóðartekjur á
mann eru til muna lægri en á
íslandi, svo sem Japanir, mjög
virkan þátt í aðstoð við þróun-
arlöndin, og þess jafnvel dæmi
að þau veiti hvort öðru efna-
hagsaðstoð.
ísland hefur að vísu verið að-
ili að Sameinuðu þjóðunum frá
því skömmu eftir stofnun sam-
takanna, svo og að ýmsum
stofnunum á vegum Sameinuðu
þjóðanna, er látið hafa aðstoð
við þróunarlöndin til sín taka,
svo sem matvælastofnuninni
(FAO), og greitt til þessara
stofnana lögboðin gjöld, þar á
meðal framlag til tækniaðstoð-
ar við þróunarlönd, sem hverju
aðildarríki að Sþ er skylt að
láta í té. Álitamál er þó, hvort
hægt er að telja slíka aðild að
ofangreindum alþjóðlegum
stofnunum til hjálpar við þró-
unarlönd, bæði með tilliti til
þess, að ekki mun hafa verið
lagt fram í þessu skyni um-
fram skyldu, og auk þess er
það samkvæmt áður sögðu
ekki nema mjög lítið brot
þeirrar aðstoðar sem þróunar-
löndunum er veitt, sem á sér
stað á vegum þessarar stofn-
una.
Fyrsta meiriháttar átakið,
sem gert hefur verið í þessum
efnum, er söfnun sú, sem um
þetta leyti fer fram á vegum
matvælastofnunar Sameinuðu
þjóðanna og rekin er undir
kjörorðinu „Herferð gegn
hungri“. Eins og kunnugt hef-
ir verið gert í sambandi við
þá söfnun, verður fénu varið
til lausnar tilteknum verkefn-
um, sem matvælastofnunin
vinnur að í þágu þróunarland-
anna.
Að mínu áliti er hér um
merkan áfanga að ræða í þess-
um málum, sem vonir standa
til að geti haft venjuleg áhrif
þeim til framdráttar, þar sem
þessi mikilvægu alþjóðavanda-
mál hafa aldrei fyrr verið
kynnt almenningi á þann hátt
sem gert er með söfnuninni.
Ber öllum velunnurum þess, að
Islandi beri að taka virkan
þátt í aðstoð við þróunarlönd-
in, með því að styðja ofan-
greinda söfnun eftir mætti að
mínu áliti.
Ef Island hinsvegar á til
frambúðar að taka virkan þátt
í aðstoð við þróunarlöndin
verður nauðsynlegt að byggja
á öðrum grundvelli en sam-
skotum meðal almennings.
Framkvæma verður sem víð-
tækasta athugun á því með
hverju móti íslendingar geta
tekið þátt í þessari starfsemi
svo að sem mestu gagni komi.
Hefir og nú þegar, samkvæmt
þingsályktun frá sl. vori verið
skipuð nefnd til athugunar á
þessu verkefni.
Öllum má auðvitað ljóst
vera, að miðað við þau stór-
kostlegu verkefni, sem fram-
undan eru, hrekkur framlag Is-
lendinga í þessu efni. skammt.
En ef dregin væri af því sú
ályktun, að ástæðulaust sé þá
fyrir Islendinga að taka þátt í
hjálpinni, af því ekkert muni
um framlag þeirra hvort sem
er, þá má í rauninni segja það
sama um alla þátttöku Islend-
inga í alþjóða samstarfi. Það
sé ekki ástæða til þess að Is-
lendingar hafi aðild að alþjóð-
lega Rauða krossinum af því
að svo lítið muni um framlag
þeirra til starfsemi hans. En
slíkri skoðun hygg ég að fáir
myndu vilja halda fram.
Með tilliti til þess hve góð-
ar undirtektir það litla, sem
gert hefir verið í þessum efn-
um, hafa fengið hjá almenn-
ingi, má og telja, að virk þátt-
taka íslands í aðstoð við þró-
unarlöndin sé í fullu samræmi
við vilja almennings. Miklu
máli skiptir auðvitað, að
tryggt sé, að sú aðstoð, sem
veitt er, komi að sem mestum
notum. Verður rannsókn á
þessu verkefni þeirrar nefndar,
sem samkvæmt áður sögðu
hefir verið skipuð. Koma þar
tvær spurningar til álita, í
fyrsta lagi sú, í hvaða mynd
hjálpin á að vera og í öðru
lagi sú, hvernig henni beri að
ráðstafa.
Hvað fyrra atriðið snertir,
er það einkum þrennt, sem til
greina kemur: bein fjárfram-
lög, tækniaðstoð í þeirri mynd
að Islendingar sendi sérfræð-
inga til þróunarlandanna og
móttaka námsfólks frá þeim.
Fyrsta leiðin er vitanlega ein-
földust í framkvæmd en hinar
leiðirnar koma auðvitað einnig
til álita, og hafa þann kost, að
séu þær farnar þá leiðir það
auðvitað til nánari tengsla við
þjóðir þær, er þróunarlöndin
byggja og meiri kynna af mál-
efnum þeirra, en verður, ef
hjálpin er einvörðungu í mynd
fjárframlaga. Ýmsir örðugleik-
ar verða þó á framkvæmd
hinnar beinu tækniaðstoðar,
t. d. ber að hafa það hugfast,
að flest þróunarlandanna eru
á hitabeltinu, þannig að lofts-
lagsmunur verður hindrun í
vegi fólksflutninga milli Is-
lands og þeirra. Annað megin-
atriðið í sambandi við fram-
kvæmd aðstoðar við þróunar-
löndin er ráðstöfun þeirra fjár-
muna eða annarar hjálpar, sem
í té kunna að vera látin. Koma
þar þrjár leiðir til greina. I
fyrsta lagi sú, að ráðstöfun
hjálparinnar sé falin alþjóðleg-
um stofnunum, er slíkum verk-
efnum sinna. I öðru lagi að Is-
lendingar annist sjálfir ráð-
stöfun hjálparinnar og í þriðja
lagi kemur sú leið til greina
að íslendingar gerizt aðilar að
samstarfi, er takmarkaður
fjöldi annarra ríkja kunni að
hafa stofnað til í þessum efn-
um, svo sem samstarfi Norður-
landaþjóðanna er getið hefir
verið. Fyrsta leiðin er sú, sem
farin hefir verið til þessa hvað
snertir það litla sem Islending-
ar hafa látið af hendi rakna í
þessu skyni. Á það bæði við
um þau föstu framlög, sem
getið hefir verið, að íslending-
um beri að greiða til alþjóð-
legra stofnana er þessum verk-
efnum sinna, svo og söfnun þá,
sem nú fer fram. Þessi leið er
auðvitað að ýmsu leyti sú fyr-
irhafnarminnsta og raunar sú
eina, sem kemur til greina
meðan ekki hefir farið fram
allsherjarathugun á því, á