Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 6

Stúdentablaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 6
6 STÚDENTABLAÐ Björn Teitsson, stud. mag., formaður StúdentaróSs: ÁVAR P Varðveizla sjálfsforræðis Hátíðahöld stúdenta 1. desember standa á þeim sögulega grunni, sem margra áratuga frelsisbarátta þjóðarinnar markaði. Þessi frelsis- barátta gekk ekki alltaf rólega fyrir sig hér heima, þótt líklega yrði heitast í kolunum 1908, en engin veruleg átök urðu þó meðal þjóð- arinnar um málið eftir 1912; tvær heimsstyrjaldir sáu um að færa okkur endanlega langþráð frelsi, eftir að flestallir þeir, sem raun- verulega höfðu staðið í hita baráttunnar, voru horfnir af sviðinu. En þeim mönnum, sem mest komu við sögu, þegar baráttan stóð sem hæst, eigum við vissulega mikið að þakka. Þegar einhvers hefur verið aflað, kann að vera, að ekki kosti minni fyrirhöfn að geyma þess, eigi vel að vera. Þetta á ekki sízt við um sjálfstæðið. Og óneitanlega hafa sýnt sig undanfarin ár ýmis vandkvæði á að gæta þess sjálfsforræðis, sem þjóðin hefur aflað sér. Við búum að vísu í harðbýlu landi, eins og venja er að taka fram við sem flest tækifæri. Sú staðreynd réttlætir samt sem áður ekki það, að lifað sé um efni fram, eins og þjóðin virðist gera, ef athuguð eru ummæli fjármálaráðherra okkar nú nýlega. Stríðsgróðanum frá síðari heimsstyrjöldinni eyddi þjóðin svo að segja á svipstundu. Síð- an hafa allar þær ríkisstjórnir, sem setið hafa, raunverulega ekki hugsað um annað en reyna að rétta hag ríkissjóðs við, — og líklega alveg án árangurs, sem er næsta grátbrosleg staðreynd. Þessum tutt- ugu árum hafa því stjórnmálamennirnir eytt í efnahagsmálin — að því er virðist án þess að nálgast markið — en önnur mál hafa setið á hakanum. Við háskólastúdentar á 7. tug 20. aldar ættum sem snöggvast að gera okkur grein fyrir því, að 20 ára stöðnun í höfuð- málum eins og skólamálum getur verið hættuleg sjálfstæðinu, e. t. v. ekki síður en verðbólgan. Undirstöðurannsóknir, sem miði að um- bótum á skólakerfinu, og markvissar áætlanir um eflingu háskólans og æðri vísindastarfsemi virðist vanta. Hér er varla um veruleg fjár- hagsleg atriði að ræða, því að í þessum efnum hlyti tiltölulega smá- vægileg fjárfesting að margborga sig á skömmum tíma. Hér er því fremur um sinnuleysi að ræða, en þetta sinnuleysi gæti orðið alldýrt, þegar fram í sækir. Og eins og áður er sagt, geta einmitt yfirsjónir af þessum toga orðið sjálfstæði okkar hættulegar, þegar tímar líða fram. Þeim, sem varðveita vilja efnahagslegt og menningarlegt sjálf- stæði þjóðarinnar, mættu verða þau atriði, sem nú hafa verið nefnd, minnisstæð. Lítil þjóð hlýtur að eiga í vök að verjast. Fái erlend öfl skynjað, hve vanmáttur okkar er geigvænlegur á fjölmörgum svið- um, hljóta þau að færa sig upp á skaftið, það er aðeins eðlilegt og mannlegt, því að innbyrðis lífsbarátta meðal þess mannkyns, sem fjölgar um nær 2% árlega, hlýtur að fara ört harðnandi. Við höfum ekki efni á því að gefa neitt eftir. Að sjálfsögðu hljótum við að leit- ast við að halda uppi góðri sambúð og samskiptum við þær þjóðir, sem okkur eru eðlisskyldastar og næstar í rúmi. Hins vegar megum við gæta þess að hleypa þeim ekki of langt. Jafnvel þótt við trúum og vitum, að erlendir aðilar vilji okkur vel, eiga þeir ekki og mega ekki hafa einokunaraðstöðu hérlendis til fræðslu eða áróðurs á nokkru sviði þeirrar tækni til svonefndrar fjölmiðlunar sem við þekkjum í nútíma þjóðfélagi, því að þá er menningarlegu sjálf- stæði okkar hætta búin. Hér hefur verið drepið á hluti, sem virðast mega betur fara. En þrátt fyrir ýmsa galla á rekstri þjóðfélags okkar síðustu áratugi, er þó engan veginn fráleitt að vera bjartsýnn á framtíðina. Ef til vill vantar örlítið meiri almennan áhuga á menningarlegum verðmæt- um og dálítið aukna aðgæzlu í fjárhagslegu tilliti. Við verðum að vona, að skjótlega skapizt almennur skilningur á þessum atriðum, þjóðin ranki við sér áður en í óefni er komið, og eldmóður sjálf- stæðisforingjanna, sem horfnir eru af sviðinu, birtist ánýí starfi af- kornendanna. Þá fer vel.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.