Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 22

Stúdentablaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 22
22 STÚDENTABLAÐ Vladimir Jakúb, dósenf við Háskólann í Moskvu: Þangað til við tiittumst aftur, - vinur Með mestu ánægju hef ég orðið við beiðni ritnefndar Stúdentablaðsins að segja hug minn allan um nám á Islandi og jafnframt skýra að nokkru hvernig sóvezk æska lifir og lærir. Það er skiljanlega nær óger- 1 egt að hafa fullmótaðar skoðanir eftir aðeins 6 vikna dvöl hér á landi en þó mun ég leitast við að gera efni þessu nokkur skil. Fyrst vil ég þó undirstrika og þakka vináttu þá og góðvild, sem mér hefur verið sýnd, bæði af prófessorum og samstúdentum, frá því fyrsta við nám mitt hér við Há- skólann. Það er einmitt þessi góð- vild og vinátta sem skifta megin máli, er maður kemur til framandi lands, hvar margskonar reglur og siðir eru við líði, sem erfitt reynist að skilja til hlýtar. Fyrir skömmu sat ég skemmtilega kvöldvöku sem haldin var erlendum stúdentum. Formaður Stúdentaráðs Háskólans, Björn Teitsson, sagði þar meðal annars, að margir erlendir stúdentar kvörtuðu sáran, hve erfitt væri að kynnast Islendingum. Brýt- ur þetta mjög í bága við reynslu mína, og trúi ég að þetta sé nær ein- göngu undir hinum erlenda stúdent sjálfum komið. Ef hinn erlendi stúd- ent leitast við af fremsta megni, að læra málið, kynnast og reynir að skilja menningu og þjóðlíf Islend- inga, þá eru þeir boðnir og búnir til þess að veita honum hjálp sína og útskýra hvað hann ekki skilur. Háskóli Islands er ekki of stór og andrúmsloftið innan stofnunarinn- ar mjög til fyrirmyndar. Ég sótti fyr- irlestra fyrst og fremst í íslenzkum fræðum og finnst mér skipulagning fyrirlestra þar mjög góð. Það er þó ekki eingöngu að þakka hinum á- gætu prófessorum, sem deildin hef- ur innan sinna vébanda, eins og t. d. Halldóri Halldórssyni, Steingrími J. Þorsteinssyni, Hreini Benediktssyni ásamt fleiri slíkum, heldur einnig hitt, hve mikil áherzla er lögð á rannsókn bókmennta og sagnfræði — hinni ómetanlegu arfleifð þjóð- arinnar. Þótt ég þekki ekki til hlýtar baráttusögu Islendinga gegn erlend- um yfirvöldum, þá skil ég vel, hve ómetanlegar hinar fornu sögur hafa verið í þeirri baráttu. Á háskólahátíðinni, 1. vetrardag síðastliðinn, hlustaði ég, með mik- illi athygli á ræðu rektors, einkum er hann reifaði, hve nauðsynleg auk- in fjárveiting er háskólanum. Er ég rektor algerlega sammála, að það fjármagn, sem notað er til eflingar vísindalegra rannsókna svo og ann- arrar starfsemi Háskólans, er hin skynsamlegasta fjárfesting, því að það er ekki mögulegt að efla land eða auka velmegun þjóðar, nema því aðeins þjóðin hafi til umráða fjöl- marga og hámenntaða sérfræðinga. Um það get ég nefnt dæmi frá föð- urlandi mínu. Allur heimurinn veit hve langt Sóvétríkin hafa náð á öll- um sviðum vísinda og tækni. Þegar fólk spyr hvernig það hafi verið framkvæmanlegt, að land, sem fyrir ekki svo löngu var vanþróað land- búnaðarland, hafi getað svo fljótt þróað með sér vísindaleg vinnu- brögð, þá er meðal annarra orsaka ein mjög mikilvæg eða sú, hve mik- ið ríkið veitir nú til æðri menntun- ar. Til dæmis fyrir byltinguna voru í Rússlandi aðeins 127 þúsund stúd- entar við nárri í æðri menntastofnun- um. Núna eru yfir 3 milljónir í hin- um 738 háskólum Sóvétríkjanna. Árið 1914 voru aðeins 8 af hverjum 10 þúsund íbúum við háskólanám, en núna eru það 132. I dag reyna nær allir að auka þekkingu sína. Verkamaður nemur við bréfa-tækni- skóla, húsmóðir í kvöldskóla, bónd- inn lærir landbúnaðarfræði, og vís- indamenn víkka sjóndeildarhring al- þjóðar með rannsóknum sínum. Held ég, að það væri gagnlegt ís- lenzkum vísindamönnum að geta notfært sér reynslu og niðurstöður sérfræðinga okkar nú á sama hátt og þeir notfæra sér niðurstöður vísinda- manna annarra þjóða. Til dæmis veit ég, að jarðfræðingar okkar fylgdust af mikilli athygli með skrif- um íslenzkra jarðfræðinga um Surts- eyjarfyrirbærið. Skulum við því vona, að ekki líði á löngu unz rússn- eska verði meðal hinna erlendu mála, sem nú eru kennd við Há- skóla Islands. Á meðan dvöl minni stóð nú á Islandi, þá fékk ég enn einu sinni tækifæri til þess að sannfærast um það, að Islendingar eru hámenntuð þjóð og leitast við að auka þekkingu sína og lærdóm á öllum sviðum, með hinar fornu bókmenntir sem bakgrunn tilveru sinnar. Einmitt vegna þessa, þá held ég, að það sé þeim ekki erfitt að skilja viðleitni Sóvétmanna til aukins lærdóms og þekkingar. Langar mig nú að segja nokkur orð um háskólann í Moskvu, en hann þekki ég hvað bezt rússneskra háskóla. Er hann gríðarstór, saman- settur af 14 deildum með 24 þúsund stúdentum af 62 þjóðernum Sóvét- ríkjanna og frá 40 löndum öðrum, meðal annars frá Islandi. Kennara- lið háskólans telur 3.700. Til gam- ans má geta þess að aðalbygging há- skólans er svo geysileg, að væri ný- fæddu barni ætlað að dveljast 1 dag í sérhverju herbergi byggingarinnar, þá yrði það 99 ára gamall öldung- ur, ef því þá entist aldur til þessa, er það yfirgæfi húsið. Ríkið veitir stúd- entum mikla hjálp, til þess að þeir geti einbeitt sér við námið, og fá nær allir stúdentar styrki. Á síðustu ár- um námsins nemur styrkurinn um það bil 50 rúblum á mánuði, en það mun jafngilda 2.500 íslenzkum krónum. Auk þessa þurfa stúdentar okkar ekki að kaupa námsbækur sín- ar, heldur fá þær að láni í bókasöfn- um skólanna. Á meðan ég stundaði nám við háskólann hér í haust, þá leitaðist ég við að kynnast lífi og áhugamálum íslenzkra stúdenta. Verð ég að segja, að íslenzk og sóvezk æska hafa margt sameiginlegt, sömu lífsgleði og félagskennd, og sama brennandi áhuga um framtíð föðurlands síns. Sóvézkir stúdentar og æskan yfir höfuð að tala, taka mjög þátt í lífi lands síns, ef ég má svo til orða taka. Til dæmis um það eru hinir miklu fólksflutningar æskufólks austur á bóginn, allt austur að Kyrrahafi, að áskorun hinnar sóvezku ríkisstjórn- ar á fjórða tug þessarar aldar. Hafa þar nú risið milljóna-bæir eins og t. d. Komsómolsk, þar sem áður var aðeins frumskógur, fullur villidýra. Einnig tala hinar miklu fram- kvæmdir á steppum Kasakstan sínu máli. En æskulýður okkat getur ekki einungis starfað vel, held- ur er einnig skemmtun og lífsgleði honum í blóð borin. Það er erf- itt að segja frá skemmtanalífinu svo nokkru nemi í stuttri grein, en möguleikar til skemmtunar eru, frómt frá sagt, góðir. Iþróttir eru mjög í hávegum hafðar og aðstaða til iðkunar íþrótta mjög góð. Oft á tíðum skipuleggja stúdentar kvöld- vökur og dansleiki, líkt og hér. Nú er lögð áherzla á að byggja fleiri kaffihús og skemmtistaði sérstak- lega ætlaða æskulýðnum, þar sem ungt fólk getur komið saman, rætt vandamál sín, hlustað á tónlist og síðast en ekki sízt hitt og hlustað á hin vinsælu ljóðskáld, en Ijóðagerð er mjög svo vinsæl nú í Sóvétríkjun- um eins og kunnugt er. Þegar blað þetta sér dagsins ljós, þá verð ég að yfirgefa landið, því að þeim styrk, sem ég fékk, hef ég deilt milli Islands og Noregs. Eins og að Iíkindum lætur er leitt að yfirgefa háskólann á miðju kennsluári, og ekki hvað sízt, er maður finnur bet- ur og betur kosti þessa erfiða, en þó mjög svo ríka og fallega máls með hverjum deginum sem líður. Samt sem áður yfirgef ég landið léttur í lund, því að á þeim tveim mánuð- um„ sem ég hef dvalizt hér, hef ég kynnzt vandamálum þjóðarinnar og eignazt marga vini. Þess vegna fylgja mér héðan góðar endurminn- ingar. Því segi ég við brottför mína: Sjáumst aftur. Ég óska ykkur alls hins bezta. Velkomnir til Moskvu.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.