Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 25

Stúdentablaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 25
STÚDENTABLAÐ 25 Frá ritstjóra Hinn 13. október síðastliðinn var haldinn almennur stúdentafundur, er fjallaði um kosningu hótíðanefndar og ritnefndar, sem annast skyldu hótíðahöld, svo og útgófu hótíðablaðs 1. desember 1965. Tók ritnefnd strax til starfa, og voru henni gefnar frjólsar hendur um efnisval. Akvað ritnefnd að helga blaðið að nokkru efninu: Verndun þjóðernis. Undirbúningur var þegar hafinn og leitaði ritnefnd til greinahöfunda svo fljótt, sem unnt reyndist. Er það einungis vegna skilnings og velvildar þeirra, að útgófa blaðsins reyndist möguleg, vegna hins skamma tíma, er til stefnu var. Þakkar ritnefnd öllum, sem ó einhvern hótt hafa stuðl- að að tilveru þessa blaðs. Er* við upphaf nóvembermónaðar sóst blika á lofti. Frétti ritnefnd hó- tíðablaðsins þó út undan sér, að von vœri á útkomu Stúdentablaðsins, 2. tbl. 1965. Fœrði ritstjóri þetta samstundis í tal við formann stúd- entaróðs, Björn Teitsson, stud. mag., og taldi þennan gang móla mjög svo viðsjórverðan, einkum hvað við kœmi fjórhag hótíðablaðsins. Eins og almennt er vitað, þó er auglýsingasöfnun í Stúdentablaðið enginn hœgðarleikur, þótt ekki sé att saman tveim blöðum eins og nú hefur ótt sér stað. Taldi Björn þetta ástand þó ekki óviðráðanlegt, þar sem um- rœddu Stúdentablaði hefði verið œtlað að sjá dagsins Ijós í októbermán- uði, og hlyti þess vegna að vera von á því á hverri stundu. Sœttist rít- nefnd á þessa skoðun Björns og tók á sig aukið erfiði henni samfara. Líður nú að því, að Björn Teitsson og ritstjóri hátíðablaðsins mœla sér mót til þess að taka niður háskólaannálinn. Las Björn annálinn að mestu fyrir og hafi hann þökk fyrir. En ritstjóri rak fljótt augun í það, að þau mál, sem hvað hœst hafa borið meðal stúdenta, eins og t. d. félags- heimilið, garðsmálin og ástand tannlœknadeildar, var hvergi minnzt í annálnum. Innti ritstjóri Björn strax eftir þessu, og sagðist honum þá svo frá, að í vœntanlegu Stúdentablaði tœki hann félagsheimilismál ð fyrir og annað, sem ritstjóri taldi að á annálinn vantaði, vœri þar að finna í þœtti frá stúdentaráði. Ekki þótti ritstjóra hagur blaðs síns batna við þetta, en vegna orða formanns stúdentaráðs um það, að ekki þyrftj til árelcstra að koma milli blaðanna, vegna þess að umrœtt Stúdenta- blað vœri vœntanlegt þá og þegar, lét hann málið kyrrt liggja. Líður svo allt til 19. nóvembers síðastl., en þá rekst ritnefnd hátíðablaðsins á Stúdentablaðið, 2. tbl. 1965, nœr fullprentað í prentsmiðju Jóns Helga- sonar. Kemur þá í Ijós, að ein aðalgrein þess ber sama nafn og er nœr samhljóða grein prófessors Bjarna Guðnasonar hér í þessu blaði. Er átt við ágœta grein Hreins Benediktssonar prófessors í Stúdentablaðinu, 2. tbl. 1965. Var formaður stúdentaráðs þegar sóttur heim, og þar eð margt af efni hátíðablaðsins hafði verið tíundað honum og ritnefnd hátíðablaðs- ins áleit að hann hefði sett launuðum starfsmanni ráðsins (ritstjóra Stúd- entablaðsins, 2. tbl. 1965) einhverjar reglur til þess að vinna eftir, fannst henni nú vera komið nóg af því góða. Fór ritnefnd því fram á það við formann stúdentaráðs, svo og stúdentaráð að útkoma Stúdentablaðs- ins, 2. tbl. 1965 yrði seinkað enn um 2—3 vikur, því að ritnefnd taldi útkomu þess nú, eins og málum var háttað, rýra mjög gildi hátíðablaðs- ins. Var sú tillaga að engu höfð. I stað þess lét formaður ráðsins flýta útkomu blaðsins eins og unnt var (líklegast sem verðlaun fyrir seinlœti ritstjóra þess), svo að það náði til lesenda á hádegi laugardagsins 21. nóvembers síðastl. Metur ritnefnd hátíðablaðsins að verðleikum þá fyrir- greiðslu, sem hún hefur fengið hjá stúdentaráði og formanni þess, hvað þessu máli viðvikur. Það er svo annað mál, að vel má vera að finna megi einhverja sök hjá ritstjóra þessa blaðs á því vandrœða ástandi sem hér hefur myndazt í sambandi við umrœddar greinar, enda má lengi deila um keisarans skegg. Hitt liggur aftur á móti í augum uppi, að sá frestur, sem orðið hefur á útgáfu Stúdentablaðsins, ásamt því stjórnleysi á efnisvali þoss, sem rekja má beint til stúdentaráðs, er að engu leyti af- sakanlegt. Nógur er vandi ritnefndar hátiðablaðsins samt, vegna hinna þröngu tímatakmarka, sem henni eru settar, þótt útgáfu þessa blaðs sé ekki gert eins erfitt fyrir og nú hefur orðið raun á. A þessum þrengingartímum blaðsins hefur prófessor Bjarni Guðnason reynzt því ómetanlegur. Þar eð ritnefndin telur að blaðið yrði fátœklegra ella, þá hefur hún ákveðið, að fengnu leyfi, að birta grein hans, þrátt fyrir það, sem á undan er ge-ngið. Þakkar ritnefnd prófessor Bjarna einstaka góðvild og skilning og bið- ur um leið velvirðingar á þeim mistökum, sem hér hafa átt sér stað. Þórarinn Sveinsson, stud. med. Heimir Pálsson, stud. mag.: Sálmur kaupmanns á jólum 1965 Gull, meira gnll! Eg nýt þess að hlusta á hljóminn þinn, heilagi málmur, og róminn. Gull, meira gull! Gull, meira gull! Hve ég fagna þeim ekkjunnar eyri, sem minn auð gerir stærri og meiri. Gull, Ijúfa gull! Gull, meira gull! O, höfuga ilman, ég hneigi mitt höfuÖ ! lotning og segi: ,,GuÖlega gull!“ Gull, meira gull! Þú ert guð minn, máttugi málmur, messuvin, obláta, sálmur. Gull, meira gull! Gull, fagra gull! 1 tilbeiÖslu á kné skal ég krjúpa; lát af kaleiknum blóðið þitt drjúpa. Gull, kæra gull.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.