Stúdentablaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 9
STÚDENTABLAÐ
9
gera ráð fyrir, að þriðji hver maður,
sem náð hefur 14 ára aldri þurfi að
leita aðstoðar vegna geðsjúkdóms
fyrir sextugt, ef hann lifir svo lengi.
Séu geðsjúkdómar ellinnar einnig
teknir með má gera ráð fyrir, að 2
af hverjum 5 landsmönnum þurfi
einhtfern tíman á lífsleiðinni að
leita aðstoðar vegna geðsjúkdóma.
Geðsjúkdómar þessir eru á mjög
mismunandi stigum, allt frá tiltölu-
lega léttri hugsýki, eða taugaveiklun
eins og hún er kölluð í daglegu tali,
til hinnar alvarlegustu geðveiki,
sem hefur varanlega örorku í för
með sér. Um það bil fjórðungur
sjúklinganna þyrfti að geta átt kost
á sjúkrahúsvist einhvern tíma til
þess að fá fullnægjandi þjónustu,
en a. m. k. helmingur þeirra þarf á
einhverri sérfræðilegri aðstoð geð-
Iækna eða aðstoðarfólks þeirra að
halda. Hinum helming sjúklinganna
má gera ráð fyrir að nægja mundi
meðferð hjá almennum læknum,
sem hefðu góða undirstöðuþekkingu
í geðlæknisfræði, og e.t.v. að ein-
hverju leyti leiðbeiningar félagsráð-
gjafa og sálfræðinga í samvinnu við
læknana. Því fer víðs fjarri, að hér
hafi verið hægt að veita þá þjónustu,
iem þörf hefur verið fyrir og enn
vantar mikið á, að við höfum á að
skipa nægum mannafla til að sinna
meðferð þessara sjúklinga og enn
meir vantar á, að bráðnauðsynleg-
asta sjúkrahúsrými sé fyrir hendi.
Til þess að geta sinnt brýnustu þörf-
um geðsjúkra um sjúkrahúsvist þurfa
að vera til 3 sjúkrahúsrúm á hvert
þúsund landsmanna. Til þess að ná
þessu marki hér á landi vantar í dag
350 sjúkrahúsrúm. Það er augljóst,
að slíkur skortur á sjúkrahúsrými,
starfsaðstöðu og mannafla hlýtur að
há geðverndarstarfinu mikið.
Mikið af hinu almenna heilsu-
verndarstarfi miðar að því að finna
sjúkdómana þegar á byrjunarstigi og
komast þá strax fyrir þá til þess að
fyrirbyggja, að þeir valdi varanleg-
um skaða, dauða eða örorku. Það
eru aðeins tiltölulega fáir sjúkdóm-
ar, sem eiga sér það vel þekktar or-
sakir, að hægt sé að framkvæma
beinar varnarráðstafanir til þess að
sjúkdómurinn komi aldrei fram.
Hins vegar eru þekkt mörg atriði
varðandi flesta sjúkdóma, sem hafa
meiri að minna meðverkandi áhrif
á, hvort sjúkdómarnir koma fram
á ákveðnum tíma og á gang þeirra
og batahorfur. Þetta á jafnt við um
geðsjúkdóma og flesta aðra sjúk-
dóma. A þessa þætti sjúkdómsorsak-
anna er oft hægt að hafa mikil áhrif
til þess að fyrirbyggja sjúkdómana
eða draga úr þeim.
Varnir einstaklinganna gegn ýmis
konar ytra áreiti og aðlögunarhæfni
þeirra að breyttum aðstæðum eru
mjög mismunandi, og er nauðsyn-
legt að haga geðverndarstarfinu með
tilliti til þess. Verður því að gera
það, sem hægt er til að bæta varn-
ir og aðlögunarhæfni einstakling-
anna, sérstaklega þeirra, sem örðug-
ast eiga með að tileinka sér ný við-
horf og laga sig að nýjum og breytt-
um aðstæðum. Hins vegar má ekki
breyta umhverfinu og aðstæðunum
svo snöggt, að engin von sé til að
obbinn af fólki geti fylgzt með
breytingunum og lagað sig að þeim.
Snöggar breytingar skapa öryggis-
leysi, sem er einn höfuðóvinur góðr-
ar geðheilsu. Miklar byltingar eru
mönnum þannig andstæðar, því and-
stæðari sem aðlögunarhæfni þeirra
er minni.
Á þessari öld hefur borgarlífið í
æ vaxandi mæli leyst af hólmi hið
tiltölulega kyrrláta sveitalíf, sem
menn áður bjuggu við. Þessari breyt-
ingu fylgir margs kyns andleg, lík-
amleg og félagsleg áreynsla, sem
mönnum var áður framandi. Sam-
fara vaxandi borgarmenningu eru
lagðar meiri félagslegar hömlur á
fólk, er draga úr frelsi einstaklings,
sem eins og áður segir er einn
af hornsteinum góðrar geðheilsu.
Margir hafa gert því skóna, að hraði
nútímans og borgarmenningin
kynnu að hafa í för með sér aukn-
ingu á hvers kyns geðsjúkdómum.
Um þetta verður ekki sagt með
neinni vissu, því að rannsóknir þær,
sem fyrir hendi eru um tíðni geð-
sjúkdóma á ýmsum tímum gefa ekki
ákveðin svör við þessari spurningu,
sumar benda til aukningar á geð-
sjúkdómunum, aðrar ekki. Þær rann-
sóknir, sem til eru hér á landi benda
ekki til að um neina verulega aukn-
ingu sé að ræða á tíðni þessara sjúk-
dóma. Annað mál er, að í dag þora
fleiri en áður að kannast við, að þeir
eigi við einhver geðræn vandamál
að stríða. Með aukinni og almennari
menntun hefur mönnum einnig skil-
izt, að vanlíðan þeirra er ekki kross,
sem þeir eiga að bera þegjandi í ein-
rúmi, heldur beri þeim að leita sér
aðstoðar til að greiða úr vandanum
sér og fjölskyldum sínum til léttis.
Samfara breytingunni, sem orðið
hefur á einstaklingsfrelsinu við að
flytja saman á þéttbýlli svæði hafa
líka orðið ýmsar aðrar breytingar á
högum manna, sem eru til góðs fyrir
geðheilsu þeirra. Vaxandi félagslegt
og fjárhagslegt öryggi, sem fylgt hef-
ur í kjölfar sjálfstæðis þjóðarinnar,
í stað öryggisleysis og misréttar
fyrri tíma, vegur þungt á móti þeirri
skerðingu einstaklingsfrelsisins, sem
fylgir þéttbýlinu, og er raunar vafa-
samt, hvort þyngra vegur. Maður er
manns gaman og flestum er eðlilegt
að lifa í félagsskap og tengslum við
aðra menn, ef þeir hafa hæfilegt
svigrúm og athafnafrelsi. Allur fé-
lagsskapur og tengsl milli manna
hafa í för með sér einhverja skerð-
ingu á frelsi einstaklingsins, því að
hann verður að taka tillit til hópsins
og þarfa annarra einstaklinga. Menn
verða því að sætta sig við lög og
reglur og að vissu marki er flestum
það eðlilegt. Jafn eðlilegt er þeim
að lúta réttlátri og hæfilegri stjórn.
Ofstjórn, óstjórn og misrétti eru
hins vegar verstu féndur góðrar geð-
heilsu.
Eins og áður getur eru geðsjúk-
dómarnir mjög algengir sjúkdómar,
sem allir geta fengið, þó að mönn-
um sé að vísu mjög mishætt við að
fá sjúkdómana. Þeim, sem minnsta
aðlögunarhæfnina hafa og lélegast-
ar varnir, er auðvitað hættast. Sjúk-
dómshættan er einnig mismunandi
eftir aldri. Kemur þar hvort tveggja
til, að aðlögunarhæfnin er breytileg
og að mest reynir á hana á ákveðn-
um tímabilum í ævi hvers einstakl-
ings, þegar mestar breytingar verða
á lifnaðarháttum hans. Sem dæmi
má nefna þá örðugleika, sem nýstúd-
entar oft rata í, þegar þeir hefja há-
skólanám og verða skyndilega að-
njótandi frelsis um tilhögun náms
síns og vinnu gagnstætt því, sem
þeir hafa alizt upp við og vanizt
fram að þeim tíma. Er ekki vafi á, að
hér er nokkur skýring á þeim miklu
vanhöldum, sem virðast verða með-
al háskólastúdenta. Væri það tví-
mælalaust geðverndaratriði fyrir
stúdenta að létta þeim þá breytingu,
sem verður á högum þeirra, er þeir
flytjast úr hinu bundna menntaskóla-
kerfi yfir í háskólanám. I þessu sam-
bandi má geta þess, að núverandi
rektor Háskólans hefur brotið upp
á merku nýmæli, sem gæti orðið
mörgum stúdentum til hjálpar. Hef-
ur hann lagt til, að við deildir Há-
skólans verði sérstakir ráðgjafar fyr-
ir stúdentana, sem bæði geti leið-
beint þeim um nám og námstilhög-
un og einnig nokkuð í persónuleg-
um vandamálum.
Þessir ráðgjafar yrðu auðvitað að
hafa mjög glöggan skilning á geð-
verndarmálum og vísa stúdentunum
á að leita sér aðstoðar sem fyrst, ef
þeir hafa einhver geðræn einkenni
eða um er að ræða einhverjar geð-
rænar flækjur, sem þarfnast geð-
Iæknismeðferðar. Með þessu móti