Stúdentablaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 16
16
STÚ DENTABLAÐ
Dr. theol. Jakob Jónsson:
Húmor
og
íroníai
I
Biblíunni
i.
Það er ekki auðvelt að rita um húm-
or og íroníu á íslenzku. Tungumál
vort á engin orð, sem svara fullkom-
lega til hinnar útlendu merkingar
eða hafa réttan blæ. Auk þess mun
flestum koma saman um, að erfitt sé
að skýrgreina hugtökin á fullnægj-
andi hátt. I stórum dráttum tel ég
að skýra megi húmorinn þannig, að
frumtilfinningin sé leikgleðin, glað-
værðin, sem verður húmoristisk,
þegar hún beinist að einhverju bros-
legu. Húmor er ekki einkenni á hlut,
heldur er hann háður persónulegum
smekk og tilfinningum, að sínu leiti
eins og fegurðarskynið. Hér kemur
einkum þrennt til greina, sem sé
hugarástand mannsins, viðhorf hans
til hlutarins og viðhorf hans til lífs-
ins (Philosophy of life). Sá maður-
inn illgjarn, breytist húmorinn í háð,
spé, jafnvel kaldhæðni.
Próf. Harald Höffding benti, á
sínum tíma, á sambandið milli húm-
ors og lífsskoðunar, og hélt því fram,
að húmor gæti orðið „livsanskuelse",
eða „Lebensgefiihl". Þá er húmorinn
svo rótgróinn í tilfinningalífi manns-
ins, að honum er eiginlegt að sjá
tilveruna yfirleitt í Ijósi hans. I sönn-
um húmor er samúð, og góðgjarnir
menn brosa ekki eða gleðjast, nema
það, sem brosað er að, sé óskaðlegt.
Menn geta hlegið að óhöppum og
ágöllum náungans, jafnvel sinna
beztu vina og saklausra barna, en þó
því aðeins, að í vitundinni felist full-
vissa um, að óhöppin eða ágallarnir
séu þrátt fyrir allt ekki þess eðlis,
að óbætanlegt tjón leiði af þeim.
Þess vegna er húmorinn eðlilegri
hjá mönnum með bjartsýna og sam-
úðarríka Iífsskoðun og trú. Kristin-
dómurinn ætti því að skapa góð skil-
yrði fyrir húmor, en vera fjarlægur
illgjörnu háði.
II.
Ironía er ekki jafn-háð tilfinning-
um og húmorinn. Hin gríska „eir-
oneia" birtist bæði í leikbókmennt-
um Forn-Grikkja og í frásögnum
Platós af Sókratesi. — „Alaðsón",
gortarinn, monthaninn, hefir hald-
ið sér gegnum aldirnar í evrópskum
bókmenntum, og lætur töluvert á
sér bera hjá Moliére og Holberg, og
kemur Ijóslifandi fram hjá Matthí-
asi í Skugga-Sveini. En andstæða
gortarans og merkikertisins er „eir-
ón", hinn yfirlætislausi, sem leynir
á sér, en gengur þannig frá gortar-
anum, að hann fellur á sjálfs síns
bragði. Sókrates kemur fram við
spekinga sinnar aldar eins og hinn
fáfróði og fávísi „gnagleri", sem
spyr vitringana í þaula, þangað til
þeir hafa sjálfir orðið berir að fá-
vísi eða heimsku. Þannig er íronía.
Hún er í því fólgin að tala þvert um
hug sér, en ekki eins og hræsnarar
tala þvert um hug sér, heldur þann-
ig, að allir geti séð, að maðurinn
meinar alveg þveröfugt við það, sem
hann segir. Höffding hefir sagt, að
íronía sé alvara með „spaug" að
baki, en að baki spauginu sé svo
aftur alvara. Ironía getur mótast af
allskonar tilfinningum, og falið í sér
húmor eða kaldhæðni eftir atvikum.
III.
Getum vér vænzt þess að finna
húmor og íroníu í Biblíunni? Það
slíkri spurningu sé svarað skilyrðis-
þarf engum að koma á óvart, þótt
laust neitandi af mörgum. Og til
þess liggja ýmsar ástæður. Biblían
er bæði samkvæmt trú Gyðinga (G.
T.) og kristinna manna (Bæði G. T.
og N. T.) sérstök opinberun Guðs.
Það vill því gleymast, að hún hefir
sína mannlegu hlið, eins og hverjar
aðrar bókmenntir. Ennfremur erum
vér kunnugastir Biblíunni af helgi-
lestri. Prestur, sem les texta fyrir
altarinu, les „liturgiskt", og þá
hverfa þau blæbrigði, sem annars
birta ýmiskonar tilfinningar, þar á
meðal tilfinningu húmorsins. Loks
er vert að veita því athygli, sem
próf. Clavier benti á fyrir alllöngu,
að hin byzantiska Kristsmynd hefir
að mestu náð yfirhöndinni í trúar-
lífi og kitkjulegri túlkun, og hún er
fjarri því að vera sönn mynd meist-
arans og spámannsins, eins og hann
hefir hreyft sig í daglegu umhverfi
síns eigin tíma og í átökum sinnar
eigin kynslóðar. — Sé ritskýrandinn
aftur á móti ekki allt of háður hinni
byzantisku tegund Kristsmyndarinn-
ar, finnur hann sennilega, að Jesús
frá Nazaret var bæði spámaður og
rabbi, og notaði í predikun sinni og
viðræðum samskonar ræðustíl og
fræðslu-aðferðir eins og samtíma-
menn hans yfirleitt. Sá munur, sem
er á honum og þeim, liggur aftur á
móti í sérstöðu hans sem Messíasar.
Vegna skyldleika hans við bæði spá-
menn og fræðimenn, er því eðlilegt
að skýra húmor hans og íroníu út frá
þeim húmor og íroníu, sem finnst
annars vegar í Gamla Testamentinu
og hins vegar í hinurn rabbinsku
bókmenntum, Talmud og Midrash.
Erfðir þessarra ritsafna eru svo forn-
ar, að mjög mikið af efni þeirra á
rætur sínar í andlegu lífi Gyðinga
fyrir daga Krists.
IV.
Við athugun á húmor og íroníu
Nýja testamentisins, kemur í Ijós, að
þar er um að ræða allmiklar hlið-
stæður við hinn rabbinska húmor.
Mest ber á þeim í hinum samstofna
guðspjöllum þrem (Matt., Mark.,
Lúk.). Jóhannes hefir eiginlega lít-
inn sem engan húmor, en mikið af
sérstakri tegund af íroní. Páls-bréf-
in hafa hvortveggja, og þar er um
að ræða meiri persónuleg blæbrigði
en annarsstaðar í Nýja testamentinu.
Sérkenni hvers fyrir sig verða tæp-
lega skýrð í örstuttri grein. En ég
geri ráð fyrir, að margir hafi einna
mestan áhuga á því að vita eitthvað
um húmor og íroníu Jesú. Ekki sízt
vegna þess, hvernig tekið hefir ver-
ið til orða í dagblöðunum í sam-
bandi við bók mína um þessi efni,
vil ég taka það mjög skýrt fram, að
háð og spott finn ég ekki í þeim orð-
um, sem guðspjallamennirnir leggja
Jesú í munn, en hann fylgir venju
fræðimannanna í því að nota dæmi,
sem sýna ýmist broslegt fólk (frá al-
mennu sjónarmiði), brosleg atvik
eða broslegar og fjarstæðar hug-
myndir. Það má heldur enginn hugsa
sér, að Jesús hafi stráð „bröndurum"
á báða bóga. Hann gerir aldrei að
gamni sínu vegna húmorsins eða
aðeins til að koma mönnum til að
hlæja. Hins vegar notar hann í
kennslu sinni og predikun ýmiskon-
ar „fígúrur", sem eru kímnilegar, ef
þær eru skoðaðar í réttu ljósi, og
íronía hans er þess eðlis, að oft verða
andstæðingar hans broslegir vegna
sem Sókrates átti í höggi við. Sjálf-
eigin aðgerða, líkt og spekingarnir,
sagt eru sumar samlíkingar hans og
myndir til áður, og aðrar eru þess