Stúdentablaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 43
Nýar HEIMSKRINGLUBÆKUR
Björn Þorsteinsson
ÆVINTÝRI MARCELLUSAR SKÁLHOLTSBISKUPS
Marcellus de Nieverniis er frægastur þeirra, sem borið hafa bisk-
upsnafn í Skálholti, en komst að vísu aldrei til íslands. Hann
var talsverður ævintýramaður, lenti fimm sinnum i fangelsi, var
eitt sinn dæmdur í lífstíðardýflyssu, einu sinni hengdur, og bann-
færður af páfanum sjálfum. Samt sem áður hélt hann biskups-
tign til æviloka, og völd ekibiskups hafði hann um skeið í Nið-
arósi. Ób. kr. 280.00, ib. kr. 340.00.
Jóhannes úr Kötlum
VINASPEGILL
Safn úr blöðum og tímaritum af bundnu máli og óbundnu, flest
frá síðasta aldarfjórðungi: greinar og erindi um bókmenntir,
þjóðernismál og íslenzka náttúru, umsagnir um bækur, útvarps-
þættir afmæliskveðjur og minningargreinar. Kristinn E. And-
résson sér um útgáfuna og hefur valið efnið í samráði við höf-
undinn. Ób. kr. 290.00, ib. kr. 350.00.
Olafur Jóh. Sigurðsson
LEYNT OG LJÓST
Tvær sögur sem hlotið hafa mikið lof gagnrýnenda. Um lengri
söguna, Bréf séra Böðvars, segir Þórarinn Guðnason: „Hún er
ein þeirra sagna sem eiga eftir að leita á hug lesandans löngu
eftir að lestri er lokið; séra Böðvar verður okkur minnisstæður
af þvi að við þekkjum hann svo vel. Eg held við þekkjum hann
til hlýtar. Svona getur enginn sagt sögu nema mikill listamaður.
Ób. kr. 230.00, ib. kr. 280.00.
Jón Helgason
ÚR LANDSUÐRI
Þriðja prentun ljóðabókar sem er þegar sígild.
Ób. kr. 230.00, ib. kr. 270.00, skb. kr. 330.00.
Brynjólfur Bjarnason
Á MÖRKUM MANNLEGRAR ÞEKKINGAR
,,Sama spurning, tengsl mannsins við hið óþekkta, tekur sí og
æ á sig nýja mynd. Sérhver kynslóð verður að gera þessa spurn-
ingu upp við sig á sinn hátt, í samræmi við sitt þroskastig, og
lifa lifinu samkvæmt því. í fullkomnun efa, án allra leiðsögu-
hugmynda, verður lífinu ekki lifað. Hinar fornu trúarlegu hug-
myndir duga mannkyninu ekki lengur. Lífskoðun, sem ekki þol-
ir lengur birtu mannlegrar hugsunar eins og hún skín skærast á
hverium tíma, á ekki langt líf fyrir höndum." (Ur formála höf-
undar). Ób. kr. 300.00, ib. kr. 350.00.
Hermann Pálsson
EFTIR ÞJÓÐVELDIÐ
Þessi bók Hermanns Pálssonar, háskólakennara i Edinborg, er
nýjung í rannsóknum íslenzkrar sögu. Þar eru teknar til athug-
unar frásagnir fornra annála um síðustu áratugi 13. aldar, upp-
runi þeirra og skyldleiki rakinn, heimildargildi þeirra kannað,
samanburður gerður á þeim og öðrum söguritum frá sama tíma.
Björn Bjarman
í HEIÐINNI
Þessi bók, sem er frumsmíð höfundar, hefur inni að halda átta
smásögur, sem allar gerast i bandarísku herstöðinni á Miðnes-
heiði eða hafa hana að bakgrunni.
Þorsteinn Valdimarsson
LIMRUR
Níutiuogníu stutt ljóð i sérkennilegu formi. Teikningar í bók-
ina hefur gert Kjartan Guðjónsson.
Bjarni Benediktsson
STORMUR í GRASINU
Leikrit.
Vilborg Dagbjartsdóttir
SÖGUR AF ALLA NALLA
Barnabók.
MÁL OG MENNING, Laugavegi 18
r
Utvegsbanki
r
Islands
Reykjavík
Akureyri
ísafirði
Siglufirði
Seyðisf irði
Vestmannaeyjum
Keflavík
Annast öll venjuleg bankaviðskipti
innan lands og utan
Tekur ó móti fé í hlaupareikning og til ávöxtunar
með sparisjóðskjörum með og án uppsagnarfrests
Ríkisábyrgð er á öllu sparifé í bankanum
Útibú er í Reykjavík á Laugavegi 105
'Oerndið heimi/iyðgr....
BRUKABÓTAFÉlAtí ÍSLANDS