Stúdentablaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 24
24
STÚDENTABLAÐ
enta og nám þeirra og hinsvegar
varðandi tómstundir stúdentanna og
félagslegt uppeldi. Hafandi í huga
hættu af of mikilli „gerneraliser-
ingu" má segja, að hin fyrrnefndu
eigi að vera ópólitísk, en hin síðar-
nefndu pólitísk, þegar það á við (t.d.
dansleikir og manntafl eru auðvitað
ekki pólitísk).
—o—
Stúdentaráð (og að hluta deildarfé-
lögin) er stéttarfélag stúdenta við
Háskóla Islands eða a.m.k. á að
vera það, sbr. ákv. laga stúdenta-
ráðs um meðlimi og markmið að
hluta. I samræmi við þetta ber ráð-
inu að fjalla um hagsmunamál stúd-
enta, gæta fengins réttar og sækja
nýjan rétt. Þá ber því að koma fram
fyrir hönd stúdenta, þ.e. almenn
representation. Um þessi málefni eru
stúdentar sammála í meginatriðum
og deilur eru miklu fremur um fram-
kvæmd en takmark og tilgang. Það
er því yfirleitt óþarft og óhagkvæmt,
að stúdentar láti flokkspólitískan
ágreining sinn skifta máli við stefnu-
mótun og framkvæmd þessara mála.
Engin regla er þó án undantekn-
inga og hugsanlegt er, að grund-
vallarágreiningur í stjórnmálum geti
skift máli um stefnumótun hags-
munamála. Þeir, sem t.d. aðhyllast
kommúnisma, hafa önnur sjónar-
mið til ríkisvaldsins og hlutverks
þess. Þeir mundu því hugsanlega
telja það stefnu stúdenta, að þeim
séu greidd námslaun, en væru
bundnir af vinnuveitanda sínum,
ríkisvaldinu, að námi loknu. Hinir
telja réttara að sækja heldur á um
námslán og styrki, en að mennta-
menn séu að mestu sinnar eigin gæfu
smiðir að námi Ioknu. Þetta er at-
riði, sem fremur er sprottið af
grundvallarafstöðu til stjórnmála
og aímennri lífsskoðun og verður
því allt að einu að telja samstöðu
um hagsmunamálin vera fyrir hendi,
enda séu þau óháð flokkspól itískri
afstöðu, þ. e. ópólitísk í þeim skiln-
ingi. Sumir mundu segja, að stúd-
entaráðsmenn hefðu tilhneigingu til
þess að hlífa flokksbræðrum sínum
á Alþingi og í ríkisstjórn, aðrir halda
þvi fram, að stúdentaráðsmenn
mundu einmitt grípa tækifærið og
ganga þeim mun harðar fram í slíku
tilviki. Báðir gætu hér haft rétt fyr-
ir sér og verður því engin almenn
regla dregin af þessu eða svipuðum
dæmum. Stúdentar hafa ólíka af-
stöðu til t. d. trúmála eða gildis lík-
amlegra íþrótta. Agreiningur gæti
því verið í stúdentaráði um hverja
áherzlu beri að leggja á slík mál.
Hann er allt að einu ópólitískur, en
sýnir þó, að í augum stúdenta ber að
leggja ýmis önnur sjónarmið til
grundvallar við val stúdentaráðs-
manna en manngildi og dugnað.
Þetta mat getur verið pólitískt í aug-
um stúdentsins, þegar hann metur
atkvæði sitt, en engu að síður er
kjörið ópólitískt og ekki unnt að
draga pólitískar ályktanir af úrslit-
um þess, nema pólitík hafi verið yf-
irlýst deiluefni við kjörið.
Niðurstaðan er því þessi: Hags-
munamálin eru í eðli sínu ópólitísk,
þótt á því geti verið hugsanlegar
undantekningar. Afstaða manna til
kosninganna er því almennt ópóli-
tísk, en pólitík getur þó ráðið af-
stöðu einstakra manna, enda hafa
menn rétt til þess að láta hvaða sjón-
armið sem er ráða afstöðu sinni í
kosningum. Sé kjörið hinsvegar ekki
lýst pólitískt fyrirfram af fram-
bjóðandanum, þá er ekki hægt að
draga pólitískar ályktanir af úrslit-
unum, þ.e. kosningin er ópólitísk.
—o—
Því hefur verið haldið fram hér, að
hagsmunagæzla stéttarfélags stúd-
enta sé í eðli sínu ópólitísk, a.m.k.
vegna þeirrar kröfu, sem samstaða
gerir til líkinda á árangri baráttunn-
ar. En er þá verið að halda því fram,
að æskilegt sé að stúdentar séu af-
skiftalausir um stjórnmál? Alls ekki
og þvert á móti. Það er hinsveg-
ar nauðsynlegt að greina hismið frá
kjarnanum, eins og áður var sagt,
og það geta allir veitt sér þann mun-
að, að telja stjórnmálin hvort sem
er, hismið eða kjarnan. Það þarf að
hazla stjórnmálum stúdenta völl, en
það er ekki heppilegt að það sé sami
vettvangur, þar sem fjallað er um
hin sjálfsögðu og brýnu hagsmuna-
mál stúdenta.
Aristoteles skrifaði: Man is a poli-
tical animal, og gerði skynbragð og
þátttöku mannsins í málefnum sam-
félagsins þannig að hugtaksatriði,
þegar hann greinir hann frá öðrum
tegundum. Það er einnig fróðlegt að
rifja það upp, að orðið idiot er af
grískum uppruna og merkir upp-
runalega mann, sem er afskiftalaus
í málefnum þjóðfélagsins. Þetta á
þeim mun fremur við um mennta-
menn, en hinn almenna borgara.
Hér er um það að ræða, hvort við
ungir menntamenn viljum vera kyn-
slóð áhorfenda eða þátttakenda í
hinu íslenzka þjóðfélagi og í veröld-
inni.
Stjórnmálaumræður eru að mín-
um dómi nauðsynlegur þáttur í fé-
lagslegu uppeldi stúdenta, ekki til
þess að þeir móti með sér ákveðna
afstöðu, t.d. hvort þeir aðhyllast
Sjálfstæðisflokkinn eða Framsóknar-
flokkinn, eða hvort þeir eru með eða
móti kommúnisma, heldur til þess
að þeir hafi tækifæri til þess að
þroska stjórnmálaskoðanir sínar
með eðlilegum og skynsamlegum
hætti. Stjórnmálafélögin í háskólan-
um þurfa því að efla hina raunveru-
legu stjórnmálastarfsemi sína og
•kapa þarf þeim sameiginlegan
vettvang til þess að bera saman skoð-
inir og afstöðu. Stofnun pólitísks
málfundafélags í háskólanum virðist
bví vera mjög æskileg og nauðsyn-
leg. Þeir, sem skoða pólitík eins og
íþróttakeppni og vilja fá skorið úr
bví, hverjir séu sterkastir stjórnmála-
lega meðal stúdenta, gætu þarna
fengið sitt árlega íþróttamót, því að
stjórn þessa félags mætti kjósa póli-
tískt, yfirlýst og opinberlega. A
þessum vettvangi gætu stjórnmála-
skörungarnir fengið sína nauðsyn-
legu útrás og möguleikarnir á því,
að stjórnmálaátökum um stúdenta-
ráð linni vaxa að sama skapi.
—o—
I félagakerfi háskólans er stúd-
entaráð efst, samtök allra háskóla-
stúdenta. Hin kerfisbundnu félög
eru tvennskonar, deildarfélög og
stjórnmálafélög. Þegar þessi tvenns-
konar ólíku félög leita út og upp-
fyrir ramma sinn," þá er aðeins einn
vettvangur fyrir hendi, sem eftir-
nóknarverður er talinn, en það er
stúdentaráð. Þar sem aðeins er um
einn vettvang að tefla hlýtur það
að skapa konflict milli hinna fag-
legu sjónarmiða deildarfélaganna og
stjórnmálasjónarmiða pólitísku fé-
laganna. Skilgetið afkvæmi slíks á-
reksturs eru ónytsamlegar og lítið
fræðilegar umræður um „pólitík"
og „ópólitík". Gott dæmi eru félags-
málaumræður hér í háskólanum nú
um nokkurt skeið. Eins og áður hef-
ur verið dregið fram, er rökrétt und-
irstaða þessara umræðna ekki:
Hvort pólitík, heldur Hvar og Hve-
nær pólitík. A þessu er vandfengin
niðurstaða á meðan athygli og áhugi
deildarfélaga og stjórnmálafélaga
beinist að sama aðilanum, þ.e. stúd-
entaráði, því að óhjákvæmileg af-
leiðing er konflict milli hinna eðlis-
lægu þátta þessara tvennskonar fé-
laga, milli faglegra mála og stjórn-
mála. Það er því nauðsynlegt, ef
ekki er talið æskilegt, að þetta
tvennt fari saman, að aðgreina mál-
efnin á efra stiginu, á sama hátt og
gert er á hinu neðra, þ.e. aðgreining
í stjórnmálafélög og deildarfélög.
Þetta verður gert með stofnun póli-
tísks málfundafélags allra háskóla-
stúdenta. Stjórnmálaviðhorf og
áhugi stjórnmálafélaganna mun þá
beinast að því, en hagsmunamála-
sjónarmið deildarfélaganna, bæði
varðandi stúdenta í hinum einstöku
deildum og stúdenta almennt mun
hljóta sinn ótruflaða og eðlilega
vettvang í stúdentaráði, stéttarfélagi
illra stúdenta.
(Skrifað í nóv. 1965).
2 Hér er ekki gert ráð fyrir Stúdenta-
félagi Háskólans í núverandi mynd
sinni, enda er það varla vert umræðu
;em slíkt. Endurbætur á starfsreglum
félagsins og stjórnarkjöri gætu hinsveg-
ar skapað grundvöll undir stjórnmála-
starf stúdenta allra.