Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 30

Stúdentablaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 30
30 STÚDENTABLAÐ þeim meint af volkinu, en ein- hver mælitæki týndust. Síðan var gengið í land. Gerðar voru nokkrar vísindalegar rannsókn- ir. Kl. 10 að kvöldi komum við aftur til Reykjavíkur, og létu prófessorar ákaflega vel yfir þessari einstöku ferð. Verkfræðinám er frekar erf- itt. Þó hafa verkfræðinemar ekkert lestrarrými. Öllum er heimill aðgangur að lestrarsal háskólabókasafnsins, en þar er sá hængur á, að hvert sæti er skipað. Nokkrir verkfræðinem- ar tóku það ráð við upplestur í vor að lesa í teiknistofum, en þar eru aðstæður mjög óhent- ugar til lestrar. Er verkfræði- nemum mikið kappsmál að fá úr þessu bætt. Ef lestrarrými fengist, mætti einnig hafa þar safn uppsláttar- og vísindarita hvers konar, sem að vísu eru til staðar í háskólabókasafninu, en í litlum mæli og heldur ó- aðgengileg. Eins og mönnum er kunn- ugt, er fyrri hluti verkfræði- náms tekinn hér heima, en seinni hluti erlendis. Hafa menn að loknu fyrrihlutaprófi gjarnan fengið skólavist við tækniháskólann í Kaupmanna- höfn eða Þrándheimi. Vegna þrengsla í þessum skólum, hef- ur verið reynt að fá viður- kenningu tækniháskólanna í Karlsruhe og Aachen á fyrri- hlutaprófi héðan, en hún hefur ekki fengizt formlega ennþá. Komið hefur til tals að stofna framhaldsdeild í byggingar- verkfræði við Háskóla Islands, en fjöldi pema við þá deild fer að verða nægilegur til þess. I haust tók tækniháskólinn í Kaupmannahöfn við 8 mönn- um, en skólinn í Þrándheimi aðeins við 3. Hafði sá fjórði fengið vilyrði um vist í Þránd- heimi og gert ráðstafanir þar að lútandi, en var synjað á síð- ustu stundu. Er þetta atvik mjög alvarlegt og þarf að fyr- irbyggja, að það endurtaki sig. íþróttastarfsemi innan deild- arinnar hefur aldrei staðið með meiri blóma en síðast liðinn vetur. Má í því sambandi geta þess, að deildin fór með sigur af hólmi í deildakeppni skól- ans í körfubolta og fótbolta. Er vonandi, að hún standi sig jafn vel í vetur. Ragnar Ragnarsson, stud. polyt. Frá Mími Síðasta starfsár Mímis, félags stúdenta í íslenzkum fræðum, mun hafa verið hið nítjánda í röðinni. Starfsár þessi hafa vit- anlega verið misjafnl. grósku- rík, en ég hygg óhætt að full- yrða, að hið síðasta hafi verið í tölu beztu ára. Að ýmsu leyti hefur starf- semi Mímis orðið auðveldari viðfangs, m. a. vegna þess, að félagið fékk nú í fyrsta skipti til afnota herbergi undir starf- semi sína. Var það orðin mikil nauðsyn, en hefur nú verið leyst með því, að Mímir fékk til umráða stofu eina allsmáa í kjallara Iþróttahúss Háskólans. Ei' þar að vísu um að ræða bráðabirgðalausn mála, en vænta má, að þetta létti allmik- ið undir. Félagstákn eitt ágætt eignað- ist Mímir á síðasta ári. Var það drykkjarhorn mikið, búið silfri og grafið á belti þess ýmsu letri. Hornið ber nafnið Grímur. Auk alls konar fræðslu og fé- lagsstarfsemi gekkst Mímir fyrir tveim ferðalögum mis- löngum á síðasta ári. Hið fyrra var farið til Viðeyjar á báti Slysavarnafélagsins, Gísla J. Johnsen. Hafði áður verið hald- in kvöldvaka, þar sem farið var í saumana á ýmsum atriðum úr sögu Viðeyjar og m. a. hlýtt á erindi prófessors Guðna Jóns- sonar. Má hiklaust fullyrða, að félagar í Mími voru miklu fróð- ari um Viðey eftir en áður og sannfærðust að minnsta kosti um það, að niðurlægingu eins staðar eru engin takmörk sett. Hið síðara ferðalagið var far- ið á sögustöðvar Njálu undir leiðsögn dr. Haralds Matthías- sonar menntaskólakennara. — Tókst ferðin með ágætum. Af efni því, sem tekið var til meðferðar á fundum félagsins má fyrst geta nútímaskáldskap- ar, en framsögumaður um það mál var Jóhannes skáld úr Kötlum. Urðu umræður miklar og fjörugar. Kristinn Kristmundsson, stud. mag. flutti framsögu um stafsetningarmál. Urðu miklar deildir um það meðal manna. Framsöguræða Kristins birtist lítt breytt í síðasta tbl. Mímis. Rannsóknaræfingar tvær voru háðar í samvinnu við Fé- lag íslenzkra fræða. Á hinni fyrri ræddi Ingvar Stefánsson, cand. mag. um Gandreið Gröndals, en á hinni síðari ræddi Kristján Eldjárn, þjóð- minjavörður, um norska skáld- ið Petter Dass og las kafla úr þýðingu sinni á Norðurlands- trómet. Þorrablót var háð í lok þorra. Var það mikil skemmtan og góð. Veitingar voru að venju íslenzkt kjarnmeti með viðeig- andi borðvínum. Skemmtiatriði voru mörg og góð. Á síðasta hausti kom útvarps- stjóri að máli við félaga úr Mími og fór fram á aðstoð. Nefnd var skipuð í málið og annaðist hún síðan þrjár sam- felldar dagskrár, sem óhætt er að fullyrða, að tókust með á- gætum. Enn er ógetið eins snarasta þáttarins í starfsemi Mímis, en það er útgáfa samnefnds tíma- rits. Tvö tölublöð komu út á síðasta starfsári og fluttu margt og að sjálfsögðu misgott efni. Þó tel ég, að tekizt hafi að sanna áþreifanlega, að félagar í Mími geta haldið uppi menn- ingartímariti svo sómi sé að. Hér hefur verið stiklað á stóru og fás verið getið úr starfsemi Mímis á síðasta ári. Þó hygg ég, að nú sé talið hið helzta. Heimir Pálsson. stud. mag. Frá Félagi viðskipta- fræði- nema I þjóðfélagi, þar sem tæknileg- ar og félagslegar umbætpr hafa verið mjög örar, þgr brýna nauðsyn til, að vel sé haldið á menningar- og menntamálum almennt. Þjóð^ in má láta einskis ófreistað i stöðugri sókn fram til betri og öruggari lífskjara, en jafnframt skal þess gætt, að hún verði ekki of vígreif í framsókn sinni. Til þess að ná þessu marki er hverju þjóðfélagi nauðsynlegt að búa þannig að þegnum sínum, að þeim sé kleift að afla sér þeirrar marg- víslegu þekkingar, sem er frum- forsenda þess, að þjóðin sem

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.