Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 10

Stúdentablaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 10
10 STÚDENT ABLAÐ Undanfarin tvö sumur hefur íslenzkum læknanemum úr 1. hluta gefizt kostur á mánaðar- námsskeiði í „anatómiskum'1 krufningum í Skotlandi. Is- lenzka ríkið hefur kostað stúd- enta til þessarar námsdvalar, sem markar tímamót í líffæra- fræðikennslu hér. Að morgni hins 9. ágúst sl. hófum við 16 læknanemar Skotlandsferðina. I Glasgow áttu tveir að bætast við, svo að alls yrðu 18 í hópnum. Þessi ferð hafði verið vinsælasta um- ræðuefnið á lestrarsafninu um tíma, og gefið mönnum kær- komin tækifæri til að slá slöku við lestur. Segir ekki af ferðum okkar, fyrr en flugvélin renndi sér niður á Renfrew-flugvöll við Glasgow. Nú dugði íslenzka ekki lengur út á við. I hátölur um flugstöðvarinnar og allt í kringum okkur glumdi furðu- legt tungumál, sem reyndist vera skozka. Það var ekki hægt í fljótu bragði að heyra, að þarna væri töluð ensk tunga. Einhvern veginn tókst okkur að veifa afgömlum leigubílum, og tróðum okkur inn. Ég hafði orð á, hvað við hefðum verið óheppin með bíla, en brátt upplýstist, að þetta var ekkert óhapp, því að allir leigubílar í Glasgow voru einmitt svona svartir, gamlir og ljótir. Glasgowborg heilsaði okkur með sínu alkunna dumbungs- veðri. Hún er allt annað en falleg borg. byggingar gamlar og dökkar af sóti. Reykjar- mekkir frá verksmiðjum mynda þétt ský yfir borginni, svo að í fyrstu sótti að mér köfnunartilfinning. væri hægc að ná í marga geðkvilla, þegar á byrjunarstigi meðan enn kann að vera hægt að greiða fljót- lega úr flækjunum og þar með oft að fyrirbyggja margra ára vanlíðan og þjáningu síðar á lífsleiðinni, sem þá hafa oft skapað meira eða minna óleysanlega vítahring. Þó að hér sé sérstaklega rætt um ráðgjafa fyrir stúdenta er öllum nauðsynlegt að geta leitað til einhverra, sem hafa skilning á mannlegum vandamál- um og geta fordómalaust sagt fólki að leita sér aðstoðar í tíma, ef á þarf að halda. Því er nauðsynlegt fyrir alla, sem gegna ýmsum lykilstöðum í þjóðfélaginu og hafa mannaforráð, svo sem lækna, lögfræðinga, presta, kennara, verkstjóra o. s. frv. að þekkja nokkuð til geðverndarmála og vita, hversu algengir geðsjúk- dómar eru og geta tekið hleypi- dómalaust á þeim og þannig hjálp- að fjölda fólks til að leita sér að- stoðar eða jafnvel til að greiða beint úr smávægilegum vandamálum. Þó að nauðsynlegt sé, að við eign- umst fleiri lækna, sem séu sérfróðir í geðlæknisfræði, virðist vera von- lítið, að þeir verði nokkurn tíma nógu margir til þess að geta sinnt öllu því geðverndarstarfi, sem nauðsynlegt er í þjóðfélaginu. Til þess að nýta starfskrafta læknanna sem bezt, þarf nú þegar að bæta úr sjú.krahúisskortinum og vissum á- göllum sjúkratrygginganna. Byggja þarf nægilega stór geðsjúkrahús í sem allra nánustum tengslum við al- menn sjúkrahús. Nú á dögum er það meginsjónarmið ríkjandi, að geð- sjúkrahús beri að staðsetja í þéttbýli, svo að þeir, sem þangað þurfa að sækja, eigi greiðan aðgang að og frá sjúkrahúsinu. Með slíkri staðsetn- ingu getur sjúkrahúsið bezt gegnt geðverndunarhlutverki sínu. í sam- bandi við skipulagningu Reykjavík- ur verður væntanlega tekið tillit til þessa og nýju geðsjúkrahúsi vonandi ætlaður staður í sem allra nánustum tengslum við Landspítalann. Sé það ekki unnt vegna lóðarýmis er æski- legt að nýtt geðsjúkrahús verði stað- sett við hliðina á Borgarsjúkrahús- inu í Fossvogi. Líða mun alllangur tími þar til nýtt geðsjúkrahús kemst upp, en vonir standa til að á næstu árum komist geðdeild upp við Land- spítalann. Verður það til mikilla bóta. Það er ekki vanzalaust, að í hinu „alhliða” tryggingakerfi okkar skuli vera stórir sjúkdómaflokkar, sem settir eru utan garðs. Sjúkrasamlögin greiða ekki sjúkrahúsvist fyrir geð- sjúklinga nema í 35 daga á ævinni. Þá tekur við svokölluð ríkisfram- færsla sjúkra manna og örkumla, sem fram til þessa hefur verið bund- in við efnahag sjúklingana. Nú stendur til að fella niður þessa efna- hagsviðmiðun og er það þakkarverð bót. En betur má, ef duga skal. Geð- sjúklingar eru ekki ómagar, sem eiga að vera á ríkisframfærslu, þeir eru sjúklingar, eins og magasjúk- lingar eða hjartasjúklingar, sem sjúkrasamlögin eiga að greiða alla sjúkrahúsvist fyrir, hversu lengi sem hún varir. Sjúkrasamlögin greiða fyrir flestar læknisaðgerðir, sem læknar telja nauðsynlegar, nema „psykoterapi” (geðlækningu án lyfja), sem alltaf þarf að beita að meira eða minna leyti við hvers kyns geðsjúkdóma. Hér þarf að verða breyting á svarandi til þeirra krafa, sem gerðar eru til nútíma geðlækn- inga, svo að geðverndarstörf verði framkvæmanleg á breiðum grund- velli. Til þess að geðvernd verði raun- hæf, þarf meira heldur en geðlækna, sjúkrahús og tryggingar. Mennta þarf ýmis konar hjálparlið fyrir geð- læknana, sálfræðinga, félagsráð gjafa, hjúkrunarfólk o.s.frv. Auka þarf þekkingu almennra lækna á geðlæknisfræði og geðverndarmál- um. Einnig þarf að veita verðandi kennurum, verkstjórum, lögfræð- ingum, prestum og öðrum, sem koma til með að þurfa að fjalla um ýmis persónuleg vandamál annarra, nokkra grundvallar fræðslu um geð- vernd og geðsjúkdóma. Allir þessir aðilar verða síðan að leggjast á eitt og útbreiða fræðslu meðal almenn- ings. Hér eru mikil verkefni óleyst. Heilsan er dýrmætasta eign hvers manns og geðheilsan er líklega verð- mætasti þáttur hennar. Heilbrigðir þegnar eru grundvöllur þjóðernis og heilbrigðs þjóðfélags. Þess vegna má ekkert til spara af því, sem horf- ir til aukinnar geðverndar.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.