Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 34

Stúdentablaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 34
34 STÚDENTABLAÐ Hvað réði vali þfnu? Hvað réði vali þínu? SIGURÐUR SIGURÐSSON, stud. theol. M'eginorsök þess, að ég tók að nema guðfræði nú í haust, er sú, að ég hef ákveðið að ganga í þjónustu heilagrar kirkju með því móti að verða prestur. Fáum mun þykja þetta mikil tíðindi, og næsta spurning yrði eflaust hjá flestum, hvers vegna ég ætli að verða prestur. Mun ég því gera nokkra grein fyrir því. Nú eru nær 2000 ár síðan Kristur dvaldi hér á jörð í mann- legu líki og grundvallaði á bylt- ingu, sem síðan á sér sífellt stað. Sú bylting á sér stað í hjarta þess einstaklings, sem kemst til hjálpræðis fyrir Krist. Ekki sýn- ist glæsilega horfa með að breiða út þessa byltingu í heimi, sem er að minnihluta kristinn, og á þeirri öld er lætur sig yfirborð hlutanna svo miklu skipta. En hún er ekki ein um það. Oft er talað um framfarir og látið í það skína', að okkar tímar séu í flestu ólíkir öllum öðrum tím- um vegna þeirra. Víst haifaí framfarir átt sér stað síðustu 2000 árin og ekki hvað síst fyrir áhrif Kristin- dómsins. Ekki eru þó allar breyt- ingar fram á við. Hver kynslóð á sér sínar hugsjónir, en alltaf breytir kynslóð hugsjónum sín- um meira en heiminum sjálfum. Markið er sífellt fært til eftir SVERRIR KRISTINSSON, stud. jur. Lögfræðin er sú fræðigrein, er fjallar um mennina og sambúð þeirra í þjóðfélaginu. Það ork- ar því ekki tvímælis, að um- ráðasvæði hennar er mjög líf- rænt. Ég tel að æfing í úrlausn lögfræðilegra verkefna og laga- leg þekking skerpi og auki skilning manna og geri þá þannig hæfari til þeirra ýmsu þjóðfélagslegu verkefna, sem bíða hvers og eins. Ýmsar heillandi greinar eru nátengdar lögfræði, svo sem félagsfræði, saga og hagfræði. Af því má það augljóst vera, að lögfræðin veitir innsýn í hin fjölbreytilegustu efni. Hingað til hefur lagaleg þekking orðið okkur Íslending- um ómetanlega til framdrátt- ar. Einmitt með slíkri þekk- ingu drápum við okkur úr dróma liðinna alda. Hin laga- lega og réttarsögulega þekking aflvaka og forvígismanna ís- lenzkrar frelsisbaráttu varð þeim ærið notadrjúg jafnt í sókn sem vörn. Á þvílíkum umrótatímum og nú, atómöldinni, þarf mann- kynið nauðsynlega kjölfestu, til þess að þær óveðursblikur, sem nú eru títt á lofti, eigi ekki eftir að magnast og tortíma HELGI ÞORLÁKSSON, stud. mag. Þegar gamall maður spurði mig, hvað ég ætlaði að lesa við háskólann var svarið: „Islenzk fræði“. Hann spurði mig, hvað ég hyggðist taka mér fyrir hendur að námi loknu. Ég varð að játa að það væri mér ekki fyllilega ljóst. Þetta þótti hon- um fávíslegt svar og ráðlagði mér að athuga betur minn gang. Það mátti heyra að hon- um þótti ég stefna framtíð minni í óvissu. „Oft er gott, þat er gamlir kveða“ stendur þar. Ef til vill hefði verið nær að velja arðvænlegri grein með öruggari framtíðarhorfum? En áhugi minn var mestur á ís- lenzkum fræðum og þar lá hundurinn grafinn. Ég er einn af mörgum unnendum íslenzkr- ar tungu og íslenzk saga er mér hugstæð. Bókmenntaleg afreksverk forfeðranna vekja forvitni og aðdáun. Þjóðlegur menningararfur Islendinga er einstæður í sögu þjóðanna og Islendingum ómetanlegur afl- vaki. Sérhverjum Islendingi ætti að vera ljúft að sýna honum ræktarsemi og kynnast honum. Ég held að minnsta kosti, að þannig sé mér farið og það hafi einkum ráðið vali mínu. Hitt er svo annað mál, að ARNAR FRIÐRIKSSON, stud. oecon. Annað tveggja, sem réði því, að ég settist í viðskiptafræði- deild sl. haust, er einfaldlega það, að viðskiptafræðinám er í rauninni það eina, sem ég hef verulega löngun til að stunda. Sannast sagna skorti mig nær algerlega alla vitneskju um viðskiptafræðinám við Háskóla íslands, er líða tók að því að hin mikilvæga ákvörðun skyldi tekin, þrátt fyrir Stúdenta- handbók, sem gefin var út 1964, því að næstum við hverja setningu, er skýrt var frá námi í viðskiptafræðum við skólann, var sleginn sá varnagli, að vænta megi mikillar breyting- ar á reglugerð deildarinnar bráðlega. Þessi breyting (eða réttara sagt bylting) kom síð- an til framkvæmda í byrjun haustmisseris 1964 og í mínum augum gerir hún deildina enn þá girnilegri. En þar sem á- hugi minn beindist snemma inn á þessar brautir fór ég að afla mér upplýsinga um deild- ina hjá viðskiptafræðinemum, sem ég þekki og kom það sann- arlega að góðum notum. Ekki var það einungis áhugi minn á greininni, sem rak mig til þess- arar upplýsingasöfnunnar, heldur einnig atvinnumöguleik- ar að námi loknu. Hvað þetta

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.