Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1965, Side 21

Stúdentablaðið - 01.12.1965, Side 21
STÚDENTABLAÐ 21 aðrir. Um leið er felldur niður fyrri hluti prófs í íslenzkum fræðum. B.A.-námi hefur verið breytt og aukið. Eftir gömlu reglugerðinni var það fólgið í fimm prófstigum, þrem stigum í einni grein og tveim í annarri. Nú verða prófstigin sex, annaðhvort tvær prófgreinar (3+3 stig) eða þrjár (3+2 + 1 stig). Þá er og student, sem velur þrjár grein- ar til prófs, heimilt að hafa eitt eða tvö stig í raungrein. Fer vel á þessu, því að sá klofningur í huggreinar og raungreinar, sem sífellt er tönnl- azt á, er í hæsta máta óheppilegur, og er sjálfsagt að reyna að sporna gegn þeirri þróun. Stefnir þetta í þá átt að breikka menntunargrundvöll nemenda. Eftir hinni nýju reglugerð hefur verið tekin upp kennsla í nýjum greinum til B.A.-prófs, svo sem í ís- lenzku (þ. e. íslenzkri tungu og bók- menntum), sagnfræði (þ. e. í Islands- sögu og mannkynssögu), finnsku, spænsku, almennri bókmenntasögu, almennum málvísindum og heim- speki. Ekki er þó hafin kennsla í öllum þessum greinum, en væntan- lega gerist það, þegar hæfir kenn- arar hafa fengizt og tilskilinn nem- endafjöldi. Þá er hið merka nýmæli, að stúd- entar, er undir próf ganga í tungu- málum, eru skyldir að ljúka forprófi í almennum málvísindum og hljóð- fræði. Horfir þetta mjög til einingar í deildinni. Auk þessa ber þeim, sem hafa ekki stúdentspróf í latínu úr máladeild menntaskólanna eða hlið- stætt próf, að þreyta próf í latínu. Með þessu ákvæði er ljóst, að deild- in telur ekki stætt á því að hefja nám í huggreinum við skólann án allgóðrar þekkingar í latínu. Kennslu til B.A.-prófs er hagað þannig, að farið er yfir námsefni hvers stigs á tveimur kennslumisser- um, þannig að nemendur hafa tvær greinar í takinu. Ætti því að taka þrjú ár að ljúka þessu námi. A þess- um tíma eru og lesin forspjallsvís- indi, almenn málvísindi og hljóð- fræði og forpróf, ef því er að skipta. Að endingu er þreytt lokapróf í uppeldis- og kennslufræðum ein- hvern tíma á f jórða ári, ef kandídat- inn vill öðlazt kennararéttindi. Námstíminn verður því allt að fjór- um árum eða fjögur ár full. Þarf ekki að fara í grafgötur um það, að þetta er strangt nám og verður að stunda það af kappi, ef vel á að fara. Er óhugsandi að hafa B.A.-nám í hjáverkum, eins og tíðkazt hefur. Eru og sett þau tímamörk, að eigi má líða lengri tími en níu kennslu- misseri frá skrásetningu í deildina, þar til stúdent hefur lokið prófi. Er þetta ákvæði sett til aðhalds, en um leið er það ekki strangara en svo, að gert er ráð fyrir, að nemendum kunni að seinka við nám af óviðráð- anlegum orsökum. Af þessu má ráða, að B.A.-próf er mun meira próf en áður var. Með þessu munu forystumenn mennta- mála vilja sýna, hversu mikið er í húfi, að þeir, sem fást við uppfræðslu unglinga, séu vel undir starf sitt búnir. Það er því vert að drepa á eitt atriði í þessu sambandi. A döfinni hefur verið sú hugmynd að veita ýmsum réttindalausum gagnfræða- skólakennurum full réttindi og þar með færa þá ofar í launaflokk með því að halda mánaðarnámskeið fyrir þá. Þetta er ekki nema sanngjarnt, þegar um er að ræða kennara, sem hafa verið komnir langleiðina að prófi í B.A.-námi eða öðru sam- bærilegu. Hins vegar nær ekki nokkurri átt að veita stúdentum — eða jafnvel þeim, sem hafa ekki stúdentspróf — full réttindi með slíku málamyndarnámskeiði. Væri þá í raun og veru verið að grafa undan hinni nýju námsskipan. Eins og að ofan greinir, varð ekk- ert nám fyrir jafnmikilli umturnan og íslenzk fræði, enda má segja, að þau hafi litlum stakkaskiptum tek- ið á liðnum áratugum. Nám þetta var ofið úr þrem greinum: íslenzkri tungu, bókmenntum og sögu. Það er vitaskuld kostur að lesa þessar greinar til sama prófs fyrir skyld- leika sakir, en annmarkar eru þó augljósir. Það getur t. d. tæplega talizt heppilegt að lesa íslandssögu án þess að lesa almenna sögu eða — svo að annað dæmi sé tekið — ís- lenzkar bókmenntir án þess að kynna sér bókmenntir annarra þjóða. Þennan ágalla hefði þó mátt laga án róttækra breytinga á náms- tilhöguninni. Hitt var miklu verra, að kennsluhættir í íslenzkum fræð- um voru með þeim ósköpum, að nemendur á fyrsta ári og nemendur, sem höfðu verið sex eða sjö ár við nám, sóttu sömu kennslustundir. Segir sig sjálft, að byrjendur þurfa allt aðra tilsögn en þeir, sem að prófi eru komnir. Enda er það ekk- ert launungarmál, að óeðlilega há var sú tala innritaðra stúdenta í íslenzkum fræðum, sem frá námi hurfu. Lá því í augum uppi að kennsluháttum og námsskipan hlaut að vera í ýmsu ábótavant. Var horfið að því ráði að láta ís- i lenzka tungu og íslenzkar bók- menntir vera eina grein, er kölluð er íslenzka, og mynda aðra grein úr Islandssögu og almennri sögu. Þótt þessar greinar séu nú meðal B.A.- prófs greina, er enn sem fyrr unnt að lesa til kandídatsprófs í sagn- fræði, kandídatsprófs í íslenzku, kandídatsprófs í íslenzkum fræðum og meistaraprófs. En þá ber nemend- um að hafa lesið ákveðnar B.A.- greinar. Sá, sem vill t. d. lesa til kandídatsprófs í íslenzkum fræð- um, verður að hafa leyst af hendi B.A.-próf í íslenzku og sagnfræði (3+3 stig). Prófgreinar eru þrjár: íslenzk tunga, bókmenntir og ís- landssaga. A nemandinn að velja sér kjörsvið í einni þessara greina. Vilji nemandi hinsvegar lesa t. d. til kandídatsprófs í sagnfræði, verður hann að hafa leyst af hendi B.A.- próf í sagnfræði og einhverri ann- arri grein, t. d. ensku eða þýzku. Velur hann sér sögu íslendinga eða almenna sögu og kjörsvið innan hennar, verður sú grein aðalgrein, hinar hliðargreinar, og fer námsefn- ið vitanlega eftir því. Með þessu er nemendum gert auðveldara en ella að sökkva sér niður í eina náms- grein. Gert er ráð fyrir, að eðlilegur námstími til kandídatsprófs í ís- lenzkum fræðum eða til sambæri- legra prófa taki 2—21A ár frá B.A.- prófi. í hinni nýju reglugerð er ákvæði um það, að heimilt sé að stofna til cand. mag.-prófa í öðrum greinum við deildina, eftir að prófessor hef- ur verið skipaður í greininni. Nú hefur ríkisstjórnin með fjárveitingu á fjárlögum næsta árs fallizt á stofn- un þriggja nýrra prófessorsembætta við deildina, í ensku, almennri sögu og Norðurlandamálum. Verður þá væntanlega unnt innan fárra ára að þreyta cand. mag.-próf í þeim grein- um. Mun deildinni verða mikill styrkur að þessu. Þá er ekki síður vert að geta þess, að tveir lektorar hafa verið ráðnir í islenzku við deildina í sambandi við hina breyttu námstilhögun, þeir Andrés Björns- son og Baldur Jónsson. Var þetta óhjákvæmilegt, því að samlestur og tilsögn er meginkennsluaðferð til B.A.-prófs. Þá er og nauðsynlegt, að deildin fái einhvern liðsauka til að annast kennslu i íslandssögu til B.A.- prófs. Mun það leysast innan tíðar. A sama hátt og B.A.-próf með kennsluréttindum veitir heimild til kennslu við gagnfræðaskóla, veitir cand. mag.-próf rétt til kennslu við menntaskóla eða sambærilega skóla. Með almennum orðum má segja, að B.A.-próf sé fyrst og fremst kenn- arapróf, en cand. mag.-próf vísinda- próf. í sambandi við framkvæmd hinn- ar nýju námsskipunar er rétt að drepa á tvennt, áður en frá er horfið. Eftir gamla laginu fór fram kennsla og próf í raungreinum til B.A.- prófs á vegum heimspekideildar, en nú hefur verkfræðideild tekið að sér það verkefni. Er sú breyting í alla staði heppileg. Við þessa hróflun alla hefur þess vitanlega verið gætt eftir föngum, að hlutur stúdenta sé ekki fyrir borð borinn. Því er það, að stúdentum, er voru skráðir eftir gömlu reglugerðinni, er heimilt að halda áfram námi samkvæmt henni, svo og stunda nám eftir núgildandi námsskipan, en með vissum skilyrð- um. Með þessari nýju námsskipan verður háskólinn betur til þess fall- inn að leysa þann vanda að sjá æðri skólastigum fyrir kennurum. En hinu má ekki gleyma, að háskólan- um er og ætlað annað og meira hlut- verk en vera kennaraskóli. Aðals- merki hans eru vísindarannsóknir. Enginn kann tveim herrum þjóna, stendur einhvers staðar. Þess vegna vill við brenna, þegar sett er ný námsskipan af þessu tagi, að hún dragi dám af þessu tvíþætta hlut- verki skólans. Sum ákvæði kunna því að vera þannig úr garði gerð, að þau fullnægja hvorugu þjónustu- hlutverkinu til hlítar, en verða eins konar málamiðlun. Og er þá undir hælinn lagt, hvernig til hefur tekizt. Það væri því barnaskapur að ætla, að bin nýja námsskipan hafi í einu og öllu leyst þann vanda, sem við er að etja. Vafalítið mun reynslan sýna, að einstök atriði mættu betur fara, og ætti þá ekki að vera neinum erfiðleikum bundið að færa þau í rétt horf. En það er von þeirra og trú, sem að þessu standa, að hin nýia námstilhögun muni reynast haldgóð í meginatriðum og til mik- illa bóta.

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.