Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 15

Stúdentablaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 15
STÚDENTABLAÐ 15 að staðaldri setin af læknanem- urn. En námi þeirra er svo hátt- að, að þeir lesa fyrst og fremst sín- ar eigin námsbækur og þurfa lítið til safnsins að sækja um bókakost. Eru þá aðeins afgangs 10—15 sæti handa þeim, sem nota vilja bækur safnsins á lestrarsal lengri eða skemmri tíma í senn. Heildartala stúdenta er hins vegar um 1100, og má því ljóst vera, að til algjörs öng- þveitis horfir um lestraraðstöðu, og hefur ástandið í því efni aldrei ver- ið verra en í haust. Þessu til bjargar hefur einkum verið bent á þá leið, að stúdentar fái að sitja á hátíðasal við lestur, þegar hann er ekki frá- tekinn til annarra þarfa, svo sem prófa og fyrirlestrahalds. Til þess þyrfti ekki að gera á honum neinar kostnaðarsamar breytingar að svo stöddu, borð og stólar þurfa að vera þar til staðar hvort sem er vegna prófa, og í framkvæmd yrði notk- uninni þannig hagað, að stúdentar læsu þar fyrst og fremst sínar eigin námsbækur, en auk þess bækur af safninu, sem þeir tækju sjálfir með sér upp gegn kvittun. Ætti þetta að létta svo á salnum niðri, að sætarými fengist þar fyrir þá, sem mest nota bækur safnsins. X. I lögum um Lbs. frá 1949 er mælt svo fyrir, að haldið skuli uppi sér- stakri skráningarmiðstöð fyrir Lbs., Hbs. og sérfræðibókasöfn og megi fela Hbs. forstöðu hennar að fengnu samþykki háskólaráðs. I athuga- semdum kemst nefnd sú, er undirbjó lögin svo að orði: Með skráningarmiðstöð notast bókakostur safnanna að fullu, hvar sem bækurnar eru varð- veittar. Menn geta gengið að skránni og fengið þar yfirlit um bókakost safnanna og gengið síð- an að bókunum, þar sem þær eru. Auk þess sem þetta fyrir- komulag tryggir hina fyllstu notkun bókakosts þess, sem til er, stuðlar það einnig að hag- kvæmri meðferð þess fjár, sem til bókakaupa er varið, og kem- ur í veg fyrir óþörf kaup sama rits til tveggja bókasafna eða fleiri. Þau 16 ár, síðan þessi lög voru sett, hefur þörfin fyrir skráningar- miðstöð vaxið stórum, ekki sízt á sviði raunvísinda, og gera menn sér nú sterkar vonir um, að innan fárra mánaða verði unnt að ráða bókavörð með raunvísinda- þekkingu, er hafi aðsetur í Háskóla- bókasafni og vinni að slíkri sam- skráningu fyrst og fremst. XI. !Að lokum þetta: Háskólabókasafn hefur dregizt aftur úr í framfarasókn háskólans. Ataka er því þörf til að vinna upp það, sem tapazt hefur. En ekki nóg með það. Aætlun um mikla fjölgun háskólakennara á næstu árum og fyrirsjáanleg stór- fjölgun stúdenta kallar á framsýni og fyrirhyggju um framkvæmdir í þágu hinna vísindalegu bókasafna. Vert er og að leggja á það megin- áherzlu, að efling bókasafnsins er um leið til eflingar sérhverri deild háskólans. Af þeirri staðreynd má draga einfalda ályktun: allir há- skólamenn hljóta að ganga sem einn maður að því nauðsynjaverki að stórauka ritakost og notagildi bóka- safnsins. Þá mun og vel fara. Hannes Pctursson: Eintal Hve lengi get ég lofsungið fgessi fjöll lofsungið þetta haf, f>essar eyjar og strendur já menn og alla hluti sem huga minn gleðja hve lengi, án þeirrar vissu að eitthvað sé til ofar sérhverjum stað, hverri reynslu og hugsun sem teflir þessum fjóllum fram, þessu hafi fjarlœgð og nálœgð, öllu — Itfi og dauða leikur því fram fyrir augum mér öruggri hendi?

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.