Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 13

Stúdentablaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 13
STÚDENTABLAÐ 13 hefur borizt, er bókasafn Benedikts S. Þórarinssonar kaupmanns, sem hann gerði gjafabréf um árið 1935. Benedikt lézt árið 1940, og var safn hans flutt í háskólabygginguna nýju Dr. Finnur Jónsson árið eftir. Þar er því haldið að- greindu frá öðrum bókum safnsins í sérstökum sal, og gilda strangari reglur um notkun þess en aðrar safn- bækur. Safn Bencdikts er um 8000 bindi, að smáprenti meðtöldu, mest íslenzkar bækur, en einnig erlend rit um íslenzk efni. Eru í þessu safni Benedikts ýmsar hinna elztu og fá- sénustu bóka, sem prentaðar voru hér á landi, og eru sumar þeirra auk þess hinir mestu stássgripir vegna bands og frágangs, sem Benedikt var mjög sýnt um. Einar Benediktsson Einar skáld Benediktsson arfleiddi háskólann að bókasfani sínu, og var það flutt í húsakynni Háskólabóka- safns árið 1950, alls rúml. 1200 bindi. Er í því margt fornra og fá- gætra bóka, einkum í klassískum Dr Benedikt S. Þórarinsson í skrifstofu sinni fræðum, landfræðisögu og sagn- fræði. Frú Hildur Blöndal gaf háskól- anum allar erlendar bækur sínar og manns síns, dr. Sigfúss Blöndals, hins góðkunna orðabókarhöfundar, en hann andaðist árið 1950, og var bókunum komið fyrir í Háskóla- bókasafni árið eftir. Námu bæk- urnar hátt á 6. þús. binda, og eru margar þeirra daglega í notkun á safninu, nokkrar eru aftur fágætar og hafðar með öðrum kjörgripum í eld- traustum klefa, einkum rit um sögu Væringja, sem dr. Sigfús lagði sig mjög eftir, þ. á m. 54ra binda rit- safn Býzanzhöfunda. Fyrir um áratug gaf Þorsteinn Sch. Thorsteinsson lyfsali bókasafn- inu dýrmætan flokk rita, einkum varðandi landfræðisögu Islands. Þar á meðal er kjörgripur eins og Olaus Magnus: Historia de gentibus sep- Dr. Sigfús Blöndal tentrionalibus, gefin út í Róm 1555. Árið 1962 gaf próf. Alvar Nel- son, sonur dr. Axels Nelsons, bóka- varðar í Uppsölum, Háskólabóka- safni mikinn hluta af bókum föður síns. Er safn Nelsons einkum auðugt að fornklassískum bókmenntum og miðaldaritum, bókum um tungu og sögu Norðurlanda og almenna bók- fræði. Árið 1963 gáfu erfingjar Þor- steins Konráðssonar frá Eyjólfsstöð- um í Vatnsdal háskólanum bóka- safn hans, alls nokkuð yfir 2000 bindi. Er þetta hið þarfasta notkun- arsafn íslenzkra bóka, yfirleitt í vönduðu og traustu bandi, en sér- stæðasti þátturinn í safni Þorsteins er þó tónlistarrit hans innlend og erlend, þ. á m. mikið af nótnabók- um. Þá hafa stofnanir ýmsar, erlendar og innlendar, fært safninu bóka- gjafir bæði fyrr og síðar, og vil ég frá síðari árum einkum geta um tvær stórgjafir vestur-þýzka vísinda- sjóðsins (Deutsche Forschungsge- meinschaft). Barst hin fyrri árið 1961, hin síðari 1964. Var hér ein- göngu um að ræða nýjar eða nýleg- ar bækur, mestmegnis fræðirit á svið- um raunvísinda, sagnfræði og landa- fræði, en einnig drjúgt bóka um list- ir, svo sem tónlist, málaralist og húsagerðarlist, og hefur úrvali þeirra bóka verið komið fyrir á lestrarsal. Á hálfrar aldar afmæli háskólans bárust safninu nokkrar góðar bóka- gjafir. Til dæmis gaf Ábo Akademis bibliotek um 5000 bindi úr tvítök- um sínum, einkum um sögu og menningu Finnlands. Og Universi- tetsforlaget í Osló gaf 400 bindi og síðan allar árlegar útgáfubækur sín- ar næstu 10 ár. Síðast liðið vor gáfu erfingjar Skúla Hansens tannlæknis, frú Kristín Snæhólm og synir hans, háskólanum mikið og verðmætt hljómplötusafn. Fylgja því skrár um allt safnið, bæði höfunda og flytj- endur, er Skúli heitinn hafði sam- ið af mikilli kostgæfni, og er það því hið aðgengilegasta til notkunar. Alls eru þetta hátt á fjórða þúsund plötur og alstærsta einkasafn sinnar tegundar á landinu. Því hefur nú verið komið fyrir á góðum stað í Háskólabókasafni og fengið til þess lítið hljómplötutæki til að bregða á plötu, þótt lengra verði að leita til að njóta fyllstu tóngæða. Bækur þær, sem safninu hafa bor- izt að gjöf, bera að jafnaði stimpil með nafni síns fyrri eiganda eða þá bókmerki hans, sem minna bóka- verði og aðra, sem um fjalla, stöð- ugt á þá þakkarskuld, sem safnið stendur í við gefendur. Er raunar vant að sjá, hvar hag stofnunarinn- ar væri komið, ef hún hefði ekki notið góðs hugar og örlætis hinna fjölmörgu gefenda, allt frá fyrstu tíð. V. Síðan árið 1941 hefur Háskólabóka- safn notið þeirra hlunninda að fá eitt eintak allra rita, sem prentuð eru á Islandi og prentsmiðjur eru lögum samkvæmt skyldar að láta af hendi. Landsbókasafn annast þessi prentskil og dreifingu til ann- Þorsteinn Konróðsson arra safna, sem þeirra njóta. Það er Háskólabókasafni nokkur byrði, að skyldurit þessi berast því öll óbund- in eða jafnvel í lausum örkum og allkostnaðarsamt að kaupa hand- band á allar þær bækur, sem nauð- synlegt er þó að eiga bundnar. Það er því tillaga mín, að sú tilhögun prentskila verði tekin upp, að sem flest rit séu tekin í forlagsbandi og forlögunum verði greiddur sá auka-

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.