Stúdentablaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 31
STÚDENTABLAÐ
31
heild geti tekið raunhæfa af-
stöðu til þeirra mála, er krefjast
úrlausnar hverju sinni. Nú á
dögum er það því ein æðsta
skylda þjóðfélagsins að leggja
sem mest kapp á aukna mennt-
un þjóðfélagsþegnanna, þannig
að afstaða þeirra til vandamála
líðandi stundar megi grundvall-
ast á vísindalegri rökhyggju
fremur en hjátrú og tilfinninga-
semi. í slíku þjóðfélagi yrði það
megin skylda hvers nemanda
við sjálfan sig og samfélagið að
nýta vel námstímann og sinna
námi sínu af kostgæfni og alúð.
Á slíkum umbrotatímum, er
stórstígar tæknilegar framfarir
gjörbreyta atvinnuháttum þjóð
ar á skömmum tíma, leiða til
sí aukinar sérhæfingar og verk-
skiptingar, er þjóðinni nauðsyn-
legt að eiga fólk, vel menntað á
sem flestum sviðum hagfræð-
innar. Án hagfræðilegrar í-
grundunar verða tæknilegar
uPPgötvanir ekki beizlaðar til
hagsbóta aamfélaginu. Heil-
brigð og skynsamleg efnahags-
stefna mótuð af hlutlægum hag-
fræðilegum lögmálum er megin
skilyrði þess, að atvinnulíf og
efnahagur þjóðar megi blómg-
ast. Samspil hinna ýmsu þjóð-
félagsgeiira er ekki óiUmbreyt-
anlegt náttúrulögmál, held-
ur byggist það á meðvituðum og
ómeðvituðum hagfræðilegum á-
kvörðunum, sem teknar hafa
verið í hinum ýmsu geirum.
Hvort samspilið verður sam-
hljóma, grundvallast á því hvort
hinar ýmsu forsendur hafa ver-
ið réttar og svo á hagfræðilegri
þekkingu þeirra, er ákvarðan-
irnar taka. Þeir stúdentar, er
hefja nám í viðskiptafræðum,
hafa sannfærzt um ágæti þess-
arar greinar þjóðfélagsvísinda
og mun óhætt að fullyrða, að
siannfæiring þdirra breytist í
örugga vissu, þá er líða tekur
að Jokapróíi.
í viðskiptafræðideild eru nú
samkvæmt traustustu heimild-
um 141 nemandi, þar af eru 28
ný innritaðir. Eins og mörgum
mun kunnugt áttu sér stað gagn
gerar breytingar á námstilhög-
un allri á síðasta vetri. Tilgang-
ur reglugerðarbreytingarinnar
var einkum sá, að auka við
námsefnið og auka aðhald að
stúdentum. Hefur náminu nú
verið skipt í fyrri hluta og
seinni hluta, og mega stúdentar
vera lengst þrjú ár í hvorum.
Það er engum vafa undirorpið,
að breytingar þessar gera nám-
ið í senn, fyllra og skemmti-
legra, og eiga prófessorar deild-
arinnar beztu þakkir skyldar
fyrir vel unnið verk. Þessi
skipting í fyrri og seinni hluta
hefur óhjákvæmilega í för með
sér, að sambandið milli eldri og
yngri stúdenta rofnar eða verð
ur í það minnsta ekki eins náið
og áður. Af þessum sökum sér-
staklega ættu allir, jafnt ungir
sem gamlir, að sækja duglega
alla þá fundi og aðra skemmt-
un er Félag viðskiptafræði-
nema mun hafa í frammi í vet-
ur.
Félagsstarfsemin var með
svipuðu sniði og áður. Hagmál
komu út að venju og fluttu
greinar margskonar um hag-
fræðileg efni. Þátttaka í vísinda
leiðangrum deildarinnar var
mjög góð, og virðist skilningur
nemenda á gildi slíkra leiðangra
fara vaxandi. Hátíðisdagur
deildaijinnar var hátíðlegur
haldinn fimmtudaginn 4. marz
og þótti takast með ágætum. Að
vanda hefur Félag viðskipta-
fræðinema tekið virkan þátt í
starfsemi AIESEC, alþjóðasam-
tökum viðskipta og hagfræði-
stúdenta. Á ári hverju er hald-
ið ársþing samtakanna, og var
það að þessu sinni haldið í Hels-
inki. Á þinginu var að mestu
gengið frá stúdentaskiptunum
fyrir það árið, en skipti þessi
eru hvað veigamesti þátturinn
í starfsemi samtakanna. Á veg-
um AIESEC fóru 6 viðskiptafr.
stúdentar utan til starfa yfir
sumartímann, en félagið tók
þess í stað á móti fjórum er-
lendum stúdentum, er unnu
hér við ýmsar opinberar stofn-
anir. Hinir sex láta mjög vel af
dvöl sinni í útlandinu og er ekki
að efa að reynsla sem þessi er
gulls ígildi. Það fylgir því óneit-
anlega nokkur fjárhagslegur
kostnaður, að standa í slíkum
skiptum, og liggur hann eink-
um í að taka á móti hinum er-
lendu stúdentum og sýna þeim
hið markverðasta hér heima.
Úr því að ýmis önnur deildar-
félög standa í hliðstæðum skipt-
um, þá er það mjög athugandi
að skipa eina allherjar móttöku-
nefnd, er sæi að öllu leyti um
móttökur og dvöl stúdentanna
hér yfir sumarið. Til þess að
þetta yrði framkvæmanlegt
yrði allar heimsóknirnar að
bera upp á svipaðan tíma, t. d.
frá miðjum júní og fram í ág-
úst. Á síðastl. vetri gekk Fé-
lag Viðskiptafræðinema í N. H.
S., samband norrænna verzlun-
arháskóla, og er það von stjórn-
ar félagsins, að með þessu hafi
verið stigið spor í átt til auk-
inna kynna og samstarfs við
frændur okkar á Norðurlönd-
um. Félagið hefur nú um nokk-
urt skeið skipzt á heimsóknum
við finnska verzlunarháskólann
Helsinki, Kaupppakorkea Koul-
um Ylioppilaskunda, og kom
einn stúdent hingað í boði fé-
lagsins, og skömmu síðar fóru
tveir deildarmenn héðan til
Finnlands í boði kollega okkar í
Helsinki.
Þorbjörn Guðjcmsson
stud. oecon.
landafræöi-
nema
Félag stúdenta í landafræði var
stofnað 2. marz 1965, en undir-
búningsfundur hafði verið hald-
inn daginn áður. Stofnfélagar
voru 19. Nokkurt fjör var í starf-
seminni þessa 2 mánuði, sem
félagið starfaði s. 1. vetur. Efnt
var til kvöldvöku. Þar flutti dr.
Sigurður Þórarinsson frásögu
af Japansför og sýndi liskugga-
myndir. Jón Böðvarsson, cand.
mag., gerði grein fyrir kjörum
kennara.
Farnir voru 3 vísindaleið-
angrar. I sambandi við nám-
slieið í kortagerð voru heimsótt
2 kortagerðarfyrirtæki, Forverk
og Sjókortagerð Ríkisins. Hinn
1. maí var farið upp á Akranes
og Sementsverksmiðja Ríkisins
skoðuð. 31. marz fórum við í
sérstæða og skemmtilega ferð,
sem mig langar að minnast á
í fáeinum orðum. Þetta var um
þær mundir, er hafís lá sem
þéttast fyrir Norðurlandi. Fyrir
velvild og skilning þeirra Bald-
urs Möllers, ráðuneytisstjóra, og
Péturs Sigurðssonar, forstjóira
Landhelgisgæzlunnar, gafst 12
stúdentum kostur á að fara í
ískönnunarflug með flugvél
t;andhelgisgæzlunnar, TF-SIF.
Var flogið norður fyrir land og
ísinn kannaður frá Horni að
Gjögri, auk þess, sem tveim
skipum var leiðbeint út úr ísn-
um. Nutum við frábærrar leið-
sagnar áhafnarinnar um ís og
ísrek, svo og alla staðhætti
norður þar. Vorum við rúmar
5 klst. á lofti í einstöku ferða-
veðri, logni og léttskýjuðu.
Heimspekideildin mun vera
langfjölmennasta deildin í skól-
anum. Þeir stúdentar, sem
stunda nám í íslenzkum fræð-
um, hafa með sér félag, Mími,
og gefa út myndarlegt rit. Stúd-
entar í B. A.-deild eru miklu
fleiri en stúdentar í íslenzkum
fræðum, en einnig — vegna
fjölda námsgreina — miklu ó-
samstæðari hópur og oft á tíð-
um með sundurleit áhugamál.
Er þetta dragbítur á allt félags-
líf innan deildarinnar, sem
raunar hefur legið að mestu
niðri, unz þetta félag stúdenta
í landafræði var stofnað. Sú
reynsla hefur þegar fengizt af
starfsemi félagsins, að vísu inn-
an þess þrönga stakks, sem því
var í upphafi sniðinn, að hún
ætti að vera öðrum námshópum
B. A.-deildar nokkur hvatning
til eflingar félagslífi og sam-
heldni.
Að lokum langar mig að tilfæra
eitt dæmi um þann aðbúnað,
sem landafræðin býr við. Það
hefur komið fyrir oftar en einu
sinni, að þurft hefur að fá lán-
uð í öðrum skólum kort, sem
nauðsynleg hafa þótt, til skýr-
ingar á námsefni.
Bernharð Haraldsson.
stud. philol.